miðvikudagur, júlí 27, 2005

Græna plastvatnskannan...
...hennar
Fyrir kínversku gúmíplöntuna hennar
í gervijörðinni hennar
í bæ, fullum af gervitrjám
til að losna við sjálfan sig

Það fer með hana, það fer með hana
það fer með hana, það fer með hana

Hún býr með brotnum manni
með sprungnum einangruðum manni
sem fellur saman og brennur
Hann var vanur að gera aðgerðir
á stúlkum á áttunda áratugnum
en þyngdaraflið vinnur alltaf

Það fer með hana, það fer með hana
það fer með hana, það fer með hana

Hún lítur út eins og hún sé alvöru
hún bragðast eins og hún sé alvöru
plast elskan mín
en ég ræð ekki við tilfinninguna
ég gæti blásið í gegnum loftið
ef ég snéri við og hlypi

Það fer með hana, það fer með hana
það fer með hana, það fer með hana

Ef ég gæti verið sem þú villt
ef ég gæti verið alltaf sem þú villt

|

mánudagur, júlí 25, 2005

Hvað er...
...góður vinur? Hugtakið ,,vinur minn hefur, að mér fnnst, misst svolítið merkingu sína í nútímamáli. Hvað er eiginlega vinur? Í mínum huga er vinur e-r persóna sem ég treysti fullkomnlega fyrir lífi mínu, e-r sem ég tala reglulega við og hangi með nokkuð oft í frístundum. Vinur er líka e-r sem hægt er að fara á trúnó við, án þess að vera blindfullur. Félagi er ekki það sama og vinur, allavega ekki í mínum skilningi. Félagi er næsta stig fyrir neðan vin. Félagi er e-r sem maður talar við öðru hvoru, ég hringi ekki í félaga mína á hverjum degi, bara til þess að spjalla, ég geri það við vini mína. Sá sem er félagi minn getur verið traustur náungi, traustur félagi. Vinátta getur líka verið nokkuð skipt. Einu sinni las ég góða lýsingu á vináttu. Vinur hjálpar til þegar þess þarf, góður vinur hjálpar til óumbeðinn. Mér finnst heilmargt til í þessu því að bestu vinir manns eru þeir/þær sem standa með manni eins og steinn í gegnum súrt og sætt. Ég á ekki marga vini, enda finndist mér það óeðlilegt. Ég á hins vegar alveg heilan helling af félögum og ennþá fleiri kunningja. Allt er þetta fólk sem ég kann vel við og þykir gaman að hitta, annars væri það ekki vinir mínir, kunningja eða félagar. Svo geri ég líka greinarmun á vin og vinkonu. Fyrir mér nær hugtakið vinur bæði yfir stráka og stelpur, vinátta er ekki kynbundin í mínum huga. Vinur er bara svo miklu stærra en það.

|

laugardagur, júlí 23, 2005

Ég nenni ekki...
...að blogga. Greinilegt að það er komin e-r bloggþurrð í mig þessa dagana, út af hverju veit ég ekki.

|

mánudagur, júlí 18, 2005

Ef að...
...kristinfræðin verður bönnuð sem námsgrein vegna þess að það eru ekki allir ríkisborgar Íslands kristnir mótmælendur, ætti þá ekki að skipta um þjóðfána líka og taka krossinn út úr fánanum?

|

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Þá er ég...
...loksins kominn heim.



















Hróarskelda var frábær...







...sem og Partille Cup.



Ég er samt ánægður að vera kominn heim.

|

Kúreki villta vestursins...
...kvaddi í gær og hvarf inn í sólarljósið þar sem tekið verður á móti honum með opnum örmum. Ég á frábæra fjölskyldu sem ég er ofboðslega stoltur af og elska af öllu mínu hjarta.

|
eXTReMe Tracker