þriðjudagur, september 28, 2004

Er Logi Ólafsson pabbi minn?

Nei hann er ekkert skildur mér, allavegana ekki náskyldur mér svo ég viti. Samt sem áður fengum við bréf í dag, í póstkassann, stílað á Loga Ólafsson. Magnað! Ef Logi væri pabbi minn, þá hefði ég lifða í lygi alla mína ævi. Þá væri í Logason, en ekki Rafnsson. Annars hefur mér alltaf fundist ég vera merkilega líkur Loga, svona álíka svipbrigði, eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Ég ætla að tala við Loga.
Hvern haldiði að ég hafi hitt í dag annan en Malik nokkurn Meba. Hver er hann?, spyrja menn sig. Malik er eitilharður nagli sem spila með landsliði Gabon í knattspyrnu. Hnn þykkir grimmur leikmaður en samt yfirburða teknískur og frábær spilari. Hvað hann er að gera hér á Íslandi er mér hulin ráðgáta. Gæti hann verið að ganga til liðs við íslenskt knattspyrnufélag eða er hann hér í öðrum erindargjörðum? Þetta er afar merkilegt mál og mun ég flytja fréttir af framvindu mála um leið og eitthvað gerist.

|

mánudagur, september 27, 2004

Þetta eru stórir stafir!!!

En hverjum er ekki sama um það. Um helgina var óveður, afar hvasst og stundum þeim mun meiri rigning. Er hægt að kalla svona mikið veður samt óveður? Þegar "ó" er notað sem forskeiti við lýsingarorð þá fær orðið gagnstæða merkingu smb, geðslegur-ógeðslegur, frýnilegur-ófrýnilegur, heppinn-óheppinn. Óveður hlítur því að vera ekkert veður, eða hvað. Ófreskja er eitthverslags skrímsli, ljótur kvennkynsóskapnaður, þá hlýtur freskja að vera falleg freyja.
Þú er svei mér frýnileg freskja ætti því að vera afar falleg pikköpp lína á stúlkukindur. Ég ætla að reyna þetta næst.
Ég fór í bíó í gær, sem var, og er, ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að í salnum var sérdeilis óþolandi náungi. Drakk áfengi alla myndina, var alltaf að kalla á sýningarmanninn um að fá tónlist í salinn, hann hagaði sér dólgslega gagnhvart stúlkum og var afar subbulegur. Svo var hann alltaf að tala um að fara að djamma. Svona haga menn sér bara ekki í kvikmyndahúsum!

|

föstudagur, september 24, 2004

Bölvað rokrassgat er skerið okkar. Maður fauk ofan af þaki í morgun, hvað var hann eiginlega að gera þar, maður spyr sig.
Vindurinn er þó ekki alveg allvondur. Hver ætli hafi hafi búið til hugtökin sem notuð eru í veðurfréttum? " Rigning á stöku stað" eða "Hæg breytileg átt" og fleira í þeim dúr. Reyndar er uppáhalds frasinn minn "austurland að glettingi". Ég legg til að haldin verði samkeppni um nýja frasa fyrir veðurfréttir, þessir klassísku verða þó áfram til staðar en fjölbreyttnin verði meiri. Ef þú hefur fínan veðurfrasa láttu hann flakka í kommentin.

|

fimmtudagur, september 23, 2004

Sorg. Brian Clough er allur, 69 ára gamall. Snillingur með meiru, sérvitringur segja aðrir, þeir um það. Þetta eru mikil sorgartíðindi, um það verður samt ekki deilt. Hann þótti frábær leikmaður, 274 leikir og 251 mark, nagli en samt góður gæji. Enskir landsliðsþjálfarar sáu aðeins tilgang til að nota hann tvisar sinnum, það var þeirra tap.



Kæri Brian, hvíl þú í friði, nú ertu frjáls undan oki sjúkdómsins og getur látið finna fyrir þér í ríki heilags föðurs.



Ég hef verið svolítið latur að blogga, en ég ætla að reyna að gera bragarbót á því nú á næstunni.
RösQuiz var í kvöld, var líka bara svona asskoti gaman. Þetta er afar auðvelt fyrirkomulag, 32 spurningar, tveir saman í liði og reynt að gera sitt besta til að svara öllum spurningunum rétt. Ég var í liði með Ása og slógum við ekki í gegn. Svöruðum bara 16 rétt. Mæli eindregið með þessari keppni, afar hressandi og skemmtilegt, ekki skemmir að það er öl í verðlaun.


|

mánudagur, september 20, 2004



Hverjir eru bestir....

|

mánudagur, september 13, 2004

Ég var að hlusta á Skonrokk og allt í einu kom lag með Guns ´n Roses, Paradise City. Ég lagði við hlustir og viti menn ég heyrði loksins hinn heilaga sannleika. Ég var ekki viss í byrjun hvort eyru mín væru að gabba mig svo ég fór á netið og aflaði mér heimilda. Svona er víst textinn;

Take me down to Hafnarfjordur city
Where the grass is green and the girls are pretty
Take me home

Í ævisögu Axl Roses kemur fram ást hans á landi og þjóð og talar hann mikið um að hafa eytt ótrúlegum dögum í bænum í hrauninu. Þar hafi hann fengi innblástur samið þar mörg sín þekktari lög. Paradise City sé í raun óður til Hafnarfjarðar, lítill þakklætisvottur til fólksins í bænum sem hann gleymir aldrei.

|
eXTReMe Tracker