miðvikudagur, mars 30, 2005

Hmmm...
...ætti ég ekki að fara blogga oftar?

|

fimmtudagur, mars 17, 2005

Stelpur prumpa...
... ekki vondri lykt, þær prumpa bara jarðaberjum! Þetta hef ég oft á tíðum rætt við góðan vin minn hann Gaua. Það er bara þannig að það er eiginlega óhugsandi fyrir stráka að ímynda sér að stelpur prumpi vondri lykt, þess vegna trúum við því að þær prumpi jarðaberjailm. Ég held að það gæti orðið gríðarlega mikil og merkileg uppgvötun ef að eitthvert lyfjafyrirtækið næði að finna upp lif sem gæti hjálpað mannfólkinu að losna við prumpulyktina, búa til pillu sem gerir lyktina góða. Vanilluprump, jarðaberjapurm, vorilmsprump og svoleiðis.

|

mánudagur, mars 14, 2005

Ég get víst...
sagt að ég sé ekki nörd, allavegana miðað við úkomuna á þessu prófi sem ég var að taka rétt áðan.
I am nerdier than 8% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!
Ég er miðað við þetta afar hipp og kúl gaur.

|

Skrítið hvað...
...furðulegir hlutir eins og smjörlíki getur haft mikil áhrif á dægurmenningu þjóða. Smjörlíki er án efa sú fæðutegund sem einna mest áhrif hefur haft á dægurmenningu okkar Íslendinga undanfarna áratugi. Ég er þá ekki að tala um notagildi í matargerð eða e-ð í þá áttina heldur hefur landsþekkt útgáfa af smjörlíkisauglýsingu náð þvílíkri þjóðarhylli að það er merkilegt. Ég er auðvita að tala um hina margrómuðu úgáfu Ríó Tríós af slagaranum Komdu og skoðaðu kistuna mína sem tætti og tryllti landan hér um árið. Þeirra útgáfa var nokkuð breytt og er eitthvað á þessa leið; Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður... Nánast hvert mannsbarn sem er eldra en 15 ára þekkir ljómalagið og getur tekið undir með því þegar það heyrist í grend. Smjörlíki hefur því haft gríðarleg áhrif á samfélag okkar, ekki bara í matargerð heldur líka í popptónlistinni. Tölum því ekki illa um smjörlíkið.

|

föstudagur, mars 11, 2005

Súmóglíma er...
...þjóðaríþrótt Japans. Íþróttin á sér langa og mikla hefð í ríki hinnar rísandi sólar og er merkileg fyrir þær sakir að þar keppast ummálsmiklir menn í glímu. Undanfarin ár hafa margir sterkir súmókappar komið fram og ber þar helst að nefna kappa á borð við Taknohana Koji, Asashoryu Akinori, Yokozuna Musashimaru og Yokozuna Akebono.



Súmó nýtur gríðarlegra vinsælda í Japan og mæta þúsundir manna á keppnir þar sem helstu stjörnur íþróttarinnar etja kappi. Áhugasamir geta skellt sér á Grand Slam mótið sem haldið verður í Osaka nú á sunnudaginn næsta. Slagorð Súmómanna er meira en feitir menn í bleyjum! og á það að vera svar þeirra við þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið á sig vega vaxtarlags síns.

.

Geysileg keppni er meðal súmómanna hver þeirra er bestur. Styrkleiki súmómanna er metinn eftir árangri þeirra og er titillinn Yokozuna en allir súmómenn dreyma um að ná þeim heiðri. Aðrir titlar eru Ozeki, Sekiwake, Komosubi, Makkuchi, Juryo, Makushita, Sandamme, Jonidan og Jonokuchi.

|

þriðjudagur, mars 08, 2005

Sumir dagar...
...eru betri en aðrir. Suma daga vaknar maður upp og veit það eitthvernveginn að dagurinn eigi eftir að vera góður. Maður hlakkar til að takast á við daginn og er með bros á vör. Dagurinn líður, stundum hratt og stundum hægt. Stundum eru svona dagar því maður er að bíða eftir eitthverju, eitthverju sem maður hlakkar til að gera og bíður spenntur eftir að fara að gera. Eftirvæntingin er mikil og smá saman verður hún meiri. En það þarf lítið til að góðir dagar breytist í andhverfu sína. Ein lítil frétt getur eyðilagt eftirvæntinguna á augabragði og gert daginn hægan sem snigil. Það hafa verið allt of margir slíkir dagar hjá mér undanfarin misseri.

Ég fíla fólk sem er hreinskilið og kemur hreint fram með það sem það er að hugsa. Það er eitt af því sem ég met hvað mest í fari fólks að það sé hreinskilið. Þess vegna er ég glaður þegar fólk segir mér fréttir, góðar eða slæmar, án þess að vera að fela það sem það vill segja. Fólk sem ekki þorir að segja hvað það vill eða finnst á það til að ljúga um tilfinningar sínar og það er af hinu slæma því það hleður bara upp á sig og kemur engum til góða.

Ég nenni ekki skrifa meira í bili, ég ætla að leggjast undir feld og hugsa mín mál.

|

mánudagur, mars 07, 2005

Af hverju...
...þarf fólk sem ekki trúir á Guð að vera oft á tíðum með leiðinlega gagnrýni á þá sem trúa á Guð? Þó svo að það séu til orðtök eins og þeir deyja ungir sem guðirnir elska þá er algjörlega óþarfi að hrauna yfir trúarbrögð með yfirgangi og stælum. Svo vill ég líka leiðrétta þá sem tala um að þetta sé kristið orðtak, það er rangt kristni er eingyðingstrú ekki fjölgyðistrú. ...sem guðirnir elska... er ekki kristið því þetta talar um fleiri en einn guð. En þetta var útúrsnúningur. Kristni er í eðli sínu mjög falleg trúarbrögð. Hún boðar náungakærleik og inntak hennar er það það þú skalt koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Þess vegna er leiðinlegt þegar fólk rakkar niður boðskap trúarinnar. Ég hef áður sagt að ég sé trúaður einstaklingur og er hreykinn af því. Mér dettur ekki til hugar að gagnrýna þá sem ekki trúa á Guð eða önnur trúarbrögð því mér finnst það fáránlegt. Umburðarlyndi er svo einfalt í sjálfu sér og ætti að vera á mun hærri stalli en það er í dag. Ég reyni eftir fremsta megni að vera umburðarlyndur gagnvart öðru fólki en auðvita er ég ekki alltaf umburðarlyndur. Málið er einfaldlega að enginn er fullkominn og þar af leiðandi gerum við mistök, mistök sem við eigum að læra af til að verða betri einstaklingar. Sýnum fólki virðingu eins og við getum og komum vel fram við fólk, það er svo einfalt.

|

miðvikudagur, mars 02, 2005

Að leggja...
...orð í belg er íslenskt orðtak. Það merkið að láta ljós sitt skína í þeirri umræðu sem á sér stað hverju sinni. Hvernig eru orð hins vegar lögð er góð spurning og afhverju á að leggja þau frekar í belg en ekki e-ð annað eins og til dæmis bala eða fat? Svo langar mig svolítð mikið til að vita hvað í veröldinni er trútt? Orðið trútt veldur mér miklu hugarangri, ekki munnangri enda aðskilinn fyrirbæri, þessa stundina. Þú getur trútt um talað! Hvað er eiginlega þetta trútt? Ég held að íslenskan sé frábært tungumál að geta framleitt svona mögnuð orðtök sem standast tímans tönn, ég vissi reyndar ekki að tíminn væri með tönn en hvað um það.
Constantine er fín mynd, það finnst mér að minnsta kosti. Hún fjallar um baráttu góðs og ills og er aðalsöguhetjan dularfullur púkabani sem leikinn er af Keanu Reeves. Það eru englar og djöflar í myndinni og fullt af drýslum sem eru að reyna að komast í þennan heim. Eftir að hafa horft á þessa mynd fór ég að pæla hvort það væri til alvöru særingamenn sem ynnu við það að særa burt alvöru djöfla frá þeim í neðra. Þá er ég ekki að tala um ímyndaða djöfla heldur alvöru stöff, svipað og í The Exorcist þar sem alvöru andi hafði tekið sér bólfestu í líkama ungrar stúlku. Gæti verið að þetta sé til en kirkjan láti þetta sigla lygnan sjó til að skapa ekki múgæsingu og vantrú á kirkjuna? Þetta er ekki samsæriskenning eða neitt svoleiðis, bara pæling hvort fólk gæti á alvörunni verið andsetið.

|
eXTReMe Tracker