fimmtudagur, apríl 29, 2004

Rakst á þessa afara skemmtilegu síðu áðan, ég er búinn að henda inn tengli á hana hérna til hliðar eða bara hér. Mæli eindregið með þessari síðu, hún er afar hressandi og áhugaverð.
Er að læra á fullu fyrir Ísl & Norden I prófið sem er á morgun, sem er hreinasta pain in the arse. Nú legg ég til að allir sem vettlingi geta valdið óski mér að ég muni brjóta fót í prófinu, annars eru þið ekki vinir mínir lengur.

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Helvítis flugur. Nú er sumarið að koma og vorboðinn ógeðslegi fylgir því flugurnar eru komnar á stjá. Ég hata flugur! Út af hverju veit ég ekki en eitt er víst að svo lengi sem ég man eftir mér hef ég hatað þessi óargadýr.
Ha, geta flugur talað? Já, flugur eru ekki hátt skrifaðar á vinsældarlistanum hjá mér, ónei síður en svo og þess vegna er ég yfirleitt ánægður á veturnar því þá get ég huggað mig yfir því í skammdeginu að það séu þó engar flugur í kringum mann.

Ég ætla að henda inn einum litlum ljóskubrandara, til þess að létta fólki lundina...

There was a blonde, a brunette and a redhead at a dance together. When they went into the bathroom to check their makeup, they found an old hag. "I am a witch, and if you look in the mirror and say one rumor that you hear about you, and that rumor is true, then you will get one wish. If it is not true, then you will get sucked into Mirrorland for the rest of eternity. Do you understand?" They all did, and the brunette went first. "I think I am the prettiest girl at school." "That is true. Your wish is granted." And the brunette left the dance in a red Ferrari. Then came the redhead. "I think I am the richest girl at school." "That is true. Your wish is granted." And the redhead left the dance with a hot boyfriend. Then came the blonde. "I think..." Before she had a chance to finish, the witch said: "You lie!!" And she was sucked into the mirror.

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Ykkur til ánægju og yndisauka ætla ég að birta hér uppkast að ritgerð minni um Snorra Sturluson sem ég er að skrifa ísl.sögu1
Ég vill taka fram að ýmis konar Sdavsednikar villur gætu verið hér á ferð en bið ykkur um að láta það ekki fara í taugarnar á ykkur. Njótið vel...

Snorri Sturluson

Snorri Sturluson fæddist á síðari hluta 11. aldar, annað hvort árið 1178 eða 1179 og var sonur Sturlu Þórðarsonar Gilssonar (Hvamm-Sturlu) og Guðnýjar Böðvarsdóttur. Þegar hann var ungur að árum var hann sendur í vist til Jóns Loftssonar í Odda á Rangárvöllum. Virðist Snorri hafir verið sendur til Jóns sem nokkurs konar friðargjöf frá Hvamm-Sturlu til Jóns vegna deilna þeirra og ólst Snorri þar upp. Þegar Snorri komst til manna giftist hann Herdísi Bersadóttir frá Borg á Mýrum. Herdísi fylgdi hinn ágætasti heimamundur því Snorri fékk í sinn hlut yfirráð yfir Mýrarmannagoðorði og einnig hlotnaðist honum höfuðbólið á Borg á Mýrum.
Eflaust hafa Oddverjar hugsað sér gott til glóðarinnar að hafa Snorra sem æðsta mann Mýramannagoðorðs. Það hefði tryggt þeim að öllu jöfnu athvæði frá atkvæðisbærum bændum í goðorði Snorra á Alþingi og styrkt stöðu Oddverja þar talsvert. Á nokkrum árum kom það síðan í ljós að væntingar Oddverja um stuðning Snorra áttu ekki við rök að styðjast því Snorri hafði afar takmarkaðan áhuga að gerast skósveinn Oddverja. Í staðinn gerðist Snorri bandamaður Noregskonung sem var þvert gegn vilja Oddverja sem voru svarnir andstæðingar norsku krúnunnar. Í millitíðinni hafði Snorri byggt upp sterkt og mikið veldi í Borgarfirðinum og náð á sitt vald fjölmörgum höfuðbólum þar í firðinum. Var það til þess að Oddverjar misstu sína leiðandi stöðu í landinu og ætt Sturlunga, með Snorra í broddi fylkingar, tók við sem mesta og voldugasta valdaættin í landinu.


Snorri í Noregi

Snorri Sturluson var bráðgáfaður maður, svo mikið er víst. Árið 1215 varð hann lögsögumaður Alþingis og og í krafti síns embættis stýrði hann Alþingi til 1218. Það á fór Snorri utan til Noregs til að hitta Skúla jarl Bárðarson. Á sama tíma var ungur piltur, Hákon Hákonsson (einnig nefndur Hákon gamli), nýbúinn að taka við við konungstign í Noregi. Milli Skúla jarls og Hákons gustaði kaldur vindur og lítill vinskapur var þeirra á milli. 1217 hafði Skúli tapað fyrir Hákoni í konungskjöri, þó svo að Skúli hafi stjórnað landinu í krafti jarlstignar sinnar þangað til að Hákon varð nógu gamall til að gegna embætti konungs. Að vísu reyndi Hákon að brúa þetta gap á milli þeirra og bað um hönd dóttur Skúla sem hann fékk.
Skúli tók Snorra mjög vel og bauð honum vetursetu hjá sér. Það þáði Snorri og bjó um veturinn hjá Skúla í góður yfirlæti. Á meðan dvöl Snorra stóð í Noregi var hann nefndur ,,lendur maður kongungs“ . Þettar var stór og mikil rós í hnappagat Snorra, en ,,böggull fylgir skammrifi. Hinn nýji lendi maður átti að reka sérstakt erindi hér heima.“ Í Íslendingasögu segir; ,,En þó Nóregsmenn miklir óvinir Íslendinga ok mestir Oddverja...“ . Skúli jarl vildi ólmur senda hingað herflokk norskra manna og leggja Ísland undir norskt yfirvald. Stöðugur ófriður hér á landi hafði haft mjög truflandi áhrif á verslun norskra kaupmanna. Má segja að Skúli hafi ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með innrás inn í Ísland. Í fyrsta lagi hefði hann náð að innlima Ísland undir sig og um leið tryggt að norsk verlsun myndi ekki bíða frekari hnekki hér á landi. Snorri var alfarið á móti því að þessi hugmynd Skúla yrði að veruleika og gerði allt sem hann gat til að koma í veg til að koma í veg fyrir innrásarplön Skúla jarls. Eins og áður hefur komið fram var ætt Snorra, Sturlungar, ákaflega valdamikil á Íslandi á þessu tíma. Var þá afráðið að Snorri skyldi halda til Íslands og ná að koma landinu undir Noregshendur. Þetta félst Snorri á og snéri aftur til Íslands 1220. Tók hann aftur við embætti lögsögumanns og gengdi því embætti til 1231.


Var það svo slæmt í hugum Íslendinga að fá erlandan yfirboðara?

Á þjóðveldisöldinni ríkti annars kerfi heldur en var við líði á hinum Norðurlöndunum. Í Skandinavíu ríktu konungar yfir þjóðum sínum og sum staðar, eins og í Svíþjóð, höfðu konungar tekið að sér guðlegt vald líkt og í hinu heilaga rómverska keisaradæmi. Hér á landi ríktu hins vegar goðar sem þinguðu reglulega á þar til gerðum þingum. Voru goðarnir hinir raunverulegu stjórnendur landsins og valdið því nokkuð skipt, þó svo að sumir goðar hafi verið valdameiri en aðrir. Á Íslandi lutu líka biskupar landsins valdi erkibiskupsins í Niðarósi sem gerði það að verkum að æðsta trúarlega yfirvaldið hér á landi (Skálholts- og Hólabiskupsstóll) náði ekki að verða eins sterkt eins og erkibiskupstólarnir í nágrannalöndunum. Þó hafði erkibiskupinn í Niðarósi ýmis afskipti af málefnum Íslendinga en það voru heldur lítil afskipti. Sem sagt hinir íslensku goðar réðu sér nokkurn veginn sjálfir. Þar af leiðandi höfðu hinir íslensku goðar takmarkaðan áhuga á því að fá inn í þjóðfélagið einn yfirhöfðinga sem myndi draga úr valdi þeirra.
Íslendingar unna frelsinu, en gangast samt undir vald erlends konungs. Þetta virðist í fljótu bragði harla mótsagnarkennt. En hér ber að þess enn að gæta, sem áður er sagt, að þeir unna frelsinu sem einstaklingar, frlesi og sjálfstæði ríkisins eða þjóðfélagsins er þeim framandi. Þetta einstaklingsfrelsi sitt telja þeir sig bezt tryggja með því að hafa höfðingja sína konung og erkibisk sem fjarst.
Aftur á móti má líka benda á það að skilningur manna á hugtakinu ríki eða þjóð vara allt annar þá á þeim tíma en hann er í dag. Menningarlega séð voru Norðmenn og Íslendingar eins, þ.e. sama málið og sama menning var í löndunum tveim. Hugmynd manna var á þeim tíma sú að þessi tvö lönd væru í raun sama þjóðin/ríkið og hinn almenni íslenski goði óttaðist því síður að ,,sjálfstæði Íslands“ væri ógnað, þó svo að yfirstjórnin væri í Noregi. Með því að yfirvaldið væri í Noregi, en ekki á Íslandi í formi konungs eða erkibiskups, töldu goðar landsins að þeirra stöðu væri ekki ógnað. Vera má að Snorri hafi haft þessar hugmyndir að leiðarljósi þegar hann samþykkti að að koma Ísland undir vald Noregsmanna. Það hefði þýtt að Snorri hefði haldið valdi sínu sem voldugasti íslenski goðinn og ætt hans haldið velli sem öflugasta ættin á Íslandi.
Aftur á móti tel ég líklegra að loforð Snorra við Skúla jarl um að koma Íslandi undir Noregsvald hafi verið meira í orði en á borði. Þó svo ,,að Snorri hafi verið viktarvinur jarlsins... er þar með ekki sagt, að hafi fallið allskostar vel við stjórmálastefnu hans. Um Íslandsmál gætu bæði Skúli og Snorri hafa skipt um skoðun oftar en einu sinni 20 ára tímabili.“ ,,Bent hefur verið á að samúð höfundar Heimskringlu [Snorra] sé oft greinilega með bændahöfðingjum fremur en konungum.“ Í Ólafs sögu helga, sem eignuð hefur verið Snorra, er greinilegt að Snorri er alfarið á móti því að Ísland fari undir vald Noregskonungs. ,, Snorri vill, að höfðingjar haldi hlut sínum gagnvart konungi, og varðveiti einstaklingsfrelsi sitt, - kemur þetta fram í ritum hans.“

Snorri Jarl

Á árunum milli1220 og 1230 var veldi Snorra í hámarki. Hann giftist aftur og nú var það Hallveig Ormsdóttir, frá Rangárvöllum, sem varð hans kona. Með henni fylgdi goðorð úr Rangárvallaþingi og útþensla hans varð enn meiri því einnig náði hann völdum á syðri hluta Kjalarnesþings. Með giftingu dætra sinna varð Snorri en valdameiri því hann valdi einmitt dætrum sínum eiginmenn eftir því hversu mikið land þeir gætu gefið með sér. Þórdís dóttir hans giftist Þorvaldi Snorrasyni goðorðsmanni á Vestfjörðum, Hallbera gekk að eiga Kolbein unga Arnórsson, höfðinga Ásbirninga og Ingibjörg giftist Gissuri Þorvaldssyni, sem var hátt settur innan ættar Haukdæla. Það sést greinilega að Snorri var umhugað að koma dætrum sínum fyrir á stöðum sem best hentuðu honum. Var hann með þessu kominn með ítök á Vestfjörðum, Skagafirði, Húnavatnsþingi og Árnesþingi í viðbót við það sem hann sjálfur réði yfir. Valdastaða Snorra var á þessum tíma óneytanlega afar sterk, enda náði áhrifasvæði hans yfir um helming landsins. Með þessari yfirburðastöðu átti Snorri hægara um vik með að safna miklu liði vopnfæra manna heldur en aðrar höfðingjaættir Íslands. Olli það titringi milli hinna ættana, því með veldi Snorra var kominn höfðingi sem ógnaði höfðingjastétt landsins. ,,Þegar slíkir höfðingar eflast í landinu sjálfu, – er frelsinu hætt.“ ,,Vitandi eða óvitandi safnaði hann [Snorri] glóðum elds að höfði sér með því að eigna sér stærra ríki en hann hafði bolmagn til að halda í hendi sér. Allt stefndi að uppgjöri milli hans og annars vegar og höfðingja Norðlendinga [Ásbirninga] og Sunnlendinga [Haukdæla] hins vegar.“



Árið 1239 útnefndi Skúli Snorra jarl. Jarlstign þessi hefur vafist eilítið fyrir mönnum. Í Sturlungu kemur fram að Snorri hafi verið nefndur fólgsnarjarl. Ýmsar tilgátur eru um það hvað þessi nafnbót hefur átt að tákna. Ein tilgátan er sú að merkingin á bakvið fólgnsnarjarlstignina sé sú að þetta þýði leynilegur jarl. Samkvæmt því á orðið fólgsn að vera skylt orðinu fylgsni og af því má draga þá ályktun að jarlstilnefing Snorra hafi verið leynileg. ,,... Er þá gert ráð fyrir að Snorri hafi átt að halda jarlstigninni leyndri uns Skúli væri orðinn konungur.“ Þessari skýringu hefur almennt verið hafnað nú á dögum.
Almennt er talið nú að fólgsnarjarl eigi að standa fyrir jarlinn af Fólksn. Fólksn er gamalt heiti á eyju í mynni Þrándheimsfjarðar sem nú ber heitið Storfosna. Fólksn var með stærstu jörðum í Þrændarlögum og vakti mikinn áhuga Haraldar konungs. Hafði hann meðal annars látið reisa þar kirkju. ,,Á 13. öld gat þess háttar viðurnefni [fólgsnarjarl] aðeins merkt Fólksnarjarl, þ.e. jarl með aðsetri á Fólksn (Stórfosnu).“

Athyglsivert er þó að Snorri fer til Íslands að undirlægi Skúla jarls en ekki Hákons konungs. Skúli jarl, eða réttara sagt Skúli hertogi, var um þetta leiti að undirbúa valdaránstilraun gegn Hákoni gamla. Noregur hafði verið eitt logandi ófriðarbál um töluverðan tíma og oftar en ekki fóru íslenskir kappar út til Noregs til að berjast. Sjaldnast var tilgangur ferða íslensku mannanna annar en sá að fá að berjast og taka þátt í ævintýrum. Lítið fór fyrir stjórnmálalegum hugsjónum hjá þeim og voru iðulega í liði með hinum og þessum norsku foringjum. Þannig séð var ekki til neinn sérstakur íslenskur her þó svo að hér væru fjölmargir vel vopnfærir menn. ,,Um þetta leyti getur ekki hafa verið svo mjög mikilvægt fyrir Skúla að leggja Ísland undir sig, en það gat skipt máli að fá Íslendinga í lið með sér“ Ef Snorra hefði tekist að leggja Ísland undir sig væri kominn öflugur bandamaður Skúla jarls á Íslandi sem gæti lagt honum til fjölmarga vígalega hermenn. ,,Tilgangurinn með þessu jarldæmi hlaut því að vera að fá Íslendingum ákveðna fótfestu í Noregi, og hlaut það að vera mikilvægt fyrir Skúla hertoga, að hafa Íslendinga sínu megin í baráttunni við við Hákon konung.“ Megin markmið Skúla var ekki endilega að innlima Ísland undir sitt vald, heldur að leggja Noreg undir sig.
Ef Skúli hafði hugsað sér að fá Íslendinga í lið með sér, gat hann varla gert það öðruvísi en með því að bjóða þeim bætta dvalaraðstöðu í Noregi. Það varð auðvita að vera í þeim landshluta sem hertoginn [Skúli] hafði full yfirráð yfir, þ.e. norðanfjalls. Alls ekki er fráleitt, að hann hafi gert Snorra jarl á [Stór]Fosnu, og tilgangurinn með því jarldæmi hafi verið, að Snorri skyldi setjast þar að með svo stóran hóp vígra Íslendinga, að áhættusamt yrði fyrir Hákon konung að sigla norður til Niðaróss.

|

mánudagur, apríl 12, 2004

Hátíðin er yfirstaðin og í tilefni þess þá sprengdi ég húðina mína í dag, í annað skiptið á innan við viku sökum gríðar miklar aukningar á almennum vöðvamassa. Ég fékk nefnilega aðra blöðru í dag og held ég Því statt og stöðugt fram að það sé vegna þess að líkami minn sé að losa við innri þrýstings sökum geisilegs vöðvamassa.
Aumingja ormar. Það er afar leiðinlegt hlutskipti að vera ormur að ég tel, skiptir þá ekki máli hvernig ormstegund er verið að tala um. Um daginn var þó nokkuð mikil úrkoma í formi rigningar og eins og venjulega fóru ormarnir á kreik og flúðu sín náttúrulegur heimkyni og þustu út á malbikið í örvæntigarfullri tilraun til að flýja drukknun. Það sorglega, þá meina ég sorg og hrygð, að á sama tíma eru þessi fallegu dýr að undirrita dánarskjalið sitt (þeir eru í raun ekki að undirrita neitt því þeir geta ekki skrifað vegna þess þeir eru ekki með hendur og kunna heldur ekki að tala né lesa). Þegar ég varð vitni að þessu fjöldasjálfsmorði hugsaði ég með mér hvort þetta ætti ekki við allar tegundir af ormum, þar með talið hinn skelfilega rassorm, sem er náfrændi jarðormsins og hefur eflaust svipaðar hvatir og frændi sinn. Væri ekki hægt að lækna hræðilega sjúkdóma á borð við njálg og aðra hryllilega sjúkdóma sem ormar koma nálægt, með því að sprauta vatni í rassinn á njálgþeganum og þvinga rassorminn til að fremja sjálfsmorð?
Spilaði geisi skemmtilegan knattspyrnuleik í gær ásamt Gauja og nokkrum félögum hans. Við buðum í nokkra gutta úr 3. flokk Stjörnunnar, leikurinn var háður á heimavelli þeirra þ.e. gervigrasinu við Ásgarð í Garðabæ, og var þetta einstefna allan leikinn. Já, við drengirnir og reynsluboltarnir slóum þessu ungu spriklurum við með krafti og vel skipulagðri vörn. Við náðum að byggja snemma upp gott forskot þar sem liðsheildin skilaði tvímannalaust sínu og bárum undir lok leiksins sigur úr bítum 20-15. Hápunktur leiksins var án efa árekstur Guðjóns bola og litla hvíta drengsins sem er með knatttækni ættaða suður úr höfum. Litli pjakkurinn kastaðist af Gauja eins og lítið kusk og mynnti þetta óneitanlega á mann sem hleypur á vegg. Sannaðist þar hið fornkveðna, sjaldan hleypur lítill drengur í gegnum tröll. Eftir þennan leik hef ég verið að fá símhringingar frá liðum á borð við Stabæk, Örgryte, 1860 Munchen og Stoke þar sem ég hef verið beðinn að undirrita samning við þessi lið en ég hef alltaf neitað og sagt að ef þeir vilja mig verða þeir að semja við allt liðið því ég er bara einn hluti af því.

|

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Páskar á næsta leiti. Sem þýðir að það verður gott að borða næstu daga. Það er eitt samt sem ég hef aldrei skilið almennilega í sambandi við þessa fínu hátíð okkar kristinna manna, er það afhverju páskarnir eru aldrei á sama tíma tvö ár í röð.
Í gær sprakk húðin utan af mér sökum áreynslu og gríðarlegrar æfingahörku. Ég fékk nefnilega blöðru á fótinn, réttara sagt undir ilina og get ég mér þess til að húðin hafi sprungið undan geisilegum vexti vöðva minna. Já, litli sauðurinn er að breytast í hrikalegan hrút sem kindurnar munu falla fyrir í gríð og erg, vona ég. Annars er slæmt að vera svona geisilega vel vaxinn því maður er gjörsamlega afklæddur með augunum frá hinu kyninu hvar sem maður fer. En þetta er litíl fórn sem ég tel að sé fyrir mannkynið.
Sjónvarpsdagskráin í dag, Skírdag, er ekki beisin, síður en svo. Á RÚV var sýnd írönsk verðlaunamynd sem var æsispennandi. Á textavarpinu stóð þetta um myndina; Himnabörn er írönsk verðlaunamynd frá 1997. Söguhetjurnar eru ung systkini, Ali, sem er níu ára, og Zohre, sex ára. Ali hefur týnt skóm systur sinnar og nú verða þau að reyna að samnýta skóna hans þangað til að önnur úrræði finnast. Þetta var stórkostleg kvikmyndupplifun svo ekki sé nú meira sagt og mæli ég eindregið með þessri gæðamynd. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur þessa mynd, þá er umföllun um hana á IMDB.com

|

föstudagur, apríl 02, 2004

Nú er kuldaskeiði ársins að fara að líða undir lok og sumarið að fara taka við, þó svo að óvænt snjókoma hafi sett strik í reikningin. Í því tilefni ákvað ég að girða mig í brók og fjárfesti í líkamsræktarkorti í gær til þess eins að losa mig við þessa bölvuðu bumbu sem hefur fylgt mér síðan í fyrra. Þá ætti ég að geta farið að bera höfuðið hátt og litið en glæsilegra út en ég geri í dag og gengið um stoltur ber að ofan á ströndum Costa del Sol í sumar. Eftir stutta stund mun ég verða vaxinn eins og tröll og mun vekja undrun og aðdáun hvar sem ég fer.
Um daginn setti ég fram spurningu um hvern eða hverja menn vildu helst hitta úr mannkynssögunni og hvers vegna. Vegna geisilegra slakrar viðbragða hef ég ákveðið að varpa aftur fram þessari spurningu til hundtryggra lesenda. Ég ætla bara að kopí peista það sem ég sagði; Ég myndi líklega fara til áranna 870-874 og spjalla aðeins við víkingana og benda þeim á að fara aðeins sunnar í betra veðurfar þar sem það er aðeins hlýrra. Láta þá vita að Ameríka sé óplægður akur í landnámi, þar séu einungis örfáir sprelligosar sem kalla sig indiána og þeir væri fyrirtaks nágrannar.
Annars nenni ég ekki að skrifa meira, þetta var örugglega hundleiðinlegur póstur frá mér...

|
eXTReMe Tracker