laugardagur, desember 31, 2005

Nú er árið...
...að renna í aldanna skaut og því við hæfi að óska þeim sem hingað gera strandhögg, gleðilegs nýs árs. Gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld og megi nýja árið vera jafn gott ef ekki betra en það sem er að hverfa í tímans dá.

Gleðilegt 2006!


|

laugardagur, desember 24, 2005


Ég óska öllum...

...gleðilegra jóla. Jólin eru tími gleði og kærleika þar sem að við fögnum fæðingu frelsarans okkar Jésú krists. Gleymum ekki anda jólanna á meðan að við njótum þeirra til botns. Megi landsmenn allir nær og fjær hafa það sem allra best um hátíðinar.



|

þriðjudagur, desember 20, 2005

Andskotinn sjálfur...
...ég varð að breyta smá í spjallkerfinu hjá mér því að ég komst að því að kallarnir notast einnig við orðið nöldur í sínu kerfi. Það þykir mér ver og miður því að ég fíla þá ekki alveg, finnst þeir hálfhallærislegir.

Ég er búinn að leggja leiðindarbloggið á hilluna, þar sem að það fær að safna ryki og falla í tímans óminni, nema ef vera kynni að sagnfræðingar framtíðarinnar muni skoða þessar merku færslur og rannsaka tíðaranda ársins 2005. Leiðindarblogg var gjörningur til að sína fram á hvers hallærislegt blogg getur verið, sérstaklega þegar fólk er upptkekið við að skrifa fyrir aðra. Mér finnst slík blogg ógeðslega leiðinleg og neita að lesa slíkt, enda hrokagikkur hinn mesti.

Ég er að elda.

|

Leiðindarblogg...
...lokafærsla. Mar er kominn með nettan leiða á essu mar, þokkalega tekur mar á því þegar þessari törn er lokið. Síðasta prófið á morgun, Mannkynssaga II, við Gauinn og Nasinn, aka. Goldberg aka. hr. Shalom aka. Gyðingurinn (hehe ;-P) erum búnir að taka feitt á lærdómnum þessa daganna, mar á eftir að sakna þeirra á næstunni, við erum eins og ein fjölskylda, guys u know what I mean ;-) ;-) nei, djók ég er ekki tilfinningadrusla.

Svo eru það bara jólin, mar tekur bara ekki eftir þessu, þetta verða þokkalega djammjól. Ég væri til í að hafa þetta hvít jól, það er svo miklu meira í anda jólanna, eða bíddu... er það? Fæddist Jésú ekki í eyðimörk, það hélt ég, hr. Shalom þú ættir að geta frætt mig um þetta erhaggí (",)

Annars er lítið að frétta af keppanum, bara seim óld seim óld, mar veit ekki hvað mar á að skrifa um, langaði bara að henda inn færslu svona einu sinni. Farinn að sofa....

...over and out


Lestrarhesturinn.

|

mánudagur, desember 19, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 8.

Ég get ekki beðið eftir að klára þessi próf... er orðin svo þreyttur og alveg búinn á því !

Hvað á svo að gera á þriðjudaginn... hver er til í e-ð skemmtilegt með Atlanum ? :-o Samt hættulegt að djamma svona þreyttur en hei... þá verður mar bara hauslaus og gerir e-ð asnalegt af sér..... er samt alltaf svo góður þannig að .... hehe engin hætta
;-pHlakka til að sjá ykkur...

kveðja.. Nördinn

|

miðvikudagur, desember 14, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 7. Ákvað að skella inn einu bloggi, þar var orðið svolítið síðast að það kom blogg frá keppanum. he he ;o) ;o)
Lítið að gerast hjá manni, þessa dagana, bara svona seim ól seim old, mar bara að læra og læra, var samt að láta taka mynd af mér í gær, maður er svo myndarlegur he he , stelpur tjékk it át ;-P
Djöfull ætlar mar að djamma feitt þegar að prófin eru búinn, mála bæinn rauðan langt fram á nótt. Pæling. Af hverju málar maður bæinn rauðan en ekki í einhverjum öðrum lit? Samt, passar ekki að segja, Málum bæinn bláan, eða gulan. =-P

Annars hefur maður ekkert að segja, nema bara að endilega kvitta fyrir komuna ;-P

síja, wouldn't wanna be ya....


...djóóóóóóók

|

þriðjudagur, desember 13, 2005

For a hard...
... earned thirst, you need a big cold beer, and the best cold beer is Vic, Victoria Bitter.

|

Tryggvi bróðir minn...
...er ekki allt of ánægður þessa dagana. Honum voru gefnar franskar kartöflur um daginn á veitingarhúsi einu og hann reiddist mjög, svo mikið að hann hennti frönskunum í andlitið að afgreiðslustúlkunni og sagði; Maður borðar ekki vini sína!
Honum finnst ennþá eins og fólk sýni þeim ekki þá virðingu sem þær eiga skilið. Þess vegna sendi hann mér þessar línur og bað mig um að birta þær.

Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju leyti sérstöðu, til dæmis íslenskt nafn, og eru lítt kunnar erlendis.

Þær sem helst falla í þennan flokk eru Rauðar íslenskar og Gular íslenskar. Yrkið Gullauga er ekki eins íslenskt og þau fyrrnefndu, því að það yrki er einnig ræktað í Skandinavíu og er vel þekkt þar. Rauðar íslenskar eru reyndar líka til í Skandinavíu og eru þá kallaðar til dæmis Gamlar sænskar. Rauðar íslenskar eru mikið ræktaðar hér á landi en ræktun þeirra gulu hefur lagst af.

Liturinn á kartöflum ræðst af styrk litarefna sem eru í einhverjum mæli í öllum kartöflum. Litarefnin eru af flokki karótena sem eru einkum í hnýðinu (holdinu) og gefa gulan lit, og flavenóíða, sem einnig er í hnýðinu og gefur gulan lit. Ef styrkur litarefna í þessum flokkum er lágur er holdið hvítt. Þriðji flokkur litarefna er flokkur antócyana sem eru rauðleit eða bláleit litarefni. Styrkur antócyana er mestur við brum, þá í hýði eða rétt undir hýðinu og stundum í leiðsluvef.

Í íslensku afbrigðunum er rautt litarefni ríkjandi í Rauðum íslenskum og gult í Gulum íslenskum. Miðað við mörg önnur yrki er magn litarefnis mikið í þessum yrkjum. Í Rauðum íslenskum er litarefnið um allt hýðið og stundum um mikinn hluta leiðsluvefjar inni í kartöflunni sjálfri. Þá sést rauður hringur þegar kartaflan er skorin í sundur. Í mörgum öðrum yrkjum er rauða litarefnið mun minna og þá einkum við brumin (augun) til dæmis í Gullauga.

En hvað ræður vali okkar á kartöflum? Vinsældir kartafla ráðast af bragðgæðum, uppskeru, geymsluþoli og hefðum, svo að eitthvað sé nefnt. Norðurlandabúar virðast vilja hafa kartöflur með lit, og þá rauðum eða gulum, en í Norður-Ameríku og Bretlandi eru vinsæl yrki hvít, það er án litarefna í hýði. Um alla Mið- og Suður-Ameríku er fjöldi yrkja, enda er kartaflan upprunnin þar og fjölbreytnin því langmest.

Rauðar íslenskar þykja bragðgóðar og hafa gott geymsluþol sem skýrist af því að þurrefnisinnihald þeirra er hátt miðað við mörg önnur yrki. Hve mikið liturinn hefur að segja er óvíst en ekki virðist hann spilla fyrir.

Kær kveðja

Tryggvi Rafnsson



|

mánudagur, desember 12, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 6. Þokkaleg helgi að baki, mar var á haus allann tímann í lærdóminum. Náði að skila tveimur heimaprófum og bara þokkalega sáttur á kantinum. Manni finnst maður bara vera kominn í frí eftir þetta. Reyndar ætti maður að segja FRÍ, hvað er það? =-P
Fór í Bíografen í gær, sá SAW II, ég var drullu stressaður fyrirfram og hélt að ég myndi deyja, fyrri myndin var þokkalega skerí. Ég er allavega enn á lífi því að myndin var ekki eins skerí og ég bjóst við. Gauinn er sammála mér he he.
Nú hefst næsta törn í lærdómnum, maður má varla vera að því að lifa, ekki einu sinni tími til að kaupa jólagjafir, hvað þá slappa af :o)

Spurning dagsins, hvað fékkst þú í skóinn? Var það kannski jólahjól? hehe ;o)

over and out

|

laugardagur, desember 10, 2005

Leiðindarblogg...
...færlsa 5. Jæja enn á ný mættur í Árnagarð að læra. Nú er það síðasta heimaprófið í bili. Ef þetta er heimapróf þá má segja það að Árnagarður sé heimili mitt því að ég er nánast búinn að búa hérna síðustu daga svo að ef þú ætlar að senda mér jólakort mundu þá bara að stíla það á Atli Rafns, Árnagarði hehe =-P
Djís, var sko mest lengi að læra í nótt, en náði samt að skila heimaprófinu í tæka tíð. Maður er svo duglegur. Ásinn var í sömu sporum og ég, hann er klár gaur og náði líka að klára.
Hélt að ég væri að verða geðveikur í hádeginu, því að ég vaknaði fram í stofu. Ég fór nefnilega að sofa þar inni en ekki í herberginu mínu. Alltaf skrítið að vakna annars staðar en maður er vanur. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var þegar að ég vaknaði. Allavega ekki heima hjá mér, you know, in Árnagarður. hehe ;-)

Wow, tíminn líður, enda gerfihnattaöld :) :) verð að fara að halda áfram.

bæjós þangað til næst

Atlinn, alveg að verða búinn á því

|

föstudagur, desember 09, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 4. Maður hefur nú eiginlega ekkert merkó til að skrifa um. Það er bara allt brjálað að gera hjá manni þessa dagana. One down two to go, allavega fyrir morgundaginn hehe...
Annars situr nú bara enn þá hérna í Árnagarði, þokkalega sveittur stemmari. Þetta er þvílíkt pulsupartí, bara ef að það væri ein stelpa hérna, þá myndum við allavega hafa hemil á okkur he he ;-)
Ég verð að segja frá einu flippi hjá okkur. Við sátum í gær og voru að læra, eins og fyridaginn, og allt í einu stendur Gaui, þessi flippaði, upp og byrjar að krota á tilkynningartöfluna. Þegar að ég skoðaði þetta betur þá var hann búinn að skrifa númerið hjá Ása á töfluna lol. =) = o ) Ásinn fattaði þetta ekki strax og svo kom massíf mikið af fólki og gekk fram hjá okkur og allir gátu séð númerið hans Ása, og orðinn sem að stóðu méð *til í geim með þér í nótt*. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar að Ásinn fattaði þetta. :-P

Eníveis, verð að fara að læra, má ekki vera að þessu rugli hehe


ps. hvað er málið með alla þessa íslensku raunveruleikaþætti eiginlega, ferð þetta ekki að nóg, ég bara spyr?
einn sem er búinn að fá nóg.

|

fimmtudagur, desember 08, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 3. Úff, var að koma úr fílunni. Gekk bara þokkalega svona. Maður var allavega að gera sitt besta, það er ekki hægt að biðja um meira en það frá manni.
Gærdagurinn var fínn, allavega tókum við strákarnir flott sessjón, stöddí sessíjón í lögbergi hehe. ;-)=

Dagurinn í dag verður svipaður, læra, læra læra. Djís hvað ég hlakka til að verða búinn og fara í jólafrí. Þangað til segi ég bara jóla-hvað??? =)

kveðja

Atlinn, sem er að drukkna í lærdóminum.

|

Bris-bane...
...er borg í Ástralíu. Skemmtilegt nafn á borg.

|

Fokk jú...
...Immanuel Kant!




Þú ert leiðinlegur gaur.

Á morgun heldur leiðindarbloggið áfram.

|

miðvikudagur, desember 07, 2005

Leiðindarblogg...
...færsla 2. Ef að einhver hefði sagt við mig fyrir helgi að ég ætti eftir að borða á sama stað og Gunnar í Krossinum í þessari viku þá hefði ég sagt við þann aðila hann eða hún væri geðveikur. ;)
En viti menn, ég borðaði á sama stað og Kross-Gunni í kvöld!
Annars er bara lítið að frétta, en á kafi í lærdómnum, djís hvað Fílan er fúl, skil núna hvaðan hún fær nafnið sitt.
Má samt ekki vera að eyða tímanum í að blogga of mikið, bækurnuar bíða.

See ya, wouldn't wanna be ya...
...nei bara djók ;) ;)

|

þriðjudagur, desember 06, 2005

Lærí, lærí...
...lærí. Alveg brjálað að gera hjá manni þessa dagana. Vá, verkefni á verkefni ofan. Heimapróf og lokapróf. Hvar ætli að þetta endi, ég veit það ekki maður. En svona er þetta þegar að maður er í Háskóla, hehe ;)
Annars var maður bara spakur í gær. Var að læra er strákunum í Árnagarði þangað til um miðnætti. Þeir eru þokkalegir gaura, aldrei leiðinlegt með þeim. You know what I mean :-P
Maður má nú varla vera mikið að því að blogga, þá er maður að stela tíma frá lærdóminum. Jésús, ætlar þetta engan endi að taka?

Alla vega, kveð í bili frá Árnagarði...

over and out.

|

mánudagur, desember 05, 2005

Næstu daga mun...
...ég einungis skrifa það sem mér finnst vera leiðindarblogg. Þetta mun verða svona blogg sem enginn nennir að lesa nema þeir/þær sem hafa ekkert að gera. Þetta munn líka verða svona blogg sem að er gjörsamlega innihaldslaust og mun alls ekki fræða fólk um mikilfengleika lífsins. Ég byrja á morgun og mun reyna að blogga daglega.

|

fimmtudagur, desember 01, 2005

Að draga...
...dilk á eftir sér hlýtur að vera eitt það allra leiðinlegasta sem að gera. Hvernig getur atburður dregið dilk á eftir sér? Til fjandans með þennan dilk, ég vill ekki sjá hann nálægt mér.


Myndir þú vilja hafa þennan illa dilk í eftirdragi? Nei, ég hélt ekki.

|
eXTReMe Tracker