þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Á mínu venjulega brimi um veraldarvefinn mikla varð á vegi mínum afar skemmtileg síða, Uglyfootballers.com. Hér er samansafn af afar ljótum leikmönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa leikið fyrir ensk fótboltalið. Hér eru nokkrir ljótir.

Nobby Stiles, Manchester United.

Paul Mariner, Ipswich.

Stan Lazaridis, Birmingham City.

Joe Jordan, Manchester United.

Nú er smá könnun í gangi, hver þeirra er sá ljótasti?

|

mánudagur, ágúst 30, 2004

Jæja, þá hef ég loksins fundið besta sjónvarpsþátt sem gerður hefur verið. Birds of prey eru hreinlega stórkostleg skemmtun svo ekki sé meira sagt. Fjallar um dóttir Batmans og Catwoman og ævintýri hennar. Í kvöld var aðalgellan dáleidd af vondri skvísu og varð vond, það vond að hún ætlaði að fara að drepa litlu saklausu ofurhetjustelpuna, en til allrar luku tókst vinkonum hennar að afdáleiða hana til baka. Þá var hún send aftur til vondu dáleiðslukonunnar en viti menn, nú var hún komin með sérstaka linsur sem þýddu það að það var ekki hægt að dáleiða hana. Svo var fyrirliðinn í hópnum, sem nota bene er í hjólastól, búin að finna upp nýtt undratæki sem gat hjálpað henni að labba á ný. Þar af leiðandi gat hún hjálpað til við að lemja vondu dáleiðslukonuna. Svo til að kóróna allt endaði þátturinn með einni heljarinnar ástarsorg og táraflóði.
Þetta er uppáhaldsþátturinn minn, hver er uppáhaldsþátturinn ykkar?

|

laugardagur, ágúst 28, 2004

Vikulokin hafin. Í tilefni þess ætla ég að fara að fá mér öl og kannski eitthvað fleira. Um daginn náði Fimleikafélag Hafnarfjarðar að leika það afrek að komast í þriðju umferð UEFA-Cup keppninnar. Með þessum árangri hefur FH náð lengra en mörg af stærri liðum Evrópu sem og smærri liðum smb. Bröndby frá Köbenhavn sem er dottið úr leik. Ég held að það séu komin kynslóðarskipti í evrópskum fótbolta, allavegana hér á norðurlöndunum. Í dag er FH leiðandi lið meðal Norðulandaþjóðanna, meðan smærri lið, eins og Bröndby, sitja eftir. Næst á dagskrá er Alemania Aachen og býst ég fastlega við erfiðum leik þar, kemur bara í ljós.

|

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ég hef ákveðið að fara í reisu til Bolungavíkur. Þar geisar nú afar merkileg hátíð, svokölluð ástarhátíð þar sem markmiðið er að fjölga íbúum plássins um 50 stykki næsta árið. Allir bæjarbúar eiga að taka þátt. Sem sagt, eitt heví svall í gangi. Ég þangað.
Fór í bíó í gær, sá McDonalds myndina umtöluðu Super Size me með Morgan Spurlock í aðalhlutverki. Myndin fjallar um mann sem lifir á McDonalds í einn mánuð til að tjékka hvort maturinn hjá þessari skyndibitakeðju sé eins hollur og af er látið. Einkar áhugaverð mynd og mæli ég eindregið með að fólk kíkji á hana. Mér fannst hins vegar afar fyndið að fylgjast með salnum, hvernig fólk sagði; ój, iíú og allt það þegar Morgan var að háma í sig óhollustuna og heyrði maður allstaðar niðrandi orð um McDonalds, svona rétt á meðan að það hakkaði í sig poppið og nammið og skolaði því niður með svalandi vélargosi.(Þetta var löng málsgrein) Við erum svolítið heimsk þegar kemur að svona hlutum, kvörtum og aumkum okkur en gerum ekkert í því. Fólk er því fífl.

|

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Rakst á þessa stórskemmtilegu mynd...

mér sýnist Arnar Gunnlausson vera í hörku fíling og bara nokkuð sáttur við sitt.

|

föstudagur, ágúst 20, 2004



Kallinn stóð sig svakalega vel í kvöld, geisilega skemmilegir tónleikar hjá Lou Reed, kæri Ludwig Reedcliff, takk fyrir mig.
Á morgun er það svo menningarnótt með öllu tilheyrandi.

|

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Um daginn var ég með stuttann pistil um hvað hefði orðið um Ronny Rosenthal, í dag ætla ég að skrifa um annan frægan kappa, engann annan en Gary Mabbutt.

Það var alltaf sagt að Gary væri hæfileikaminni Mabbutt bróðirinn, að hann stæði allaf í skugganum á Kevin sem spilaði fyrir Bristol Rovers. Skuggi stóra bróðurs var ansi mikill og byrjaði ferill Garys ekki neitt voða vel, honum tóks ekki að finna sér eina ákveðna stöðu á vellinum og tókst því ekki að festa sig í lið Bristol Rovers. Auk þess reið áfall yfir greiið drenginn þegar hann greindist með sykursýki þegar hann var 18 ára gamall.

Gary lét þó þetta ekki á sig fá og lagði hart að sér, svo hart að hann komst að hjá smáliði Tottenham í norður London. Í millitíðinni varð lítið sem ekkert úr vonarstjörnu Kevins. Hvort að það hafi gert Gary vel að fara til Spurs skal ósagt látið, enda klúbburinn ekki hátt skrifaður meðal sparkspekinga, en á meðan hann var hjá þeim komst liðið tvisar í úrslit FA Cup og tókst honum að ávinna sér sæti í enska landsliðshópnum þar sem hann lék 16 sinnum. Hann hafði reyndar verið fastur maður í yngri landsliðum Englands og sagði John Cartwright, þáverandi þjálfari liðsins að þarna væri kominn fram á sjónarsviðið hinn enski Johann Neeskens, ekki ónýt meðmæli þar á ferð. Meiðsli og veikindi settu sinn svip á feril Mabbutts, eitt sinn féll hann í dá vegna insúlínssjokks og var nær dauða en lífi og einu sinni mölbraut hann löppina á sér í upphafi tímabils ensku úrvalsdeildarinnar.

|

mánudagur, ágúst 16, 2004

Jæja góðir hálsar, nú er orðið langt síðan að maður bloggaði eitthvað síðast. Ég er búinn að vera í fríi suður á Spáni í tvær vikur og ég nennti ekki að vera að skrifa eitthvað inn á meðan. Spánn var fínn, asskoti gaman en samt skítapleis eins og Sigurjón Kjartansson orðaði það í Sódómu Reykjavík. Ég nenni ekki að skrifa um Spán.
FH er enþá á toppnum í füssball, fór í gæt til Eyja til þess að horfa á þessa gutta leika og heldur betur léku þeir sér því ÍBV var vinsamlegast pakkað saman.
Helgin var í minna lagi viðburðarrík, fór með Gauja í áfengisvímu á föstudaginn en var alveg svakalega dræmur því ég fór heim um þrjú leitið vegna geisilegrar þreytu sem hafði þjakað mig um kvöldið. Ég er því ræfill.
Eitthvað svipað var uppi á teningnum á laugardaginn.
Ég er að spá í að fara að stunda stefnumótavefina miklu á fullu, þar eru víst dömurnar í röðum að bíða eftir mér. Ef þú er glaðlynd og hress stúlkukind með samband í huga vinsamlegast hafðu samband. Ég er fallegur, vel stæður, vöðvamikill og ótrúlega hress gaur með útlitið í lagi.

|

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Á Jake Gyllenhaal sér íslenskan tvífara?



Jake Gyllenhaal í October Sky


Ásþór Sævar Ásþórsson sagnfræðinemi

|
eXTReMe Tracker