miðvikudagur, janúar 28, 2004

Maturinn á Stjörnutorgi Kringlunnar er viðbjóður! Ég, matgæðingurinn, fór þar til að kaupa mér í svanginn þar sem ég var í kringlunni og var svangur. Fékk mér kínverskanrétt sem var svo vondur að ég breyttist næstum því í dverg. Hmmm... hvernig ætli það sé að vera dvergur. Örugglega ekki slæmt. Maður gæti enþá farið í öll tækinn í húsdýragarðinnum því maður er ekki orðinn of stór. Ef ég væri dvergur, sem ég breyttist næstum því í áðan, myndi ég alltaf fara í ríkið klæddur eins og lítið barn bara til að vita hvort ég fengi almenna þjónustu. Dvergar, þeir eru skemmtilegir svo ekki sé meira sagt. Dvergar koma mér alltaf í gott skap. Þess vegna væri ekki leiðinlegt að eiga einn dverg eins og kóngarnir áttu allir hérna í gamla daga til að stytta sér stundir á dimmum og drungalegum dögum.
Nú er kominn miðvikudagur og allt gott um það að segja. Ég ætla ekki að skrifa meira um það.

|

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég fór í skólann í dag, sem væri náttúrulega ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég hef ekki farið í skólann í viku. Fór í tvo tíma sem voru glataðir því að ég sat aftast og sá ekki neitt á töfluna því ég gleymdi gleraugunum mínum heima. Ég er gleraugnaglámur.
Ég er kominn í kjörstjórn fyrir háskólakosningarnar, er fulltrúi heimspeki-deildarinnar. Ég lenti eiginlega allveg óvart í þessu, var spurður hvort ég nennti að starfa fyrir Röskvu aðeins og svo fékk ég bara e-mail að ég væri kominn í kjörstjórn. Tjahh, maður er bara að sigra skólann skref fyrir skref.
Var uppi Árnagarði í kvöld að taka upp heimildarmynd fyrir árshátíð Fróða. Allt í einu kom róni inn í bygginguna og byrjaði að tjatta við okkur. Ég nennti ekki að tala við hann og skallaði hann! Nei bara djók.
Ánægður með að loksins nennti eitthver að hrifla eitthvað í gestabókina, endilega geriði meira af því, það gleður littla sál eins og mína.

Ég vildi óska þess að ég fyndi eitthverntímann frosk sem væri í álögum því þá myndi ég kyssa hann og froskurinnn myndi breytast í fagra prinsessu og við myndum lifa hamingjusöm til æviloka. Lengi má mann dreyma.

|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Þá er það staðfest, íslenska landsliðið í handbolta drullaði á sig á stórmóti einu sinni enn.
Þjóðarpúlsinn sem ég tók sýndi það samt að allir trúðu því að þeir myndu standa sig vel á þessu mót en svo fór sem fór. Hérna koma niðurstöðunar:

Hvernig mun landslidinu ganga a EM?

Answers Votes Percent
1. Their eiga efir ad drulla a sig! 0 0%
2. na ekki i undanurslit 1 20%
3. 1-4 saeti 2 40%
4. komast i urslitaleikinn 1 20%
5. their vinna!!! 1 20%



|

föstudagur, janúar 23, 2004

Jæja, þá er þessi kennsluvika á enda. Það er fínt að kenna leikfimi, það er samt brjálaður hávaði allann tímann en það er allt í lagi svo sem.
Ég fór aðeins á Snæland-vídeó í gær, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að allt í einu kemur eitthver kall og leggur bílnum sínum fyrir framan sjoppuna og byrjar að bóna bílinn sinn. Þetta er einmitt rétti staðurinn til að gera bílinn sinn fínan.
Ekki byrjaði landsliðið okkar vel á EM í gær. Tap í fyrsta leik. En svona er þetta. Mér fannst reyndar auglýsingin með Loga Geirs allveg snilld.
Fór á Hansen í gær, til að drekkja sorgum mínum. Þar hitti ég alþingismann og ég hugsaði með mér, djöfull búum við í littlu landi. Svo fór ég að sofa og dreymdi að tvær stelpur væru að reyna við mig, þær fóru að rífast og síðan að slást. Skemmtilegur draumur.
Fariði svo að kvitta aðeins í þessa blessuðu gestabók.

|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Það er búið að vera hasar hjá mér undanfarið. Um síðustu helgi var mót hjá stúlkunum mínum sem haldið var á Seltjarnarnesi, þeim útnára stór-Hafnarfjarðarsvæðisins. Gekk bara sæmilega.
Ég ætlaði að fara á djammið á föstudaginn, meira að segja að kíkja í Idol-partý til að taka þátt í þeirri múgsefjun sem átti sér stað vegna keppninnar. En vegna veðurs komst ég aldrei í þetta partý, sem var bara allt í lagi því það komst enginn annar. Í staðinn fór ég í Röskvu partý á Skólavörðustígnum sem var ágætispartý því Ölinn var aðeins á 200kall. Það er bara ekkert verð!!! Þetta var ansi athyglisvert partý, þar hitti ég margan sérstakan manninn en skemmti mér samt alveg bara þokkalega.
Ég nenni ekki að skrifa um Idolið.
Ég byrjaði í gær að kenna leikfimi sem ég tók að mér í eina og hálfa viku. Ein nemandi spurði hvort ég væri leikari, annar hvort ég væri Simmi úr Popp-tíví og sá þriðji hvort ég talaði inn á teiknimyndir. Skrítnir krakkar.
Asskoti hef ég nú samt verið latur að skrifa undanfarið. Ég ætla að reyna að bæta mig.

Krullur eru sexí samkvæmt þjóðarpúlsinum og því hlýt ég að vera sexí. Niðurstöður síðustu könnunar sýnir það svart á hvítu.

Eru krullur sexi?

Answers Votes Percent
1. Alls ekki! 5 36%
2. Eg elska rollur 1 7%
3. Krullur eru gedveikt sexi 8 57%

Það er gaman að vera sexí.

Endilega farið að kvitta í gestabókina mína, það hefur enginn nennt því í einn mánuð og kvelur það mína litlu sál. Ég er búinn að breyta útlitinu svolítið segið mér hvað ykkur finnst.

|

mánudagur, janúar 12, 2004

Jó hundar kvað seijiði got í dag. Íddag er vitlösi sdavsedninkardaggurin ok ædla jég að tyleinka mér þvý vydlösa sdavsetngu þarav leiþandi.
Ðedda er búinn aþ vera svakkalek helgy, 4 dakar ý frýi ok nais. For a landnsleigg ý hantbolda meþ fr. Klum ý gær ok saú pildana oggar legja Svis naista öþveldlegga.
jek neni ekgi ad sgriva meyra ý byli.

|

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ahhh,,, skólinn byrjaði aftur í dag. Líst bara ágætlega á töfluna mína svo ekki sé meira sagt. Ég er með tvo frídaga í viku, föstudaga og mánudaga sem þýðir bara það að ég er með fjögra daga helgi. Nicht schleckt! Svo sýnist mér ég vera með ansi magnaða kennara og þar á meðal Ögmund Jónasson alþingismann.
Ætla að fara að kenna á morgun, æska landsins kallar á menntun og ég ætla að sinna því kalli.

Menntun er sverð
börn eru máttur
kenna þeim ég verð
þannig að ég verði sáttur.

|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Var boðið í gærkvöldi í mat til JP co. Maturinn var ekki af verri endanum (hvar er verri endinn eiginlega?) því á boðstólnum var hreindýrakjöt eldað af Rúnari kokki (gaurinn sem var með heima er best þáttinn á RÚV). Rúnar you are my favorite kokk! Þetta var mjög gaman og skemmtilegt kvöld, Gumma og Dodda Gaines var líka boðið sem og Önnu Steinunni, ástkonu JP Polmasin. Svo voru líka Ásdís Polmasin og Rúnsi kokkur með littlu prinsessuna sína auk Pálma pípara og Gunnu heimspeki hjúkku sem stóðu fyrir herlegheitunum.
Á morgun byrjar svo skólinn aftur með gríðarlegri hörku. Á meðan er ég bara að kenna í Sítbörgsskúl sem er yndislegt. Krakkarnir eru svo vitlausir sem ég er að kenna. Ég er búinn að finna ljóskur framtíðarinnar og eru þessar ljóskur í hæðsta gæðaflokki skemmtanalega séð. Einn þeirra lýsti því yfir í gær að hún hefði verið í næstum hálftíma að þeyta matreiðslurjóma um síðustu helgi án þess að eitthvað gerðist. Henni datt ekki hug að skoða umbúðirnar þar sem stendur stórum stöfum "EKKI HÆGT AÐ ÞEYTA!". Samt er þetta ekkert á við eina stúlku sem eitt sinn gegndi stöðu gjaldkera hjá Nemendafélagi Flensborgar. Hún var að senda fax í annan skóla á fullu þangað til að hún fékk fax til baka þar sem á stóð "Við höfum fengið faxið, hættu að senda". Þessi ágæta stelpa skildi þetta ekki hvernig þau hefðu getað fengið faxið því það kæmi alltaf út úr faxvélinni og færi ekki í gegn.
Jæja,ég þarf víst að fara í næsta tíma. Menntun ungdómsins hvílir á mínum herðum.

|

mánudagur, janúar 05, 2004

Það kom að því. Til hamingju Brittney Spears Alexander og Jason Alexander með giftinguna, þetta er stór áfangi vonandi hjá ykkur. Það tekur mig reyndar sárt að heyra að þið ætlið að skilja strax, asskoti hlýtur Jason að vera lélegur í rúminu.
Fór að kenna í morgun, ansi fínt að fá loksins eitthvað að gera. Var að kenna 7.bekk, mikið er nú þægilegt að vera læra ensku í dag því ensku tímarnir hjá .þessum krökkum fara í það að horfa á Friends og Malcom in the middle ótextað. Frábært að fá laun fyrir það.
Það voru ótrúlegar niðurstöður úr síðustu könnun, Heidi Klum er víst bara vinkona mín eins og sjá má á þessum tölum.


Fylgja ofurskuttlur ofurskuttluvinkonum?

Answers Votes Percent
1. svo sannarlega 1 13%
2. tjah, eg veit thad ekki 2 25%
3. Heida Bjork=Heidi Klum 3 38%
4. Eg er ofurskuttla 2 25%

Svo vil ég vinsamlegast biðja ykkur lesendur góðir að taka þátt í nýju könnuninni.

|

sunnudagur, janúar 04, 2004

Afi gammli átti afmæli í gær og í tilefni dagsins var haldin stórveisla handa honum. Þetta var svona suprize veisla og heppnaðist vel. Til hamingju með daginn í gær afi minn.
Fékk óvænta símhringingu frá Ameríku í gær, vinkona mín Claudia Ciske hringdi til að segja gleðilegt nýtt ár. Það var virkilega gaman að tala við hana og svo endaði samtalið með því að hún spurði hvenær ég ætlaði eiginleg að kíkja í heimsókn til heimaborgar hennar Milwaukee. Djöfull langar mig til að fara. Í raun langar mig bara að fara eitthvað, væri í raun alveg til í að taka mér langt frí frá vitleysunni hér á Fróni og fara burt. Svona er þetta hugurinn leitar alltaf út, að skoða heiminn. Djöfull hlakka ég til að byrja aftur í skólanum. Þá fer maður að gera eitthvað aftur, eiga sér líf. Í jólafríinu fór ég einu sinni í bíó og einu sinni í partý. Það var allt sem ég gerði. Þannig er þetta með okkur, við segjumst alltaf ætla að gera svo mikið en endum alltaf með því að loka okkur frá umheiminum og tala varla við vini sína né óvini. Sem leiðir hugann að einu. Ég tel mig vera í vinahópi nokkra góðra vina. Þykir mér ansi vænt um þessa vini mína, annað væri náttúrulega skrítið. Það sem mér finnst hins vegar skrítið er að við tölum nánast aldrei saman. Einu skiptin sem við hittumst er þegar við förum í sameiginlegt partý sem eru ágæt svo sem en samt hálfskrítin þar sem helmingurinn er að detta í það með tilheyrandi vitleysu og rugli meðan hin helmingurinn er edrú (alls ekkert að því) og er ekki sama fíling því þeir sem eru edrú eru oft ekki að fíla þá sem á fylliríi. Ég öfunda alltaf þá sem eru í svona vinahópum sem hittast reglulega og gera eitthvað saman t.d. spila eða horfa á spólu saman. Ég man ekki eftir því hvenær við gerðum eitthvað svoleiðis saman en það er orðið ansi langt síðan. Það væri gaman að fara að heyra í sumum.
Wúff, maður er bara orðinn dramantískur. Jæja, ég nenni ekki að skrifa meira í bili. Adios amigos

|

föstudagur, janúar 02, 2004

Gleðilegt nýtt ár. Nú er 2004 gengið í garð og vonandi verður þetta jafn gott ár og það síðasta var. Síðasta ár var allavegana alveg helvíti fínt hjá mér.
Íþróttamaður FH var kosinn á gamlársdag og hlaut sprettkonungurinn og tæknitröllið Heimir Guðjónsson fótboltakappi heiðurinn að þessu sinni. Til hamingju Heimir þú áttir þetta skilið að mínu mati.
Djöfull var mikið sprengt upp á gamlársdag. Ég og Tryggvi bróðir gerðum okkar besta til að fagna nýju ári og skutum upp nokkrum tertum. Skaupið var lala svo ekki sé meira sagt. Svo má ekki gleyma áramótabrennunni miklu sem var á Ásvöllum. Eitthvað stórlega fór skipulagning þeirrar brennu úr skorðum því þetta var meira svona eins og kyndill svo lítil var brennan. Ég held meira að segja að ef ég hefði prumpað á logandi eldspýtu hefði ég getað framkvæmt meiri eld en var þarna. Nóg um það, fór svo á Hraunholt í áramótapartý Hemma feita. Helvíti gaman, margt um manninn og fjör.
Hmmmmm.... Æ hev noþín mor tú sei for ná. Over and out.

|
eXTReMe Tracker