föstudagur, desember 24, 2004

Þá er víst...
...komið að því að skrifa jólakveðju. Atli Rafnsson óskar lesendum góðum, vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og megi andi jólanna vera með ykkur öllum á þessum dýrðardögum. Góður matur og gjafir eru á næsta leiti, njótiði vel og hafið það virkilega gott.


Sjáumst eftir jól.
Kær kveðja

Atli

|

mánudagur, desember 20, 2004

Ótrúlegur hann...
...von Papen. En hvað var hann nema peð í valdatafli von Schleicher? Ef ekki hefði verið fyrir Strasser, þá hefðu hlutirnir þróast öðruvísi. Ætli Perestroika Gorbatchev hefði tekist ef hann hefði fengið aðeins lengir tíma? Hafði NEP áætlunin góð áhrif fyrir efnahag Sovétríkjanna? Hvað hefði gerst ef að Bukharin hefði náð völdum? Hefði hann orðið svipaður leiðtogi og Ho Chi Minh? Hvað með Syngman Rhee, var hann geðveikur? Imre Nagy var þjóðhetja vegna gjörða sinna en var Walter Ulbricht hetja líka? Hvað eiga Postrevionimsi og revisionismi sameiginlegt? Hvað með Cheka, var hún ofsóknarkennt vopn bolshevika? Hvað með nótt hina löngu hnífa, á hún eitthvað sameiginlegt með Moskvu-réttarhöldunum? Adenauer var flottur en var Krutchoff það ekki líka? Hvað hefði gerst ef Hess hefði ekki verið fangelsaður? Var Eisenhower farsæll í starfi? Gekk McCarthy of langt? Ngo Dinh Diem var merkilegur karl en það var Ayatollah Khomeini það líka? Mohammad Mosaddeq var töffari, Atlee fékk tækifæri, Molotov sagði Njét, Hamsun sveik lit og margt margt fleira spennandi sem sagnfræðin hefur boðið upp á nú síðustu dagana.

|

föstudagur, desember 17, 2004

Þetta er...
...ekki rassgat gott á bragðið, sagði eitthver um daginn og það fékk mig til að hugsa, hvernig ætli rassgat sé á bragðið? Rass og þá sérstaklega rassgat, eða endaþarmsop, er skrítið lýsingarorð. En svona er íslenska, einkennilegt tungumál.
Nú veit ég hvernig það er að reyna að hætta að reykja, það er erfitt. Svipað eins og að hætta að blogga. Ég hætti að blogga fyrir nokkrum dögum síðan, en stóðst svo ekki mátið og byrjaði upp á nýtt. Hvernig gat ég annað, fröken Jarþrúður, hunangsvanilludropinn okkar allra, skoraði á mig að hætta ekki. Jara mín, ég ætla að verða við þeirri ósk þinni.
Að byrja að blogga aftur er ein og að fá sér aftur sígó eftir pásu, maður er fallinn. Ég er farinn að fíla bloggið mitt aftur, þó svo að ég sé alltaf að pæla í því hvað öðrum finnst um skrif mín. Ég lít þess vegna á mig sem gleðigjafa og afþreyingarmiðil. Veiti fólki skemmtun og ástæðu til að drepa tímann.
Dagný, getur þú sagt mér hvort það sé til refsilöggjöf gegn þeim sem fremur morð á tímanum?
Eva M, hvernig er refsilöggjöf á frönsku? Agnar, myndi dráp á tíma hafa slæm hagfæðileg áhrif efnahag landsins? Gaui, hvað er klukkan? Solla, ef tíminn er afstæður, þýðir það að ferðalög milli tímaskeiða sé möguleg og er þá hægt að beygja tíma og rúm til þess að stytta ferðalög milla tveggja punkta? Jara, þú ert beib!
Svör við þessum spurningum óskast.

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

Til hvers...
...er ég að blogga? Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér undanfarið, hver sé tilgangur minn með því að blogga. Þegar ég upphaflega ákvað að fara að rita pistla á netinu, þá þótti mér það æði spennandi, svo ekki sé meira sagt. Samt blundaði alltaf í mér þessi dagbókarpælingarþörf, þörf til að opna mig og henda fram á sjónasviðið pælingum mínum um hitt og þetta. Ef það hefði verið raunin, þá hefði ég ekki sagt neinum frá þessari síðu, þetta hefði átt að vera persónuleg síða fyrir sjálfan. Ég ákvað að gera það ekki, heldur halda úti venjulegri bloggsíðu, þar sem léttleikinn væri í fyrirrúmi. Léttleikinn er flókinn, þetta er þunn lína sem verður að feta svo að allir geti haft gaman af. Hins vegar er léttleikinn ekki á allra manna færi. Oftar en ekki skrifar maður, að maður sjálfur telur, léttleikandi greinar en þegar á hólminn er komið eru þessar greinar kannski ekki allt of hressandi, frekar miður glataðar. Svo glataðar að þær missa marks. Undanfarið hef ég aðeins reynt fyrir mér með blogg eins og mig hafði langað að halda úti fyrst. Skrifað persónulegar greinar fyrir sjálfan mig og enga aðra. Ég kann vel við það form, hins vegar get ég skilið að það eru ekki allir sem ærast úr gleði yfir slíkum skrifum. Því hef ég verið að pæla hvort ég sé að skrifa blogg fyrir sjálfan mig eða aðra. Þegar ég skrifa fyrir sjálfan mig, þá er mér alveg sama hvað það er sem ég læt frá mér. Oft á tíðum er ég hreinlega bara að létta á mér. En þegar að ég er að skrifa grein sem á að falla í kramið hjá öðrum er ég alltaf að tékka hvað öðrum finnst, hvað það eru komin mörg komment og heimsóknir, sem þýðir að ég er alltaf að tékka hvað öðrum finnst. Mér finnst það þrúgandi oft á tíðum og leiðinlegt.
Því hef ég ákveðið að draga mig í blogghlé í smástund, meðan ég hugleiði hver bloggframtíð mín sé.

|

mánudagur, desember 13, 2004

Hvað er...
...varhæna? Það er góð spurning, ég held að það sé maður sem breytist í hænu við fullt tungl. Þetta er það sem ég var spurður um áðan í tíma hjá 4.bekk.
Hvernig væri náttúran ef dýr af misjöfnum tegundum gætu blandast, td. íkorni og rotta? Yrði það ekki kallað rottkorni? Það væri gaman að sjá slíkt dýr.

|

föstudagur, desember 10, 2004

Jesús var...
...og er mikilmenni. Ég trúi á Jesú krist og karl faðir hans Drottinn Guð. Trú er afar mikilvægur þáttur í lífi flestra manna, í sumra tilfelli skiptir hún meira máli en hjá öðrum. Ég er ekki ofsatrúarmaður en mér þykir gott að trúa á Guð. Ég virði líka það að sumir trúa ekki á Guð, né neitt annað, það er ekkert að því enda er trúfrelsi hér á landi. Ég vill ekki grínast með trúarbrögð, hef alltaf verið beygður af boðorði nr. 10 sem er Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma, og djóka því ekki um svona málefni. Ég held að trú geri okkur af betri mönnum, þó svo að margir misnota trúnna sbr. hryðjuverkamenn, ef við fylgjum því sem Jesú sagði, þó ekki nema bara smá, væri vinsemd í heiminum mun betri. Í lokin ætla ég að henda inn fjallræðu Jesú, sem hann flutti á fjalli einu í Galíleu;

Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.


Er ekki eitthvað til í þessu?

|

fimmtudagur, desember 09, 2004

Meira um...
...svindl. Í íþróttablaði moggans góða er viðtal við hinn ágæta mann Kjartan Steinback, fyrrum formann dómaranefndar alþjóða handknattleikssambandsins. Í viðtalinu segir hann frá dómarapari frá Arabíu sem dæmt var í ævilangt bann vegna svindls í undankeppni fyrir síðasta HM. Fannst mér það síst of harður dómur og legg ég til að S&D tvíeykið verði dæmt í viðlíka bann.

|

Svindlarar...
...sögunnar eru margir. Sumir eru frægari en aðrir. Ben Johnson, spretthlaupari frá Kanada, svindlaði á ólympíuleikunum 1988. Svindið hans var þannig að að hann tók ólögleg lyf sem hjálpuðu honum að sigra. Hann féll og stjarna hans með honum. Charles Van Doren er líklegast frægasti svindlari bandarískrar spurningasögu. Honum voru gefin rétt svör í sjónvarpsspurningakeppnum sem hann tók þátt í. Þegar það komst upp um svindlið vakti það mikla gremju meðal almennings. Um þetta er búið að gera kvikmyndina Quiz Show með Ralph Fiennes í aðalhlutverki. Svo er náttúrulega ógleymanlegt svindlið í breska Who wants to be a millionaire? Kosningasvindl eru mörg. Nýlegar kosningar í Zimbawe hafa ekki hlotið náð hjá umheiminum vegna svindls stuðningsmanna Mugabe forseta. Talið er að lið V-Þýskalands og Austurríkis hafi hagrætt úrslitum leiks sínum á HM 1982 til að koma í veg fyrir að Alsír kæmist upp úr riðlinum en ekki Austurríki. Það er svindl. Dæmin eru mörg og þau kenna okkur öll það að það borgar sig ekki að svindla. Svindlið kemur bara niður á svindlurunum. Ég fyrirlít svindl. Í kvöld, þ.e. síðasta Rös-Quiz átti sér stað svindl, svo gróft að það hálfa væri feiki nóg. Tvær hnátur svindluðu hressilega á skorblaði sínu, svo gróft var svindið að fólk/almenningur tók andköf. Sólrún og Dagný, þið vitið um hverjar ég er að tala.

|

þriðjudagur, desember 07, 2004

ÞAÐ NENNIR ENGIN...
... AÐ NÖLDRA!!!

|

Ég á mér...
...fyrirmynd. Allir eiga sér fyrirmynd í lífinu, eitthvern/eitthverja sem litið er upp til með aðdáun. Fótboltahetjur, kvikmyndastjörnur, popparar allt eru þetta hetjur vissulega og fyrirmyndir af vissu leiti en samt ekki sú fyrirmynd sem ég á við. Ég hef átt mér íþóttafyrirmyndir eins og flestir. Kristján Arason var alltaf mín hetja, en hann hefur ekki skipt sköpum í mínu lífi, þótt ég vildi alltaf verða eins og hann. Mín lífsfyrirmynd er miklu merkari karakter. Þetta er karakter sem ég hef alltaf dáð, haldið upp á og þótt vænt um. Þó svo að ég hafi ekki áttað mig á því þegar ég var lítill, en þá hlakkaði ég alltaf til að sjá þessa persónu, hlustaði alltaf aðeins betur þegar hann talaði og fékk mig alltaf til að bros og gerir það enn. Allt sem ég hef gert hefur hann fylgst með og verið stoltur af mér, sama hvað það hefur verið. Þessi fyrirmynd mín heitir Eyjólfur Sigurður Bjarnason og hann er afi minn og ég er stoltur af honum.

|

Hitler og Stalín...

...hér kem ég. Fyrsta prófið að fara að byrja.

|

sunnudagur, desember 05, 2004

Hvað vitið þið...
...um mig? Taka þátt, taka þátt.

|

laugardagur, desember 04, 2004

Hey, muniði eftir...

þessum hérna tveimur listamönnum?

Corey Feldman og Corey Haim eru óneitanlega tveir af áhrifamestu leikurum síns tíma. Saman léku þeir í stórvirkjum eins og License to Drive, Lost Boys og hinni margrómuðu Dream a little dream.


Corey Haim fæddist á Þorláksmessu, þann 23. desember 1971. Ontario í Kanada er hans heimaborg og segist hann vera stoltur sonur þeirrar borgar. Haim leiddist snemma á braut leiklistarinnar og árið 1982 fékk hann sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpsþáttunum
The Edison twins. Tveimur árum seinna landaði hann sínu fyrsta kvikmyndahlutverki þegar hann fór með hlutverk Brian Livingstone í kvikmyndinni Firstborn.Eftir þetta reis fræðarsól hans hratt og hefur hann komið nálægt um 35 mynda, hvort sem það er fyrir sjónvarp, bíótjaldið eða framleiðslu. Þeir sem vilja kynna sér Corey Haim bettur er bent á heimasíðu tileinkaða honum. Corey Haim-síðan


Corey Feldman er ekki minni hetja. Þessi suður-kaliforníski herramaður kom í heiminn þann 16. júli 1971. Leiklistabakterían náði snemma tökum á honum og birtist hann á sjónvarpskjánum first aðeins 8 ára gamall. Corey Feldmann lék í nokkrum stórmyndum á níunda áratugnum, frægastar þeirra eru eflaust Stand by me, The Goonies og Gremlins. Hátindinum náði hann þó þegar hann var ráðinn til að tala fyrir Donatello í myndunum um ninja skjaldbökurnar, The Turtles. Feldman hefur verið afar atorkusamur og komið nærri 60 myndum eða sjónvarpsþáttum auk þess sem hann heldur úti frábærri heimasíðu,
Coreyfeldman.com.

|

föstudagur, desember 03, 2004

Hvað varð um...
...Ford Taunus?



Einu sinni átti fjölskyldan mín Taunus, þvílíkur bíll! Hvað varð um þessa bíla?

|

Hvernig ætli sé...
...að vera kennari í Háskólanum? Ég var að koma úr tíma áðan sem heitir Hitler og Stalín og þennan kúrs kennir ágætur maður að nafni Þór Whitehead. Þeir sem ekki vita hver þessi maður er, þá er þetta einn af fremstu sagnfræðingum Íslands um seinni heimsstyrjöldina. Ég tók eftir því að ein af hressu skemmtilegu konunum í bekknum var að spjalla við hann um stríðið. Þá fór ég að hugsa, hvernig ætli það sé að vera fræðimaður, á kaliberi Þórs, og þurfa að eiga í samræðum við nemanda, sem heldur að hún/hann geti verið að kynna sér fyrir eitthverju nýju um þetta tímabil? Þetta var hálfglatað að sjá þetta. Hún hélt að hún gæti verið að segja eitthvað sem Þór vissi ekki. Svipað eins og að sjá lítið barn reyna að sóla Steve Bruce. Ætli kennaranum leiðist ekki svona samræður, finnist við hin vera geðveikt heimsk?

|

fimmtudagur, desember 02, 2004

Staðreynd um lauk!

Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður.

Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenkenningum í fornum kveðskap. Laukaþöll er til dæmis ' kona' ,(þöll er barrtré. Beinvaxið tréð lýsir glæsilegri konu og fyrri liðurinn vísar til þess að hún sé fögur sem skrautblóm).

Laukur er einnig notaður um það besta af einhverju. Þannig er talað um að einhver sé laukur ættarinnar og orðasambandið að stíga í laukana merkir að 'lifa í sæld'. Líklegt er því að herðandi forliðurinn sé sóttur til merkingarinnar 'það besta af einhverju' og laukrétt sé því eitthvað sem er svo rétt að það getur ekki verið réttara.


Hver segir að vísindavefurinn standi ekki fyrir sínu?

|

Það er mjög fyndið...
... að vera á Þjóðarbókhlöðunni og þurfa að fara í símann. Frammi á gangi eru nefnilega svona fimm manns að meðaltali að tala í gemsan, hver í sínu horni. Stelpan sem situr í tröpunum, strákurinn sem hallar sér að glerinu, stelpan sem tala í gemsan og nagar neglurnar í leiðinni, strákurinn sem labbar fram og til baka, með aðra höndina í vasanum. Það virðast allir þurfa að tala meira í símann þegar það fara að koma próf. Merkilegt.

|

Af hverju...

...er laukur líkingarorð fyrir eitthvað sem er hárrétt? Hver kannast ekki við að fá hrós eins og; Þetta er alveg laukrétt hjá þér! Þetta var oft sagt við mig. Rétt eins og laukur.
Ég lenti í öðru sæti í Rös-quiz í gær. Ég vill kenna dómaranum um það, þvílíkt svindl og blekkingarleikur sem þarna átti sér stað. Ég hlýt að fara að vinna þessa keppni bráðum.

Hér kemur hluti af verkefninu mínu sem er að láta mig andast, af hverju andast?

Mein Kampf hafði óneitanlega mikil áhrif á utanríkisstefnu Þriðja ríkisins. Þær hugmyndir sem Hitler setur fram í bókinni urðu margar hverjar af veruleika. Stefna Hitlers var að þenja hið þýska ríki í austurátt, í átt að Sovétríkjunum. Slavarnir sem þar bjuggu yrðu fluttir á brott og þýskt fólk ætti að fá það land sem yfirtekið væri og hefja þar búskap og nýtt líf. Eins og áður hefur komið fram trúði Hitler því statt og stöðugt að aríski kynstofninn, hreinir Þjóðverjar væru öðrum kynstofnum æðri. Þeir væru hæfastir allra kynstofna og það þyrfti að vernda, ellegar myndu gyðingar og slavar, undirmálskynstofnar (subhumans), ógna hreinleika og fullkomnun þýsku þjóðarinnar. Lebensraum (living space) yrði að tryggja til að vernda Þýskaland. Þó svo að hann tali um að flytja þurfi gyðinga og slava í burtu frá landinu sem taka þyrfti, kemur ekki fram algjör eyðing gyðinga, eins og gerðist í útrýimingarbúðum nasista, fram í bókinni. Sú lausn kom mun seinna fram og er ekki haldið á lofti í Mein Kampf. Hins vegar kemur fram að vernda þurfi Þýskaland fyrir gyðingum. Ekki mætti fara fyrir hinu nýja þýska ríki (þriðja ríkið) eins og fór fyrir mörgum af heimsveldum sögunnar, smb. Rómverja. Of mikil kynblöndun hafi orðið til þess að yfirburðir gömlu heimsveldanna hafi hrunið, mengunin vegna blönduninnar hafi dregið þau niður í svaðið.

|
eXTReMe Tracker