föstudagur, nóvember 25, 2005

Hvað er...
...Guð? Er Guð hann eða er Guð hún? Þetta finnst mér vera alveg ofboðslega kjánaleg deila. Þeir sem vilja meina það að Guð sé karl benda á það að samkvæmt sköpunarsögunni er skapaði Guð Adam eftir sjálfum sér og þar sem Adam var karl hlýtur Guð að vera Karl. Ég man ekki alveg rökin fyrir því afhverju Guð er kona en þau voru eitthvað svipað kjánaleg.
Guð er nefnilega ekki karl eða kona. (Ég skrifa Guð í karlkyni því að Guð er karlkyns orð í íslensku, held ég). Guð er ekki til að vera að rífast um í kynjabaráttunni. Alls ekki. Guð er sameingartákn, tákn um góðvild manna. Umhyggja og kærleikur er Guð. Guð boðar ekki deilur eða ósætti heldur er Guð aflið sem knýr það góða.
Um daginn var ég að tala við börn og Guð bar á góma. Vangaveltur komu fram um hvort að Guð væri einmitt karl eða kona. Einn drengurinn var hneykslaður á þessu og sagði hátt og snjallt, Guð er ekki eitthver karl eða eitthver kona, hann hefur alltaf verið til. Hann er bara eins og fjall. Það er kannski ekki svo vitlaust hjá þessum pilti.
Ég held að Guð sé ekki einhver persóna. Ég held að Guð sé við, fólkið sem byggir þessa jörð. Það góða sem býr í okkur öllum, samband sem er á milli allra, samband sem við getum ekki séð en við finnum fyrir. Við getum fundið fyrir Guði þó svo að við sjáum hann ekki. Þess vegna er trúin til. Ég trúi á Guð þó svo að ég sjái hann ekki með berum augum.

|

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ég skil ekki...
...af hverju sumir ostaskerar skera ostsneiðar í riflaðarsneiðar. Ætli það sé eitthver munur á því hvort að osturinn sé skorinn í venjulegar sneiðar eða riflaðar?

|

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Ég ætla að...
...fara með litla brósa á tónleika í kvöld. Kenna honum hvernig maður hagar sér á rokktónleikum. Við ætlum í pittinn, hoppa, slamma og allt það sem á að gera. Stóri og litli. Við verðum flottir.

Guðjón, ég hef ekki yfirgefið þig!

Skák er gömul íþrótt. Skákin er mjög öldruð og hefur verið spiluð í hundruð ef ekki þúsundir ára. Á tímabili þegar karlmenn réðu ríkjum og konur urðu sjaldan drottningar. Þær drottningar sem náðu völdum voru yfirleitt kallaðar hin mikla eða eitthvað í þá áttina. Drottningar voru ekkert svo margar í sögunni ekki margar sem náðu völdum miðað við karla. Þess vegna er það svolítið sérstakt að drottningin er öflugasti leikmaðurinn í þeim forna leik sem skákin er. Hvers vegna ætli það sé? Ætli það sé vegna þess að bak við góðan kóng var enn betri kona? Spyr sá sem ekki veit.

|

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Í dag er...
...merkilegur dagur. Í dag gerðist hlutur sem að hefur ekki gerst í mörg ár í mínu lífi. Ég notaði naglaklippur til að klippa á mér fingurneglunar. Ég er hættur að naga neglurnar, nema þegar að ég dett í það..

|

Næstu máðarmót...
...verða öðruvísi. Ég fá desemberuppbótina, borga síðustu greiðsluna til skattsins, fer að læra fyrir próf og síðan en ekki síst fæ ég hærri símreikning en ég er vanur að fá. En það skiptir ekki neinu málið því að þessum símtölum hefur verið vel eytt.


´














Ég er að spá í að fara að breyta um stíl. Sporthúsið bíður.

|

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ó Ási...
...hvar ertu?

|

mánudagur, nóvember 14, 2005

Svar við...
...gúrkutíð.

Orðið gúrkutíð í merkingunni fréttasnauður tími er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, þ.e. tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken).

Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti og fleiru. Samkvæmt þýskri orðabók frá Duden er upprunans að leita í máli kaupmanna í Berlín. Átt var við þann tíma sumars þegar gúrkurnar þroskuðust og voru lagðar í súr en á sama tíma stóðu frí sem hæst og viðskipti voru í lágmarki.

Á þessum tíma komst einnig fátt fréttnæmt að og fjölmiðlar höfðu úr litlu að moða. Merkingin gúrkutíð hefur síðan víkkað og nær nú yfir þann tíma þegar frí standa almennt sem hæst, meðal annars í þinginu, og fréttamenn eiga oft erfitt með að finna fréttaefni.

|

Heimsfréttirnar geta...
...verið mis merkilegar. Um daginn umturnaðist allt yfir því að páfagaukur hafi dáið úr flensu og nú þýtur yfir heimsbyggðina sú frétt að sveppur einn hafi verið seldur á 7 milljónir á uppboði. Þetta kall ég dúndur fréttir.

Af hverju ætli gúrkutíð sé kennd við gúrku?

|

Vá hvað sumt...
...fólk getur verið miklir besservissar. Það er svakalegt að hlusta á hvað sumir vita allt, gagnrýna allt og upphefja sjálfan sig til skýjanna. Eru háværir og eiga svæðið.

|

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Að láta sér...
...vaxa fisk um hrygg? Að vaxa fisk um hrygg? Hryggvaxa fisk?

Ég skil ekki alveg.

|

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég ætla að...
...þýða eldhúslag.

Nú - þú getur sagt mér - nú,
það að þú veist of mikið
Nú, því þú veist of mikið til að sleppa
Núna, get ég ekki horft á þig
Vertu
Fljót sýn
Jæja,
Fljót sýn.

Drottinn, ég elska einleik himnaríkisins
Ég elska himnaríki svo
Ég elska himnaríki, ég veit það nú
Því það er staður til að.

Núna getur þú ekki sagt mér, jæja
Ég hef lifað of mikið
Jæja, ég hef lifað of mikið til að vita
Núna getur þú ekki þvegið mig
Eins og einföld ástæða
Jæja
Einföld ástæða

Drottinn, ég elska einleik himnaríkisins
Ég elska himnaríki svo
Ég elska himnaríki, ég veit það nú
Því það er staður til að.

Núna getur þú ekki sagt mér, jæja
Ég hef dreymt nægjanlega
Jæja - mig hefur dreymt nægjanlega til að vita
Að nú get ég dreymt þig
Eins og ný sýn
Jæja
Ný sýn

Drottinn, ég elska einleik himnaríkisins
Ég elska himnaríki svo
Ég elska himnaríki, ég veit það nú
Því það er staður til að.

Mmmm Mmmm
Mmmm Mmmm

Tanita Tikaram
I like the heaven's solo

|

Ég finn fyrir...
...geysilegri löngun til að vísa eitthverju á bug.

|

mánudagur, nóvember 07, 2005

Það er kannski...
...ekki allt sem kemur frá Kópavogi sem er slæmt. Sumt er eiginlega bara mjög gott.

|

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ætli það...
...sé gott að búa í Transilvaníu?

|

Hvað getur maður...
...sagt?


Feitur biti!

Þokkalegur hasarkroppur!

|
eXTReMe Tracker