þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ég er búinn að fá hundleið...
...á Adolf Hitler og bókinni hans Mein Kampf. Það er ótrúlegt hvað ein bók getur verið leiðinleg. Þegar ég er að tala um að Mein Kampf sé leiðinleg bók, þá á ég ekki við inntak bókarinnar, sem er ofsafullt hatur. Kallgreiið var bara svona skelfilega leiðinlegur penni að það er að drepa mig. Að hugsa sér, næstum 60 árum eftir að hann drap sig getur hann samt ennþá drepið fólk úr leiðindum.

Ég held að ég hafi aldrei verið eins þreyttur og ég er núna, ég varla get haldið mér vakandi. Hvernig væri ef maður þyrfti ekki að sofa? Dagurinn væri lengi að líða.

Menntaskólanemarnir eru komnir á kreik hér á Þjóðarbókhlöðunni. Þeir fara svolítið í taugarnar á mér, aðallega vegna þess að þeir og þær halda að þau séu svo dugleg að læra allan daginn af því að þau eru að læra á Hlöðunni. Það er nú bara ekki þannig, hate to brake it to you smælingjar, drullisti að læra í ykkar skóla, þið eruð að taka pláss af okkur hinum.

Er ég að missa mig í e-ð reiðiskast? Reiði er ein af dauðasyndunum sjö, þið sem hafið séð S7ven, þá var síðasta morðið framið vegna reiði, reiði Herra Brad Pitt. Ég ætla að hæta að vera reiður.

Kjærleiksbjarnastara og allt það...

|

mánudagur, nóvember 29, 2004

Hver man ekki eftir...
Sensodyne tannkrem, og þú færð skínandi fínar tennur!

|

Nöldur...


Nöldur er skrítið orð. Að vera að nöldra er það sama og vera að tuða. Nöldur getur verið leiðinlegt, langdregið, pirrandi og tilgangslaust. Hins vegar nöldrum við oft. Ég er búinn að vera að nöldra yfir því núna í langan tíma hvað mér finnst leiðinlegt að lesa Mein Kampf en það lagast ekkert við það, hún er enþá jafn ógeðslega leiðinleg lesning. Þess vegna hef ég verið nöldrari undanfarið. Nöldur öðlast líf í nöldrara. Því hef ég gefið líf, er faðir ákveðins nöldurs, sem ætti að gera mig afar stoltan því þar með hef ég skapað eitthvað. Mér þykir vænt um nöldrið mitt, ef ég gerði það ekki ætti ég ekki skilið að eignast barn. Ef mér þætti ekki vænt um nöldrið mitt væri ég að afneita því sem ég hef skapað, eitthvað sem væri ekki til án mín, alveg eins og barn. Ég elska nöldrið mitt og stoltur af því, alveg eins og ég verð stoltur af barninu mínu í framtíðinni.
Svakalega er stelpan sæt sem situr fyrir framan mig hérna á Þjóðarbókhlöðunni, ég hef verið svolítið skotinn í henni í vetur, á ég að fara að tala við hana, nei ég þori því ekki. Það er auðvelt að vera hugrakkur heima hjá sér og ímynda sér að maður geti labbað upp á hverri sem er og hnykklað vöðvana til að heilla upp úr skónum. Ég er bara kveif, eins og allir aðrir karlmenn þegar kemur að þessum málum, allt of feiminn. Svo er ég ekki viss um að hún þoli nöldrið í mér, finnist ekki vænt um það, hvernig getur slíkt samband gengið? Af hverju sína stelpur aldrei frumkvæði, stelpur sem maður er svolítið hrifinn af, brosa í áttina til manns jafnvel verða vandræðalegar í návist míns, mér sýnist hún ekki vera neitt svakalega vandræðarleg. Kannski er hún að hugsa það sama og ég, pæla af hverju ég komi ekki og hnykkli mína vöðva og heilli sig upp úr skónum. Shit maður á ég að gera það? Mig langar... andskotinn ég þori því ekki.

|

Ég á mér aðdáendur út um allan heim...
...eða það held ég allavegana. Að minnsta kosti er eitthver kærleiksrík manneskja í Hollandi sem hefur slíkan áhuga á mér að hún/hann hefur verið að leita af upplýsingum af mér á netinu. Hvernig veistu það Atli? Spyrja lesendur sig eflaust núna. Málið er nefnilega að ég er með svona teljara á síðunni minni og einn af þeim fítusum sem þessi teljari hefur er að hann gefur upp hverjir hafa verið að skoða síðuna mína, þ.e. ef smellt hefur verið á tengil sem leiðir á mína síðu. Ég var að skoða áðan hverjir hafa verið að kíkja á kallinn undanfarið og rak þá augun í það að ég hafði fengið heimsókn frá Google, leitarvélinni. Auðvita varð ég forvitinn og tékkaði á því hvað þetta var og sá ég þá að eitthver hefur verið að nota hollensku Google leitarvélina og slegið upp Atli Rafnsson. Hver þetta er hef ég ekki hugmynd um en óneitanlega kítlar þetta egóið mitt, að ég eigi mér hollenskan aðdáenda. Minn kæri hollenski vinur, segðu mér hver þú ert, annars dey ég úr forvitni og það má ekki gerast.

|

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hvað er undirstúka?

Undirstúka er hluti af heilanum og gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar því hún stýrir heiladingli. Hlutverk undirstúku er;

1)Hún tengir hjarnabörk og lægri stöðvar dultaugakerfisins. Með örvun á ákveðna hluta undirstúku er hægt á hjartstætti. Hún er mikilvægur tengiliður hugar (vitsmuna) og líkamsstarfssemi.

2)Hún hlekkjar taugakerfi og innkirtla. Bæði kerfin tengjast heiladingli hvað byggingu og starfsemi varðar. Áður hefur verið rætt hvaða hormón það eru og hvernig þau virka.

3)Undirstúka tekur þátt í viðhaldi vökvajafnvægis. Einnig hefur það verið útskýrt fyrr.

4)Hún stillir líkamshitann.

5)Matarlystar- og mettunarstöðvar í undirstúku stilla átþörf.

6)Undirstúka hefur áhrif á kynhegðun og geðshræringar Þar eru staðsettar miðstöðvar sem meta hvort atburðir eru ánægjulegir eða sársaukafullir.

Undirstúka stýrir heiladingli eins og áður hefur verið minnst á. Undirstúkan myndar tvö hormón, oxitósín og þvagtemprandi hormón sem afturhluti heiladinguls losar.

1)Oxitósín, stundum kallað hríðarhormón sem:
a)Örvar samdrætti í sléttum vöðvum legs við fæðingu.
b)Örvar samdrátt í sléttum vöðvum mjólkurkirtla og þar með losun mjólkur þegar barn tottar brjóst.
Einnig eru til kenningar um að það örvi samdrátt í sléttum vöðvum í sáðrás karlmanns.

Undirstúka stýrir einnig framhluta heiladinguls, þ.e segir framhluta að framleiða og losa sex mismunandi hormón:
1)Prólaktín sem örvar mjólkurmyndun í mjólkurkirtlum.
2)Vaxtarhormón (somatotrópín) sem örvar líkamsvöxt með því að örva prótínmyndun.
3)Stýrihormón skjaldkirtis sem örvar skjaldkirtil til myndunar þýroxins.
4)Stýirhormón nýrnahettubarkar sem örvar nýrnahettubörk til myndunar barkstera.
5)Stýrihormón kynkirtla eða eggbússtýrihormón sem örvar kynkirtla til myndunar kynfruma þ.e eggfrumna hjá konum og sæðisfrumna hjá körlum, ekki má gleyma estrogeninu hjá konum.
6)Stýrihormón kynkirtla eða gulbústýrihormón sem svo aftur örvar kynkirtla til myndunar kynhormóna.


Vonandi að þessi litli pistill minn um undirstúkuna hafi frætt ykkur lesendur dulítið.

|

mánudagur, nóvember 22, 2004

Svakalega er ég ánægður með nýja tannburstann minn. Þetta er Reach tannbursti og hann nær á alla staði í munninum. Nú eru tennurnar mínar alltaf hreinar og fínar. Ég vorkenni fólki sem á ekki þennan nýja Reach tannbursta, því þeirra tennur eru ekki jafn hreinar og fínar. Allavegana segir það í auglýsingunni. Svo má ekki gleyma nýja Colgate tannkreminu mínu, sem gerir tennurnar mínar skýnandi hreinar og fínar þannig að ég brosi allan daginn og geri það stoltur.

|

föstudagur, nóvember 19, 2004

Hvað varð um...
...Fat Albert? Hvað varð um... liðurinn er kominn aftur á kreik og nú er það gamlar teiknimyndir. Hver man ekki eftir ævintýrum Alberts feita? Saman leystu hann og hans vinir afar spennandi sakamál með miklum sóma. Nú er meira að fara að opna frumsýning á nýrri kvikmynd um kappann sem sýnd verður um jólin.
Albert feiti og gengi hans

Nú er könnunin sú, hvað munið þið, lesendur góðir, eftir mörgum öðrum eðal teiknimyndaþáttu, og það er bannað að segja He-Man og Thundercats!

|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Eins dauði er annars brauð...

...því þessi svakalega pest sem greyið kennararnir hafa nælt sér í hefur verið atvinnuskapandi fyrir mig. Ég er nefnilega að kenna í dag. Ég vorkenni kennurunum. Þeir fara í verkfall, krefjast boðlegra launa, fá skítadíl sem miðlunartillagan var, sett á þá lög sem hindrar það að verkfallið fái að halda áfram og ef ekki tekst að semja mun deilan fara fyrir gerðardóm, þar sem næsta víst er að þeim verði dæmt lægri launahækkun er miðlunartillagan innihélt. Það er því ekki skrítið þó svo að aumingja kennararnir verði veikir,
Helgin var stórfín í flesta staði, skemmti mér afar vel. Allir þeir sem að henni stóðu eiga hrós skilið.

Fyrirgefning syndana er stór þáttur í lífi margra manna. Ég reyni að lifa eftir þessari reglu, enda kristinn maður. Stundum kemur fyrir að maður geri hluti sem maður sér eftir, hluti sem geta haft slæmar afleiðingar og eyðilagt vinskap. Það er alltaf slæmt þegar það gerist. Um daginn gerði ég hlut sem ég átti ekki að gera. Afleiðingin var slæm, ég særði manneskju sem ég taldi vera vin minn og mér líður illa yfir því. Ég vill biðjast fyrirgefningar á því, þetta var allt mér að kenna og ég sé eftir þessu, af öllu hjarta. Fyrirgefðu.

|

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Hver þessara frjálsíþróttakvenna er kynþokkafyllst?

Daniela Bartova, stangastökkvari frá Tékklandi?
Daniela Bartova

Heike Dreschler, langstökkvari frá Þýskalandi?
Heike Dreschler

Carolina Kluft, sjöþrautarkona frá Svíþjóð?
Carolina Kluft

Stefka Kostadinova, hástökkvari frá Búlgaríu?
Stefka Kostadinova


Hver er kynþokkafyllst?

|

mánudagur, nóvember 08, 2004

Hvað varð um...
Jake and the fatman?

Þessi stórkostlegi þáttur var sýndur í sjónvarpi allra landsmanna við gríðarlega miklar undirtektir. Aðalleikararnir voru William Conrad og Joe Penny, menn sem allir Íslendingar ættu að þekkja. Þættirnir vor framleiddir á árunum 1987-1992 og fjölluðu um Jake (sem leikinn var af gæðaleikaranum Joe) og Fatman (stórleikarinn William). Saman þusstu þeir um götur Los Angeles og Honolulu. Glæpamenn og koddaþjófar áttu ekki möguleika gegn þessum kyndilberum réttvísinar.
Lesendur góðir, munið þið eftir álíka þáttum úr sjónvarpinu, og það er bannað að segja Matlock.

|

mánudagur, nóvember 01, 2004

Skandalfur...




Er þetta framtíð íslenskra barna?

|
eXTReMe Tracker