mánudagur, mars 29, 2004

Einu sinni var lítill ormur sem átti heima í ormalandi. Ormurinn var alltaf að skríða um og þurfti oft að skríða heillengi til að fara í stóra ormaskólann. Þar lærði ormurinn ormafræði eins og skriðfræði og gangagerð. Ormurinn litli var svolítið feiminn að eðlisfari og skreið oft einn til þess að hugsa og dreifa huganum. Samt sem áður átti hann marga góða vini sem hann talaði oft við og skemmti sér vel með þeim. Einn dag fór littli ormurinn í leynilegt ormapartí með gömlum og góðum vin og þar hitti hann litla sæta ormadís. Litli ormurinn varð skotinn í ormadísinni en var samt svolítið feiminn að skríða til hennar og tala við hana. Hann bað aðra ormavini sína að redda sér en einn ormgóðan veðurdag safnaði litli feimni ormurinn nægum kjarki til að bjóða ormadísinni út og viti menn hún sagði JÁ. Til hamingju litli ormur sögðu hinir ormavinir hans og littli ormurinn varð himinlifandi og vissi ekki hvað hann átti að gera. Svo loksins kom stóri dagurinn og litli feimni ormurinn reyndi hvað hann gat til þess að heilla sætu ormadísina en gleymdi því kannski að vera hann sjálfur. Ormadísin brosti til hans og þakkaði honum fyrir daginn, því þau höfðu farið í heillangann skriðtúr um ormaborg, eitthvað sem litla orminum hefur aldrei fundist skemmtilegt að gera. Seinna meir komst litli ormurinn að því að sæta ormadísin væri farin að skríða með öðrum ormi, sem er eldri og eflaust svolítið gáfaðari. Þá varð litli ormurinn svolítið sár en ákvað samt að erfa það ekki við nýja ormaparið.

|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég fór fullur bjartsýni inn í helgina enda vikan búin að vera einstaklega góð og skemmtileg. Maður var bjartur og kátur með atburði líðandi stundar og horfði bjarsýnum augum fram á veginn. Kjörinn formaður Fróða í rússneskri kosningu og hélt upp það í góðra vina hópi, reyndar var aðalfundurinn hundleiðinlegur. Laugardagurinn kom og fór svo snöggt, ókindin var glöð í bragði og fagnaði afmælisdegi félaga síns um kvöldið. Sunnudagurinn var ekkert merkilegur. En svo kom mánudagur sem byrjaði með mótmælum gegn skólagjöldum, afar hressandi. Ég var enþá kátur og hress. En svo hætti ókindin að vera kát og varð döpur.
Svona er þetta bara. En nóg um það. Ætli það sé hægt að ferðast um tímann? Ég og Gaui skeggræddum þetta í dag og deildum mjög. Ég held að besta pæling um tímaferðalög sé bíómyndin 12 monkeys með Bruce Willis og Brad Pitt en í þeirri mynd er Willisinn sendur aftur í tímann til að koma í veg fyrir alvarlegan vírus. Niðurstaða þeirrar myndar að tímaferðalangarnir séu fastir í eilífri hringiðu tímans þ.e. tímaflakk framtíðarmanna hafi verið orsökin fyrir því að vírusinn hafi sloppið út, cause and an affect eins og sagt var í Þí Meitriks. Annars er ég orðinn svolítið ringlaður eftir þetta heimspekilega tal. Það væri samt gaman að geta farið afur í tímann og hitt eitthvern merkilegan. Ég myndi líklega fara til áranna 870-874 og spjalla aðeins við víkingana og benda þeim á að fara aðeins sunnar í betra veðurfar þar sem það er aðeins hlýrra. Láta þá vita að Ameríka sé óplægður akur í landnámi, þar séu einungis örfáir sprelligosar sem kalla sig indiána og þeir væri fyrirtaks nágrannar. Hvern mynduð þið vilja hitta lesendur góðir, það verður hægt að kommenta á hér fyrir neðan.
mótmælum skólagjöldum , gleymum því ekki.

Og í tilefni dagsins er hér smá söngtexti

As I walk this land with broken dreams
I have visions of many things
Love's happiness is just an illusion
Filled with sadness and confusion

What becomes of the brokenhearted
Who's had love that's now departed
I know I've got to find some peace of mind

Maybe the fruits of love grow all around
But for me they come a tumblin' down
Every day heartaches grow a little stronger
I can't find my way much longer

Help me, I'm searching though I don't succeed
To satisfy this growing need
If there's no way
No chance for a beginning
All that's left is an unhappy ending

I walk in shadows searching for light
Cold and lone, no comfort in sight
Hoping and prayin' for someone to care
Always movin' and goin' nowhere

Now what's become of the brokenhearted
Who's had love that's now departed
I know I've got to find some peace of mind

I'll be searching everywhere
Just to find someone to care
I'll be looking everyday
I know I'm gonna find a way

Nothing's gonna stop me now
I'll find a way somehow
I'll be searching everywhere
Lookin' for someone to share

Þvílíkt sem maður er nú dramantískur...

|

fimmtudagur, mars 18, 2004

Afar merkilegir atburðir gerðust í dag svo ekki sé meira sagt. Lið MR féll úr leik gegn lærisveinum Palla í undanúrslitum Gettu Betur. Já Borgarholtsskóli vann. Og eins og mér sé ekki meira sama. En samt sem áður vill ég óska Palla til hamingju með sigurinn og óska ég hinum alls hins besta í þessari keppni.
Núna er ég orðinn fjölmiðlastjarna. Á síðu 47 í mogganum í dag er nafn míns getið í tengslum við nýkjörna stjórn Röskvu en og ALÞJÓÐ veit er ég nýkjörinn ritari í því ágæta hagsmunafélagi stúdenta við HÍ. Ég mun ætla eftir þessa grein í Mogganum mun Séð og Heyrt elta mig á röndunum til að hnýsast í einkalíf mitt en ég mun ávalt segja NEI TAKK!

íÍlokinn vill ég byðja fólki á að rita nafn sitt á undirskriftalista gegn skólagjöldum sem nú eru í gangi. Hægt verður að gera það hér á þessum tengli hér.
Ég vill biðja alla þá sem vettlingi geta valdi að merkja nafn sitt niður og mótmæla þessum tillögum sem er verið að reyna að ná fram. Það skiptir ekki máli hvort þið eruð í námi við HÍ eða ekki, allir geta tekið það og skapað þá samstöðu sem þarf til þessa að berjast gegn þessu mikilvæga máli. VIÐ VILJUM EKKI SKÓLAGJÖLD!!! Nú er að láta hendur standa fram úr ermum því sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!

|

mánudagur, mars 15, 2004

Þjóðarpúlsinn...

Hver er besti fótboltamaður í heimi?


Votes
Höddi Magg 6% 1
David Beckham 6% 1
Ronaldo 0% 0
T. Henry 13% 2
Zidane 13% 2
Atli Rafnsson 63% 10

16 votes total

...Segir meira en nokkur orð.

|

Mánudagur mættur í öllu sínu veldi og helgin afstaðin. Þetta er búin að vera ansi viðburðarrík helgi svo ekki sé meira sagt. Skellti mér með Gauja í smá miðbæjarstemmnigu á föstudagskvöldið og varð maður vitni af undalegri dansmenningu landans. Ég held að Gaui hafi orðað það ansi vel á bloggi sínu þegar hann sagði að karlmenn ættu ekki að dansa, sem kórétt að vissu leiti. Karlmenn eru að mjög takmörkuðu leiti gæddir þeim merka hæfileika að geta hreyft sig í takt við tóna og þar af leiðandi ömurlegir dansarar. Hins vegar er hin mesta skemmtun að horfa á tilþrifin og er ég viss um Gaui minn að þú takir undir þessi orð með mér.
Aðalfundur Röskvu var haldinn á laugardaginn og var mikið karpað. Atli Rafnsson var með gríðalega öfluga kosningabaráttu þennan dag sem skilaði sér í því að hann var valinn sem ritari í stjórn félagsins. Sem sagt, ég er kominn í stjórn Röskvu og er ég um leið kominn í hringiðu hagmunagæslu nemenda Háskóla Íslands. Þess vegna ætla ég að leyfa mér að vera pínulítið pólitískur á ókindarvefnum í framtíðninni. Aðalfundinum var svo fylgt eftir með vel heppnaðri árshátíð um kvöldið. Mér lýst bara ansi vel á að starfa með Röskvu, skemmtilegt og vandað fólk sem maður kynnist þarna og víkkar sjóndeildarhringinn hjá manni því maður fær að kynnast því sem er að gerast hjá öðrum deildum.
Í gærkveldi fór ég á körfuboltaleik í fyrsta skiptið í mínu viðburðarríka lífi. Smellti mér á leikinn með Mr. & Mrs. Polmasin og studdi græna herinn til sigur gegn rauðu pjökkunum frá Ásvöllum. Körfubolti er ekki skemmtileg íþrótt en þar sem Þórður Þ. Gunnþórsson er leikmaður Hauka og ég gamall Njarðvíkurbúi lét ég tilleiðasta og fór á völlinn og varð vitni að gríðarlegum yfirburðum græna hersins. En Dodda til málsbóta þá barðist hann eins og ljón allann leikinn en því miður voru hlutirnir ekki að ganga sem skildi hjá honum.
Nú sit ég sveittur í stól kennarans og reyni að stuðla að betri menntun æsku landsins.Ókindin bregður á leik með börnunum Ágætis bekkur sem ég er að kenna í dag, 10 ára bekkur og þau eru nokkuð góð bara. En ykkur lesendur góðir hafið engan áhuga á því, þið viljið bara blóð, svita og tár og það hef ég ekki upp á að bjóða á minni síðu, síður en svo því ég er eins og alþjóð veit saklaus friðarsinni inn að beini.
Amen.

|

föstudagur, mars 12, 2004

Núna er kominn föstudagur, föstudagur er til fjár og því hlítur þessi dagur að vera tileinkaður mér því ég er fjár (kind). Þess vegna finnst mér að það ætti að vera opinber breyting á nafni þessa dags í Atladagur. Að hugsa sér, að það skuli vera dagur nefndur eftir manni.
Annars nenni ég ekki að skrifa neitt meira núna.

|

þriðjudagur, mars 09, 2004

Þetta var nú bara nokkuð bissí helgi. Árshátíð fróða var á föstudaginn, sem var bara helvíti fín. Myndin sem við erum búnir að vera að taka upp í margar vikur heppnaðist stórkostlega. Þvílíkt og annað eins meistarastykki. Ef myndin hefði verið stelpa þá hefði ég tvímannalaust reynt við hana. En nóg um það. Ég nenni varla að skrifa mikið um hvað gerðist á árshátíðinni því að þeir sem voru ekki á staðnum hafa engan áhuga á því að lesa um hana og þeir sem voru á staðnum þurfa ekki að lesa um hana. Ef þú vilt skoða myndir frá hátíðinni þá getur þú það hérÓkindin að snæðingi
Ég þurfti að vakna heldur snemma á laugardaginn til að fara að vinna á bæjarárshátíðinni í Naflanum. Djöfull var ég nú þunnur þann dag. Ég var alls ekkert að að höndla það og mikið. Allavegana þá var þetta 17 tíma törn hjá mér í vinnu og þá var ég líka orðinn nokkuð þreyttur. Verst er þó hvað gamalt fólk er fokking leiðinlegt þegar það er orðið fullt.
Fór í dag og gaf skít í vonda veðrið sem geysar nú úti og borgaði staðfestingargjaldið fyrir Costa del Sol-ferðina sem ég ætla í þann 27. júli næst komandi.

|

fimmtudagur, mars 04, 2004

Úff, þetta er búið að vera hundleiðinlegt í dag í skólanum. Ef ég væri matur þá hefði ég rotnað án efa. Djöfull er ég feginn að ég sé ekki matur.
Það er búið að vera spuningakeppni í skólanum undanfarið, þar sem keppt er um það hver fái að etja kappi á sjálfri árshátíðinni! Gríðarlegur metnaður hefur verið lagður í keppnina og ekkert til sparað. Ég tók þátt ásamt danska kyntröllinu honum Bauna. Bauni er hin vænsti piltur og gáfumenni mikið. En því miður er hann danskur í annann endann (þann óæðri?) og þar af leiðandi fórnarlamb kúgunar hér á landi. Allavegana stóðum við okkur eins og sannar hetjur og gerðum okkar besta. En því miður fyrir vísindin þurftum við að lúta í lægra haldi fyrir okkur MINNI spámönnum, þó aðallega litlum spámanni sem fór hamförum í keppninni. Þar með féllum við Bauni úr leik en reyndum þó að kæra þar sem óeðlileg tengls voru á milli dómara og littla spámannsins. Þeir hafa nefnilega set innstungu í sömu raufina og leikið sama golfvöllinn. Til marks um svikin og skandalinn var kæran ekki tekin til greina.
Á morgun er árshátíð Fróða. Vúhú, frábært ég get ekki beðið né setið á mér, þvílíkur spenningur. Hvernig ætli maður geti setið á sér? Hér með auglýsi ég eftir manni/konu sem er þeim hæfileika gædd að geta setið á sjálfum sér.

|

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ég gleymdi að óska bjórnum til hamingju með daginn í gær. Í gær voru 15 ár síðan bjórbanninu var aflétt hér á landi. Til hamingju með daginn!!!
Til hamingju!

|

Hann Gaui félagi minn var að hvarta yfir því við mig um daginn að ég hefði ekki skrifað neitt um sig á bloggið minn. Nú skal gerð bragarbót á því. Guðjón Már Sveinsson, eða Gaui eins og hann er kallaður, fæddist 19. mars 1982 og mun því verða 22 ára nú eftir nokkra daga. Því miður býr hann í Kópavogi og hefur hann liðið fyrir það alla sína tíð en eins og allir vita er kusk naflans, þ.e. skíturinn sem fylgir fegurðinni.
Gaui hefur alla tíð verið gallharður áhugamaður um íþróttir og á sér uppáhalds lið í mörgum greinum. Ber þar hæst áðdáunn hans á UBK. Aftur á móti er hann einnig áhugamaður um aðrar óhefðbundnar íþróttagreinar og lætur sig sjaldan vanta þegar viðburðir eru í gangi stórir sem smáir.
Gaui að fylgjast með sjómannskeppni
Það hefur sjaldan verið logn þar sem Guðjón er og er hann hrókur alls fagnaðar og óhræddur að boða fagnaðarorðið. Hann lét einu sinni eftir sér að honum langaði að vera prestur og væri til í að boða Guðs orð á fjarlægum stöðum. En í dag er hann í sagnfræðinámi og líkar vel. Sem stendur er Gaui á lausu og hef ég littla trú á því að það muni endast lengi því hér er um gullfallegan mann að ræða sem á engan sinn líkann.

|

mánudagur, mars 01, 2004

Þetta var nú bara ágætis helgi hjá mér, tvö fyllerí og skemmtilegheit. Annars var dagurinn í dag ansi merkilegur og mun ég upplýsa seinna hvað ég á við með því.
Árshátíðin er á næsta leiti og mun maður nú sletta soldið úr klaufunum í tilefni hennar. En nóg um það.
Gaui félagi minn var einmitt að starta bloggi um daginn og var hann að kvarta við mig að ég hefði aldrei skrifað um sig hér á bloggið mitt. Því ætla ég að tileinka bloggið dag honum til heiðurs.

|
eXTReMe Tracker