þriðjudagur, júní 28, 2005

Ætli þetta sé...
...illur bifur?

|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stundum gleymi...
...ég hlutum. Það fer í taugarnar á mér þegar ég er að reyna muna e-ð en ég get ómögulega munað hvað það var sem ég ætlaði að segja eða skrifa. Ég er reyndar ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég sé með Alzheimer, ég hef enga trú á því að það sé að hrjá mig.

Það eru að vinna hjá mér bræður sem eru ansi hreint magnaðir fírar. Þeir eru báðir virkir meðlimir í Fíladelfíu-kirkjunni og ég hef aldrei heyrt þá blóta, tala niður til annara og þeir virðast vera gríðarlega hamingjusamir með lífið og tilveruna. Þeir lifa samkvæmt því sem biblían boðar, sem er mannkærleikur, virðing og hjálpsemi, auk annara hluta. Því fór ég að hugsa, hvers vegna er svona skelfilegt að kenna þessi gildi í grunnskólum landsins? Kristinfræði er í mínum huga alls ekki vont fag og á alveg rétt á sér í námsskrá grunnskólanna. Hins vegar má deila um hvort það sé rétt leið að kennarinn boði kristni meðal nemenda sinna þar sem þjóðin er að verða mun fjölbreytari í trúmálum. Kristni í mínum huga boðar fallega hugsun og boðskapurinn er á þá leið að friður og kærleikur sé rétta leiðin. Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér þeim gjöra, þannig hjómar gullna reglan. Málið er að þessi litla settning segir svo ótrúlega mikið um hvernig mannfólki á að haga sér. Auðvita er hægt að segja sem svo að það sé hægt að kenna börnum þessa hugsjón án þess að notast við kristinfræði, ég er alveg alveg sammála því. En kristinfræðin er ekki vond aðferð til að boða þennan boðskap og því má ekki mótmæla henni á þeim grundvelli að þetta sé "kristinfræði" sem er troðið í heili lítilla barna.
Ég vill einnig taka það fram að ég er talsmaður þess að trúmálaumræða og trúarbragðafræði verði stærri hluti af lærdómi ungra grunnskólanema. Við eigum ekki að taka kristinfræðina út úr námsskránni, þvert á móti eigum við að bæta við trúarbragðafræðslu í grunnskólum landsins og auka skilning barna á trúarbrögðum heimsins. Það mun gera okkur að betri mönnum og draga úr fordómum.

Hvað í veröldinni þýðir sagnorðið ,,rumpa''?
  • Ég ætla að rumpa þessu áfram.

|

föstudagur, júní 10, 2005

Til hamingju...
...þriðji heimur, ef það er staðfest, með það að ríku þjóðirnar ætli að þurrka út skuldir landa ykkar. Þetta eru engar smá fjárhæðir sem er verið að tala um eða eitthvað um 2.300 milljarðar, sem er ansi há tala, 2.300.000.000.000 kr. Þetta á að þurrka út með einu pennastriki. Loksins góðar fréttir. Ég fór hins vegar að pæla, hversu háar upphæðir þetta væru í raun og veru. Tvöþúsundogþrjúhundrumilljarðar er svakalega mikið, á íslenskan kvarða enda erum við fámenn þjóð, reyndar geysilega rík þjóð. Bandaríkin eru þúsund sinnum fjölmennari en Ísland. Þar búa 230.000.000 manns. Ef miðað er við það og þessir þúsundir milljarða skalaðir niður í Ísland, deilt með þúsund, þá væri þetta ekki nema 2,3 milljarðar sem væri að tala um. Mér finnst það í reynd dropi í hafið. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna þessar skuldir hafi ekki verið afnumdar fyrir löngu síðan. En eins og sagt er, betra seint en aldrei. Vonandi verður gerð alvara úr þessum fyrirætlunum USA og UK. Hugtakið þriðji heimur hefur nefnilega alltaf farið mikið í mínar taugar, þau eru líka fólk og eiga skilið að kynnast þeim heimi sem við lifum í, allavega því besta.

kv.
pólitíski Atli

|

miðvikudagur, júní 08, 2005

Núna á ég...
...uppáhaldsþátt. Þetta er LOST, geðveikir þættir. Búinn að sjá 10 þætti og þvílík snilld! Þetta eru einfaldlega langbestu þættir í sjónvarpinu þessa stundina. Bravó, últra, mega, megadeka. Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð. Snilld.

|

föstudagur, júní 03, 2005

Þetta finnst mér...
...frekar fyndið.

|

miðvikudagur, júní 01, 2005

Ég er...
...trúmaður, samkvæmt þessari könnun.

You scored as Christianity. Your views are most similar to those of

Christianity. Do more research on Christianity and possibly consider

being baptized and accepting Jesus, if you aren't already Christian.

Christianity is the second of the Abrahamic faiths; it follows Judaism

and is followed by Islam. It differs in its belief of Jesus, as not a prophet

nor historical figure, but as God in human form. The Holy Trinity is

the concept that God takes three forms: the Father, the Son (Jesus),

and the Holy Ghost (sometimes called Holy Spirit). Jesus taught

the idea of instead of seeking revenge, one should love his or her

neighbors and enemies. Christians believe that Jesus died on

the cross to save humankind and forgive people's sins.

Christianity

79%

Islam

58%

Paganism

46%

Satanism

46%

Buddhism

46%

Hinduism

42%

Judaism

29%

atheism

21%

agnosticism

13%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com


Það er líka alveg rétt.

|
eXTReMe Tracker