laugardagur, júní 26, 2004

Tvífarar nr.2

Björn Bjarnason

Og

Quark úr Star Trek

Er þetta sami maðurinn?

|

föstudagur, júní 25, 2004

Íslenskan okkar er ansi merkilegt mál. Það er nú samt nokkrir hlutir í tungumálinu sem ég skil ekki alveg. Til dæmis orðið Hægðarleikur! Að leika sér með hægðir? Neibb, heldur eitthvað sem er auðvelt. Afhverju ætli þessi samlíking skuli vera notuð yfir eitthvað sem er auðvelt? Tel ég nokkuð öruggt að það sé enginn hægðarleikur að vera með harðlífi. Ég myndi frekar kalla það óleik. Ég hef aldrei stundað hægðarleik og vona að sem fæstir geri það, maður bara leikur sér ekki með kúk! Annars er hægt að skoða hinn últímeit hægðarleik ef þú smellir hér.

|

sunnudagur, júní 20, 2004

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa um, þess vegna ætla ég að skrifa um ekki neitt. Þar sem ég er að skrifa um ekki neitt verður þessi póstur hjá mér merkingarlaus. Að skrifa um ekki neitt er frekar skrítið því þá er ekki hægt að skrifa um eitthvað nema að finna sér eitthvað að skrifa um, það er nefnilega það sem þarf þegar maður þarf að skrifa um eitthvað. Hvað á ég að skrifa um? Veit það eitthver??? Kannski að ég haldi áfram að skrifa um ekkert. Nei, það er ekki hægt, kannski að ég skrifi um... neibb mér dettur ekkert í hug. Þetta gengur ekki nógu vel hjá mér þessa stundina. Núna er ég búinn að skrifa 120 orð um ekki neitt. Það er nú nokkuð magnað. Búinn að eyða 120 orðum í ekki neitt, aumingja orðin, þessi 120 orð eru merkingarlaus. Ég vorkenni þeim, þau hefðu getað haft eitthverja merkingu, í staðinn eru þau með enga. Út af hverju? Að því að ég hafði ekkert að skifa um. Ég hef dæmt þessi orð til eilífðar merkingarleysis, ég ætti að skammast mín.

|

fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó, það er kominn 17. júní, sem er reyndar alveg að vera búinn. Ég er búinn að eyða þessum degi í Kaupstaðnum, hinni borginni, Reykjavík. Hvað var ég að gera þar? Var ég að syngja með Nylon eða var ég að stjórna skrúðgöngunni? Nei, ég var ekki að gera það, ég var sko að selja pizzur á fullu. Það var svakalegt.
Ég var að sjá ansi hreint magnaða auglýsingu um daginn í sjónvarpinu. Það er komin á markað ný tegund af Finish uppþvottarefni sem skilar diskunum og glösunum tandurhreinum. Nýja Finishið er miklu betra en gamla dótið sem skildi glösin alltaf eftir mött og ógeðsleg. Samt fynnst mér eins og ég hafi séð áður, fyrir nokkrum misserum síðan, svipaða auglýsingu frá Finish, ég trúi því varla að Finish 3 in 1 taflan hafi ekki hreinsað eins vel og af var látið. Ég sem stóð í blindri trú um það að 3 in 1 væri hin fullkomna lausn fyrir uppþvottavélina.

|

þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæja, EM er hafið í öllu sínu veldi. Sjónvarpsgláp er orðið heldur meira en venjulega á þessu heimili og drykka öls er komin í gott horf. Í dag ætla ég að skrifa um fótbolta, en ekki Evrópumótið þó. Í staðinn ætla ég að byrja nýjan lið sem fjallar um gamla og góða fótboltamenn. Sá fyrsti sem ég ætla að skrifa um er enginn annar en Ronny Rosenthal.
Ronny fæddist þann 11. október 1963 í Ísrael. Snemma þótti Ronny sýna góða takta sem leikmaður og vakti hann áhuga ísraelska risans Maccabi Haifa, sem skrifaði undir samning við leimanninn þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Þaðan lá leiðin til Belgíu þar sem hann spilaði bæði með Club Brügge og Standard Liege. Hans aðal staða var að spila sem vængmaður eða framherji og skoraði hann ófá mörkin. Framtíð Ronny í Belgíu virtist vera tryggð þegar allt í einu Standard ákvað að selja hann frá sér. Enska stórliðið Liverpool sárvantaði framherja eftir að John Aldridge hafði verið seldur og Peter Beardsley meiddist.Ronny Rosenthal Varð það úr að Liverpool keypti Ronny Rosenthal fyrir milljón sterlingspund. Strax í fyrsta leik skoraði Ronny þrennu, eitthvað sem ekki hafði gerst hjá nýliða Liverpool í áratugi. Í leiknum þar á eftir skoraði Ronny aftur og var hann orðinn geysilega vinsæll meðal stuðningsmanna L.F.C. Á sínu fyrsta ári fyrir klúbbinn skoraði hann 8 mörk í 12 leikjum. Næstu fjögur ár hélt Ronny áfram að spila fyrir Liverpool en ferill hann tók dýfu niður á við árið 1994 þegar Ronny skipi um lið og samdi við Lundúnarliðið Tottenham Hotspurs. Var hann þar í fjögur ár, sem eflaust voru honum erfið, því hann skoraði einungis 9 mörk í 96 leikjum fyrir félagið. Árið 1998 hélt hann til Watford í ensku 1.deildinni og stóð sig bara nokkuð vel og hjálpaði liðunu að vinna sér sæti í deildinni fyrir ofan. Þetta reyndist vera seinasta tímabilið sem Ronny spilaði því hann lagði skóna á hina margþekktu hillu, þar sem þeir dúsa enn.
Ronny lék 61 landsleik fyrir landið sitt Ísrael á árunum milli 1984-1999. Má bjóða þér síma? Í dag er hann viðulegur umboðsmaður leikmanna auk þess sem honum vegnar vel sem sölumaður farsíma í Ísrael.

|

föstudagur, júní 11, 2004

Vá, það er langt síðan að ég nennti að skrifa eitthvað hér inn síðast. Það verður bara að hafa það.
Ánægjulegt að sjá hvað Man.Utd. eru iðnir við kolann að kaupa risastjörnur fyrir næstu leiktíð. Gabriel Heinze er nýjasta viðbótin!Eins gott að hann standi sig!!!
Þvílíkt, ég er stoltur maður, grófasti leikmaður síðasta tímabils í Frakklandi er orðinn leikmaður Manchester Utd. Hann Fergie er svolítið heitur fyrir því að kaupa nagla þessa stundina. Fínt að vera með Heinze í vörninni, Keane á miðjunni og Smith frammi.
EM 2004 byrjar á morgunn. Þar verður keppt um Dulanay-bikarinn, ég ætla að halda með Hollandi eins og ég geri alltaf á stórmótum en spái Frakklandi sigri.

FH er komið á skrið í Landsbankadeildinni, fjórða sætið er okkar, þrátt fyrir að liðið hafi verið að spila illa í sumar. Síðast lá ÍBV, næst verður það Ægir frá Þorlákshöfn sem munu liggja í bikarkeppninni.

|
eXTReMe Tracker