föstudagur, janúar 28, 2005

,,It is...
...difficult for Icelanders to look at the landing ban dispassionately; the strong feelings Icelanders have on the subject make Icelandic public opinion subject to exploitation by communist propaganda.”
Thomas P. Dillon, sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík, til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, 4. júní 1954

|

mánudagur, janúar 24, 2005

Það er komin...
...lausn vanda fólks sem leiðist. Það kaupir sér bara þræl. Þrælar eru nefnilega svo asskoti skemmtilegir. Það hlítur að vera því að hlutir sem eru þrælskemmtlegir eru afar skemmtilegir. Að vera skemmtilegur eins og þræll. Hvaðan ætli þetta hafi komið? Af hverju eru þrælar svona skemmtilegir, hvað er það sem gerir þá svona hressa? Ég væri til í að eiga þræl, bara svona til að skemmta mér á leiðinlegum tímum. Það hefði verið gott að eiga einn þræl um daginn þegar ég lést úr leiðindum því þá hefði ég ekki dáið. Mikið hefur verið gaman í Egyptalandi í gamla daga þergar þeir voru að byggja pýramídanna miklu. Tugir þúsunda þræla í geðveiku partíi. Margir þrælar mættir á sama svæðið og skemmta sér og öðrum. Þrælar eru hið mesta þarfaþing.

Hvenær ætli konur hafi byrjað að raka sig undir höndunum? Ég var nefnilega að horfa á stórmyndina Alexander í gær og þar voru konurnar undanteknigarlaust rækilega vel rakaðar undir höndunum. Það væri áhugavert að fá að vita hvenær þetta gerðist. Ætli það hafi þótt sexí að vera kafloðin skvísa áður fyrr?


|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ég veit að...
...Guðjón panda verður ekki sammála mér í þessu en ég var að horfa á ágætis mynd um daginn ásamt þeim Balla og Bigga. Þetta var myndin "The Village" eftir gaurinn sem gerði "The Sixth Sense", M. Night Shyamalan. Það var eitt atriði í myndinni sem fékk mig svolítið til að hugsa því það var eiginlega alveg hárrétt sem kom fram í því. Atriðið var þannig að ein stelpan, sem er blind, spyr Joaquin Phoenix afhverju hann hafi hætt að halda í hendurnar á sér skyndilega einn góðan veðurdag. Seinna í myndinni segir svo Phoenix við mömmu sína að hann viti að hún og annar gaur séu ástfangin, því þau snertu hvort annað aldrei. Þá fór ég að pæla og sagði við sjálfan mig, í hljóði, að þetta væri alveg rétt. Ég hef staðið sjálfan mig að svipuðum hlut, þ.e. að ég hef verið fekar kuldalegur við t.d. stelpur sem ég hef orðið skotinn í og ekki þorað að segja frá því. Ástæðan fyrir því er sú að ég vill ekki að allir viti það að ég sé skotinn í þessari stúlku. Þess vegna horfi ég ekki á hana, nema í laumi, held ekki í hana, þó ég vilji það og tala jafnvel ekki við hana, bara vegna þess að ég vill ekki að aðrir taki eftir neinu grunsamlegu. Ég á reyndar til með að gera þetta líka þegar ég verið með t.d. deita stelpu sem sagði síðan nei. Eftir það þá gerðist ég geðveikt fjarlægur henni, svo að hún héldi ekki að ég væri að reyna við sig aftur og aftur og aftur. Þetta fer mjög í taugarnar á mér en svona er ég bara því miður.

Nú ætla ég að snúa mér að öðru. Ég er orðinn breyttur maður. Af hverju segi ég það? Jú, ég er byrjaður að drekka kaffi. Ég gekk í gegnum ákveðið 12 spora kerfi sem ég útbjó handa sjálfum mér. Fyrst byrjaði ég að drekka aumingjakaffi, Sviss Mokka og svoleiðis, færði mig skref fyrir skref í meiri hörku og núna drekk ég bara bleksvartan kaffisopa, helst 10 dropa í plastmáli.
Atli Rafnsson fer í heimssókn og hann er spurður, má bjóða þér kaffi? Atli Rafnsson segir, Nei takk ómögulega... eða jú kannski 10 dropa. Gestgjafinn hellir í bollann og Atli Rafnsson segir tatatata þetta er fínt.

Loksins er ég orðinn fullorðinn!

|

föstudagur, janúar 14, 2005

Ég rakst á...
...afar áhugavert próf á öldum veraldarvefsins. Niðurstöðunar eru ansi skemmtilegar og mæli ég með að sem flestir taki þátt, það er er þeir þora.

|

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ég skil ekki...
...af hverju ég get ekki borðað ananas. Það er eitthvað við ananas sem veldur því að ég get alls ekki borðað hann. Það er ekki bragðið af honum því mér finnst það vera gott og get alveg drukkið ananassafa og fengið mér ananasfrostpinna. Ekki er það lyktin, hún er ekkert svo slæm, síður en svo. Ég get bara ekki borðað þennan fína ávöxt. Ef ég fæ ananaspítsu, þá verð ég að plokka ananasinn af, annars fussa ég yfir matnum og neita að snæða. ANANAS, það er skrítið orð. Ananas er líka furðulegur ávöxtur í útliti.

Hvað getur það verið? Er eitthver sem glímir við svipað vandamál?

|

mánudagur, janúar 10, 2005

Ég er risinn...
...upp frá dauðum. Það er ekki slæmt að geta gert það. Ég veit aðeins um einn mann sem sigraði dauðan. Ég held að mér hafi aldrei leiðst eins mikið og í gær. Þvílík leiðindi, það var eins og að tíminn stæði í stað. Svo var ég andvaka í nótt, ekki var það skemmtilegt. En nú er ég risinn upp úr leiðindunum. Ég var ekki þunnur í gær, mér bara leiddist. En ég datt inn á töfralausn til að hjálpa mér í erfileikunum. Ég fór að hlæja. Ég hló mig máttlausan, pissaði næstum því í mig. Þvílík gleði sem því fylgir að hlæja svona mikið. Í dag ef ég nýr maður, ég er glaður og kátur.


|

sunnudagur, janúar 09, 2005

Hvað er málið...
...með hnetur í flugvélum? Á maður að vera saddur þegar maður borðar þær? Þetta var rosalega lélegur brandari og er hann sagður í tilefni dagsins í dag sem er sunnudagur. Mér leiðist alveg svakalega mikið núna, svo mikið að ég er að farast. Að farast úr leiðindum, það er ömurlegur dauðdagi. Ég ætla að reyna að harka af mér svo að ég deyi ekki.

Dánarfréttir:
Sonur minn og bróðir Atli Rafnsson andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. janúar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á samtök hláturjóka. Blóm og kransar afþakkaðir.

Hvernig ætli það sé að vera hláturjóki? Að vinna við það að hlæja allann daginn og fá aðra til að hlæja með sér. Það hlýtur að vera afskaplega hressandi starf. Til er félag sem sérhæfir sig í hlátri. Hláturinn lengir lífið. Ég ætla að kynna mér betur þennan skemmtilega klúbb. Á heimasíðu klúbbsins hlátur.is er margt skemmtilegt. Einkunarorð klúbbsins eru Við skulum vera glöð þó okkur gangi margt á mót, því glaðvær hlátur reynist allra meina bót. Tökum höndum saman og hlæjum, þá líður okkur betur. Í, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, A, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, O, ho, ho, ho, ho, ho, ho, ho, ho ! ! ! ! ! ! ! ! !


|

laugardagur, janúar 08, 2005

Í gær drakk...
...ég Sprite með fína fallega fólkinu á Hverfisbarnum. Ég braut odd af oflæti mínu og fór á þann stað sem ég hvað mesta andúð á. En tilefnið var gott, Logi félagi minn bauð mér ásamt öðrum kátum hnokkum og hnátum að þiggja veitingar. Ég hata þennan stað og fólkið sem er þarna inni er glatað þó svo að það líti sæmilega út. Ég ætla aftur að fara inneftir í kvöld, fara á alvöru gleði. Ég ætla að tjútta og djamma, svitna eins og foli á dansgólfinu og vera í góðu geimi. Ef þú ætlar að vera hress í kvöld þá máttu alveg hafa samband. Til er ég beibí...

|

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Ég hef verið...
...sakaður um margt í gegnum tíðina, nú síðast var ég sakaður um að traðka á tilfinningum annara og virða ekki almennar samskiptareglur hjá siðuðu fólki. Sú sem sakaði mig um það er e-r stúlka sem ég hef aldrei hitt né talað við. Þess vegna kemur mér þetta afar spánkst fyrir sjónir. Það fær óneitanlega mikið á mig að vera sakaður um slíka hegðun og hefur þetta valdið mér miklu hugarangri undanfarið. Því hef ég ákveðið að reyna að grafa upp minn innri mann, hver er ég?
Ég heiti Atli Rafnsson, 22 ára Hafnfirðingur og háskólanemi. Ég er að læra sagnfræði og smá trúarbragðafræði. Ég bý ennþá heima hjá mömmu minni en á minn eiginn bíl. Svo á ég líka fartölvu og stafræna myndavél þannig að ég hef það alveg sæmilegt. Ég vinn með skólanum, er ræstitæknir, handboltakennari og leiðbeinandi hjá Firði, íþróttafélagi fatlaðra. Svo kenni ég líka stundum í forföllum. Ég get verið óskaplega feiminn stundum, sérstaklega í samskiptum við hitt kynið. Það hefur stundum komið mér um koll. Mér finnst gaman að elda og geri það stundum, svo finnst mér líka gaman að horfa á berar konur, trúi því reyndar að flestum körlum finnist það líka. Ég er fordómafullur gagnvart fólki sem ég fíla ekki, en reyni að vera eins opinn og ég get. Ég þoli ekki að taka til í herberginu mínu og hata að þurfa að raka mig. Ég veit að ég er ekki gullfallegur, held reyndar að ég sé samt aðeins fyrir ofan meðallag. Stelpur reyna ekki við mig í biðröðum, allavegana ekki þær sem ég vill. Þó kemur það fyrir. Ég er með krullur, einu sinni hataði ég það en nú er mér alveg sama. Ég get verið óskaplega grunnhygginn. Ég er vinstimaður og jafnréttissinni en ég er ekki feministi. Ég keyri stundum of hratt og nenni ekki alltaf að spenna beltið. Samt hefur löggan aldrei stoppað mig. Ég get stundum verið mjög leiðinlegur við bræður mína en mér þykir samt mjög vænt um þá báða. Mig dreymir um að eignast góða fjölskyldu og eiga enga óvini. Ég get verið óskaplega latur og ég veit að ég er hrikalega kærulaus.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta var ekki hressandi lesning, enda var þessi pistill ekki ætlaður til yndisauka og dægradvalar. Ef þú vilt hjálpa mér að skilja hver ég er sendu mér þá póst. Póstfangið mitt er hér á þessum tengli.

|
eXTReMe Tracker