mánudagur, júlí 26, 2004

Helgin er búin og vikan er hafin, afhverju ætli helgi heiti helgi á íslensku? Hlýtur að vera gamall arfur frá því í gamla daga þegar helgin var heilög og ekkert mátti gera, nema þá fara í kirkju. Í dag er helgin ekkert heilög lengur, fólk hamast við að stunda ósiðlegt líferni alla helgina, skyndikynni, áfengisdrykkja fram úr hófi og yfirleitt óhollur matur. Helgin sem einkenndi helgina í denn er því horfin, helgin er því óhelg í dag. "Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ha, ætlarðu í kirkju og ekkert djamm?" Þess vegna tel ég að það sé réttara að kalla helgina vikuendi, eins og gert er í kringum okkur, helgin er ekkert helg lengur. Subbuleg helgi er engin helgi en subbuleg vikulok er góð skemmtum. Ég átti ansi subbuleg vikulok, lokin voru ekkert helg hjá mér. Reyndar var lítið um skyndikynni en allt hitt ofantalið á við um líferni mitt um vikulokin. Er ég stoltur að því að lifa subbulega, tjahh... já já, ég allavegana skemmti mér þokkalega vel og er ekki með samviskubit yfir því að hafa vanvirt helgidóm helgarinnar því þetta var ekki helgi heldur voru þetta bara vikulok.
Ég veit ekki hvað ég kem til með að skrifa mikið næstu tvær vikur, á morgun ætla ég að hundskast til Spánar og vera þar í sól og yl.

Adios amigos i amigas

Senjor Atli kveður klakann í bili

|

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Sæti Félag Stig

1. FH   20
2. Fylkir 19
3. ÍBV    18
4. ÍA      17 
5. Keflavík  15
6. kr  14
7. Víkingur  14
8. KA  11
9. Grindavík  11
10. Fram  7
 
 
Ég ætla ekki að tjá mig meira um fótbolta í dag, taflan segir allt sem segja þarf.

|

föstudagur, júlí 16, 2004

Fæðingarblettir, hvað er nú það?


 
Ég er með nokkra fæðingabletti, ekkert sem er merkilegt að segja frá, bara svona nokkra eins og allir. Ég hef samt oft velt því fyrir mér afhverju ég er með bletti.  Þess vegna skellti ég mér á heimasíðu http://www.cutis.is/ellen.htm Ellenar Cutis. Hún hefur þetta að segja um fæðingabletti.
Fæðingarblettir eru ljós- eða dökkbrúnir blettir á húð, sem eru samsettir úr svokölluðum nevusfrumum og litfrumum. Sortuæxli er litfrumukrabbamein, en litfrumur gefa húðinni lit eftir sólargeislun. Mikilvægt er að gera greinarmun á venjulegum og óreglulegum fæðingarblettum.
 
Óreglulegir fæðingarblettir virðast frekar breytast og mynda sortuæxli en venjulegir fæðingarblettir. Hormónaáhrif geta valdið breytingum á fæðingarblettum t.d. meðan á meðgöngu stendur og er þá rétt að láta skoða þá bletti. Meiri hætta er á sortuæxlum í meðfæddum fæðingarblettum og rétt að leita læknis strax ef breytingar verða á þeim.
Litur: Ljós- eða dökkbrúnir, jafnlitir. Allir blettir á sömu manneskju líkjast hver öðrum.
Lögun: Kringlóttir eða ávalir og skarpt afmarkaðir frá húðinni í kring.
Yfirborð: Flatt og jafnt þegar bletturinn myndast fyrst, en hann getur orðið upphækkaður eða myndað jafna bólu með aldrinum.
Stærð: Yfirleitt smærri en 5 mm (stærð á strokleðri á blýanti).
Fjöldi: Fullorðið fólk hefur að meðaltali 10-40 fæðingarbletti dreifða um líkamann.
Staðsetning: Venjulega fyrir ofan mitti þar sem sólskin nær til. Hársvörður, brjóst og þjóhnappar eru yfirleitt fæðingarblettalaus svæði.

Óreglulegir fæðingarblettir  

Litur: Blanda af ljósbrúnu, dökku og e.t.v. rauð/bleiku í hverjum bletti. Blettirnir eru oft ólíkir hver öðrum.
Lögun: Óreglulegar og óljósar brúnir, þ.e. blandast stundum inn í húðina umhverfis.
Yfirborð: Getur ýmist verið jafnt, aðeins hreistrað eða hrjúft, óreglulegt og örðótt.
Stærð: Oft stærri en 5 mm og stundum stærri en 10 mm.
Fjöldi: Sumir eru með 10-40, hins vegar eru aðrir með yfir 100 bletti.
Staðsetning: Geta verið hvar sem er á líkamanum en algengast er að þeir séu staðsettir á bakinu. Stundum eru þeir fyrir neðan mitti, í hársverði, á brjóstum og á þjóhnöppum.
 
Fór að fá mér öl í gær enda ærin ástæða til, Rembrandt átti afmæli og ég vildi fagna því. Ég hef ákveðið að hér eftirleiðs mun ég ávallt halda upp á afmæli Rembrandts þann 15. júli ár hvert.

|

fimmtudagur, júlí 15, 2004



Tékkiði á þessu...

|

Á þessum degi árið 1606 fæddist afar merkilegur maður. Enginn annar en Rembrandt van Rijn, málarinn mikli, kom í heiminn í borginni Leiden í Hollandi. Rembrandt er einn af mikilfenglegustu listmálurm sögunar og erum mörg mögnuð málverk eignuð honum og var hann fyrirmynd margra listmálara sem upp komu í Evrópu á seinustu öldum. Ekki nóg með það að Rembrandt hafi fæðst á þessum degi heldur fæddist árið 1919 geisi fögur stúlka að nafni Iris Murdoch í Dublin á Írlandi. Iris þessi var gerð ódauðleg nú nýverið þegar gerð var kvikmynd um ævi hennar. Í þeirri mynd léku stórleikkonunar Judi Dench og Kate Winslet rithöfundinn fræga og fór mikill rómur af þeirra frammistöðu.
Já 15. júlí er afar merkilegur dagur í mannkynnssögunni. Hvert stórmennið á fætur öðru hefur fæðst á þessum degi og skipar þessi dagur mikilvægan sess í veraldarsögunni.

Hver man ekki eftir Amal Rún Qase? Ég man allavega eftir henni, hún var virk í pólitík hér fyrir nokkrum árum síðan en hvarf síðan af sjónarsviðinu. Ég fór því að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um hana og lagðist í smá rannsóknarvinnu á netinu. Amal Rún Qase fæddist í hinu stríðshrjáða landi Sómalíu árið 1963 en fluttist til Íslands ung að árum. Hún dvaldist í Englandi um skeið þegar hún var um tvítugt við nám og bjó þá á stúdentagörðum á vegum KFUM. Meðan á dvöl hennar stóð í Englandi varð á vegi hennar ung kona frá Sómalíu, allslaus og vinalaus, og bauð Amal henni að gista hjá sér í íbúðinni. Auk þess hjálpaði Amal Rún að útvega þessari ungu konu vinnu. Þessi unga kona heitir Warisar Dirie, betur þekkt sem eyðimerkurblómið og sem fyrirsæta. Af þessu að dæma er Amal gæðablóð hið mesta og greinilega mannvinur hinn mesti. Í kringum þrítugt var Amal Rún afar virk í pólitík og starfaði á þeim vettfangi um skeið. Lítið hefur farið fyrir henni undanfarinn ár en mér tókst nú samt að grafa það upp að hún er í foreldrafélagi Landakotsskóla og starfar þar sem meðstjórnandi og efa ég ekki að hún geri það með miklum sóma.

|

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Í dag hef ég ákveðið að vera dapur...

|

mánudagur, júlí 12, 2004

Hvað gerir brisið eiginlega? Þetta er spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér síðast liðnar vikur og ákvað nú loksins eftir miklar hugleiðingar að drífa mig í rannsóknarvinnu og finna út hvað þetta merkilega líffæri gerir. (Mikið svakalega var þetta löng málsgrein hjá mér.)
Briskirtill er stór kirtill, sem liggur milli maga og skeifugarnar í kviðarholi.
Brisið er bæði inn-og útkirtill.Blóðæðar til briss og skeifugarnar
Stærsti hluti hans er opinn meltingarkirtill er framleiðir margs konar ensím sem áhrif hafa á meltinguna. Í kirtlinum eru einangraðir frumuhópar, Langerhanseyjar sem eru algerlega óháðar opna hluta kirtilsins.
Í Langerhanseyjunum má greina þrenns konar frumuhópa:
Alfa (A) frumur sem eru u.þ.b. 25 % eyjaklasans og mynda hormónið glúkagon sem viðheldur háu sykurmagni í blóði með niðurbroti glýkógens. Það örvar líka losun insúlíns.
Beta (B) frumur sem eru u.þ.b. 60 % eyjaklasans og mynda hormónið insúlín sem viðheldur lágu sykurmagni í blóði.
Delta (D) frumur sem eru u.þ.b. 10 % eyjaklasans og mynda hormónið sómatóstatín sem hindrar losun insúlíns og glúkósans og dregur úr frásogi næringarefna úr meltingarfærum og hefur óbein áhrif á sykurjafnvægið. Insúlín og glúkagon eiga einmitt mikilvægan þátt í temprun blóðsykursins.

|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Núna ætla ég að skrifa um Tse-tse fluguna.
Tse-tse flugan dregur nafn sitt af af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland. Tse-tse ófreskjan
Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra sjúkdóm sem heitir svefnsýki.
Svefnsýki er alvarlegur sjúkdómur, mjög útbreiddur á hitabeltissvæði Afríku. Áberandi einkenni sjúkdómsins eru hiti, langvarandi svefndá, svefndrungi, skjálfti og þyngdartap. Það sem veldur þessum sjúkdómi eru sníkjusvipungar af ættbálkinum Trypanosoma sem lifa í blóði og vessum hryggleysingja og hryggdýra.
Tse-tse flugan í ástarleikjum
Tsetse-flugan ræðst yfirleitt á dökkan flöt til að sjúga blóð. Til dæmis er hvíti hlutinn á sebrahestum oftast viðkvæmari fyrir bitum tsetseflugunnar. Sumir fræðimenn telja þannig að hvítu rendurnar hafi þróast til að verjast ásókn þessara skæðu flugna.
Kvenkyns tsetse-flugur nota óvenjulega aðferð við að fjölga sér. Þessi aðferð felur í sér varðveislu hvers eggs sem þróast fram á þriðja lirfustig áður en flugan verpir egginu.
Stærð flugunnar er frá 6 til 14 mm og hún er kröftuglega byggð. Þær eru gulbrúnar að lit. Afturbolurinn er einlitur eða röndóttur, fer eftir tegundum. Tveir aðgreinandi hlutir sem eru sýnilegir mannsauganu er útstandandi neftota og óvenjulegt hvasst hólf lagað eftir æðamynstrinu í vængjunum. Meginhýslar þessara flugna eru skriðdýr, sérstaklega eðlur og krókódílar. Þær bíta einnig hófdýr eins og kýr, geitur og kindur.

Vonandi hefur þessi fróðleiksmoli gangast eitthverjum í amstri dagsins...

|

Ég þoli ekki kr...

|

sunnudagur, júlí 04, 2004

Það er búið að afturkalla fjölmiðlalögin!?! Frekar óvænt en samt afar snjall leikur hjá ríkisstjórninni, hún sem var orðin svo óvinsæl. Ekki nóg með það að þessi umdeildu lög, sem voru á góðri leið með að gera toppana tvo afar óvinsæla, séu fallin heldur sparar þetta ríkinu e-ð um 200.000.000, vá hvað það eru mörg núll í tvöhundruðumilljónum.
monní monní
Þess vegna finnst mér allveg upplagt að nýta þennann penning, sem greinilega var hægt að finna til að halda kosningar (eðlilega), og setja hann í eitthvað annað, ja mér dettur kannski helst í hug menntamál eða í spítalana. Fyrst það var hægt að grafa upp allan þennan pening í þetta þá hlýtur að vera hægt að grafa upp í sömu holunni hvort það sé ekki til eitthvað "örlítið" meira. Ég hef lengi unnið með skóflu og bíð mig fram í þetta verk.

Grikkland Evrópumeistari! Shit maður, ég leifi mér að blóta.
Ætli þeir hafi mætt á völlinn?
En þeir stóðu sig vel og unnu stóru liðin, kannski að þeir eigi þetta bara skilið. Dannmörk vann Euro ´92 og enginn hneykslaðist á því, þó svo að það hafi verið jafnvel ennþá óvæntara en sigur Grikkja í dag. Þetta er sumar Grikkjanna, fyrst evrópumeistarar og svo ætla þeir að halda Ólympíuleikana í ágúst.

Ég er búinn að vera einn heima um helgina, með Tryggva þó, restin er á Essó-mótinu þar sem Rafnsson III var að spila, hann endaði í 12. sæti, það er allt í lagi. Hélt nú allveg brjálað partý í gær, með sjálfum mér og Tryggva. Við gerðum allt vitlaust í pleisinu, ég fyrir framan sjónvarpið að rottna úr leiðindum og hann að bora í naflann á sér. Við buðum engum í þetta partý og það kom enginn. Íbúðin er því í lagi, ekkert er brotið og það er ekki búið að stela sjónvarpinu. Thank god for that.

|
eXTReMe Tracker