þriðjudagur, desember 30, 2003

Jæja, tveir dagar eftir. Árið fer nú brátt að kveðja oss og ég er að spá í að kveðja það með stæl. Ég ætla, ásamt einvala liði, að leggja leið mína á Hraunholt og slæpast þar langt fram eftir nóttu. En fyrst ætla ég að skjóta upp flugeldum eins og sprengjuróður Kani. Djöfull vorkenni ég flóttafólki alltaf jafn mikið sem flúið hefur til Íslands í leit að stríðslausu landi. Þau fá íslenskt gamlárskvöld í staðinn, bömmer fyrir þau hlýtur að vekja upp óþægilegar minningar.
Sá LORT return of the king um daginn með ofurskuttlunni Heiðu Vigfúsdóttur, verst að vinkona hennar hún Kylie Minouge komst ekki með. Ofurskuttlum fylgja ofurskuttluvinkonur, Heiða Björk hljómar ekki ósvipað og Heidi Klum?!? Eða hvað?
Jæja, það er komin ný könnun, endilega svara henni, auk þess legg ég til að Garðabær verði lagður í eyði.

|

sunnudagur, desember 28, 2003

Brátt líður árið í aldanna skaut, það eru bara örfáir dagar eftir á þessu herrans ári 2003. Skrítið að við skulum tala um að árið líði í eitthvað skaut því samkvæmt íslensku orðabókinni þýðir skaut æxlunarfæri kvenna.
Mér var boðið í partí hjá ofurskutlunni Klöru Sveinsdóttir í gær. Það er gott að eiga ofurskutlu sem vinkonu því ofurskutlum fylgja ofurskutluvinkonur. Það var heinlega allt morandi í gullfallegum fljóðum í þessu partíi. Skvísur úr frjálsum, sundi, háskólanum og bara allstaðar að. Svo fagrar voru þessar freskjur að þær vörpuðu skugga á sólina, svo mikil var fegurðarútgeislunnin hjá þeim. Eftir teitið var farið í Reykjavík city þar sem stiginn var villtur dans langt fram eftir nóttu og var bærinn málaður rauður. En djöfulli var kalt í gærkvöldi. Ef ég væri ekki svona rosalega seiðandi hefði ég króknað úr kulda. bbrrrrrrrr......
svo svona að lokum legg ég til að Garðabær verði lagður í eyði.

|

fimmtudagur, desember 25, 2003

Fyrirgefið hvað ég hef verið latur við að skrifa inn á bloggið. Prófin hafa tekið allann minn tíma undanfarið sem og jólaundirbúningur. Er búinn að fá að vita út úr einu prófi, fékk fyrstu einkunn í Ísl-&Nordensögu. Nokkuð gott held ég bara.
Fór að djamma á laugardaginn síðasta eftir að hafa farið í útskriftarveislu hjá vinkonu minni, stóð mig geðveikt vel á djamminu eða hitt og. Fór heim lasinn og þá meina ég ekki út af drykkju. Ömurlegt.
Anddani (afhverju segjum við íslendingar andskotar en ekki anddanir eða andsvíar?) var ég nú ánægður með jólagjafir mínar. Maður fékk hitt og þetta en ég held að það sem stóð upp úr hafi verið perluskrautið hans JP Polmasin og blómavasinn frá Dóra frænda. Vonandi að mr. Polmasin hafi verið jafn ánægður með það sem ég gaf honum.
Jæja elskunar mínar, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og svo í lokinn ætla ég minnast Catos gamla með að leggja til að Garðabær verði lagður í eyði.

|

mánudagur, desember 15, 2003

Þá er helgin liðin. Þetta var góð helgi, kláraði íslands-og norðurlandasögu II með glans og hélt upp á það með því að detta í það.
Fór að kenna í morgun. Það var gaman eins og alltaf, í dag var ég með 6. bekk og lét þau föndra jóladót og búa til jólakort. Maður er orðinn svo svakalega mikill kennari í sér.
Við bræðurnir fórum að kaupa jólatré í gær, skrítinn siður að hafa tré inni í stofunni hjá sér. Hverjum ætli hafi dottið það í hug?
Það er komin ný spurnig á síðuna, endilega takið þátt, þetta er allt liður í háalvarlegri mannfræði-rannsókn.

|

fimmtudagur, desember 11, 2003

Ég er á fullu að lesa fyrir prófið í Ísl-og norðurlandasögu sem fram fer á laugardaginn. Einkar áhugaverð lesning. Varð samt að taka mér smá pásu.
Sá myndband í morgun með Páli Óskari og hörpugellunni Moniku. Ég verð nú að segja að mér fannst lagið og myndibandi alveg frábært. Þó ég sé ekki mikill aðdáendi Páls Óskars sem tónlistarmanni (þó ég beri mikla virðingu fyrir honum sem persónu) þá verð að segja að Pallinn er í sínu besta formi núna í tónlistarlega séð.
Djöfull hefði ég verið til í að sjá Muse spila í gær. Komst því miður ekki, heyrði að það hafi verið geggjað gaman á Konsertinum. Svona er þetta bara, helvítis próf sem ganga fyrir.
Ég er farinn að halda að það sé ekkert svo mikið af fólki sem er að skoða síðuna mína, mér er reynda alveg sama. Allavegana er fólk latt við að tjá sig í gestabókina. Ég ætla nú samt fyrir þessar örfáu hræður sem leggja á sig ómakið til að fylgjast með órum mínum að vera duglegur að skrifa nýjar greinar hér inn ólíkt mörgum reyndari blogg-nördum. Blogg-nörd, skemmtilegt orð. Þá hlýt ég að vera nörd líka.

|

miðvikudagur, desember 10, 2003

úff maður, fyrsta prófið búið, one down two to go. Þetta var ekkert smá strembið maður. Prófið var fjórir tímar og það var samt eiginlega ekki nóg, hefði þurft að vera hálftíma lengur. Aumingja heilinn í mér, hann er sko þreittur núna. Þetta er búið að vera helvítis álag á honum. Hann sem var veikur fyrir.
Ég var að frétta asskoti magnaða sögu af Ara Gunnarssyni félaga mínum. Réttara sagt heitir hann ekki lengur þessu nafni. Í gegnum tíðina hefur honum þótt nafnið sitt vera heldur stutt og leiðinlegt þannig að hann ákvað að breyta því og taka upp nýtt nafn og heitir hann í dag Gabríel Ari Gunnarsson. Fyrir þá sem ekki þekkja manninn er þetta sami maðurinn og keyrði inn í Fjarðarvídeó hérna um árið.
Ég hef áhyggjur af vini mínum honum Þórði Gunnþórssyni. Eins og flestir vita lifir hann í þeirri blekkingu að hann og Justin nokkur Timberlake séu sami maðurinn. Það er nú svo sem allt gott og blessað því allir verða að eiga sér fyrirmynd í lífinu. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er sú trú hans á að uppeldistöðvar hans séu stórhættulegt getthó í amerískri stórborg.
Hey Jón Páll mér var að detta eitt í hug í sambandi við heimsveldi okkar. Eins og þú mannst verður bara eitt íþróttalið til, einn skóli og eitt tungumál talað o.s.frv. Fyrir almúgamanninn verða bara nokkrar útvaldar "dráttarvélar" sem munu þjóna almúganum í sambandi við ríðingar. Haldnar verða hátiðir þar sem hún mun þjóna körlunum og verða hátíðinar kallaðar "Samkuntur". Munu samkuntur vera haldnar oft í viku og duglegum verkamönnum verðlaunað með samkuntum, hvernig líst þér á það'

|

mánudagur, desember 08, 2003

Heyrði alveg magnað jólalag áðan í útvarpinu. Jólalag Baggalúts er nafnið á því ágæta lagi. Þetta er cover lag á gömlu og frægu Iron Maiden lagi, Run to the hills, (sem ég sá einmitt spila á Skeldunni í sumar sællar minningar). Frábært lag.
Lét til leiðast að horfa á Pearl Harbour á stöð 2 um helgina. Það er aldeilis að þjóðernishyggjan er sterk hjá kananum. Hún var engu síður mjög flott en full væmin fannst mér hún vera. Kemst ekki með tærnar þar sem stríðsmyndir á borð við The thin red line og Saving private Ryan skildu eftir sig spor eftir hælinn. Ég fór reyndar svolítið að pæla þegar myndin var hvort heimurinn í dag væri nokkuð eitthvað öðruvísi en hann var fyrir hundruð og þúsundum ára. Einu sinni vor voldug heimsveldi á borð við Rómarríki, Mongólíu og ríki Alexanders mikla. Á síðustu öld hétu heimsveldin Bretland (til 1918) USA, Sovétríkin (1918-1991) og nú undir lokin Kína. Þessi heimsveldi munu þó kikna undir heimsveldi sem er að mótast meðal ungra en atorkusamra manna úr Hafnarfirðinnum (einn þeirra er reyndar fluttur til Njarðvíkur í leit að ástinni). Þetta heimsveldi mun hafa bækistöðvar hér á landi og Hafnarfjörður höfuðstaður Jarðarinnar. Bíðiði bara, veldi okkar mun rísa hratt.
Senn koma jólin og nú eru bara 16 dagar til festivalsins mikla. Djöfull var Kastró sniðugur þegar hann lét fresta jólunum til að fólk gæti unnið við uppskeruna í staðinn. Það væri ekki svo vitlaust að hafa jólin í Janúar þegar útsölurnar eru byrjaðar.
Svo minni ég á spurninguna sem er hér til hliðar á síðunni og gestabókina, endilega vera duglegri að kvitta.

|

föstudagur, desember 05, 2003

Það er komin ný könnun, endilega taka þátt. Niðurstöður hinnar kannaninnar var ansi athyglisverð. 40% þeirra sem tóku þátt voru sykurpúðar, 40% er allveg sama en vorkenna þeim, 10% vilja vernda tilverurétt sykurpúða og 10% kallar þá úrkynjað hyski.

Hafa sykurpudar tilverurett???


1. Nei alls ekki, thetta er urkynjad hyski 1 10%
2. Ja audvitad 1 10%
3. Er allveg sama, vorkenni theim bara 4 40%
4. Eg er sykurpudi 4 40%


Eins og sést eru þetta stórmerkilegar niðurstöður, þátttakan var gífurleg eins og sést á tölunum.

|

fimmtudagur, desember 04, 2003

Ég fór á skauta með unglingadeild Setbergsskóla áðan. Ég get sagt það án þess að ljúga að ég fékk borgað fyrir að vera á skautum, sem sagt atvinnumaður á skautum. Flest kommentin sem ég fékk hins vegar frá krökkunum voru á þá leið að ég væri lélegur skautari. Það er ekki rétt.
Ég hef oft hugsað afhverju við íslendingar erum svona léleg á skautum eins og við erum. Það er ekki eins og við búum ekki við nægilega góðar aðstæður. Kannski er ástæðan að það er ekki nógu mikið aksjón á svellinu fyrir okkur. Reyndar er brjálað aksjón í íshokkí en þegar fólk er að renna sér á skautum hring eftir hring eftir hring þá fer þetta að verða helvíti leiðinleg þegar ekkert gerist.
Ég er búinn að taka eftir því að það er alltaf eitthvað af fólki sem kemur að skoða síðuna á hverjum degi og er það vel. En hins vegar finnst mér leiðinleg hve fáir nenna að skrifa í gestabókina.
Allavegana ég þarf að fara að halda áfram að lesa undir próf.................

|

miðvikudagur, desember 03, 2003

Æska landsins hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi hafa mig sem forfallakennara í þessari viku. Ég er búinn að vera að kenna í Setó, milli þess sem maður er að undirbúa sig fyrir prófin.
Horfði í gær á Survivor á Skjá 1. Þetta eru magnaðir þættir svo ekki sé meira sagt. Draman er meiri en í Leiðarljósi og hafa ófá tárinn fallið meðal þátttakenda vegna þess að þetta er svo erfitt. Það finnst mér kjánalegt af þeim að kvarta yfir erfileikum sem þau velja sér sjálf til að búa við í mesta lagi einn mánuð. Ég held að þetta fólk viti ekki hvað erfileikar eru. Þetta eru Kanar, úr öllum stéttum samfélagsins, sem mæta á staðinn staðráðin í að sýna umheiminum hvað í þeim býr. Svo drappast þau niður og bera sig illa. Þessir Kanar eru í raun að upplifa það sem þorri mannkyns býr við nú árið 2003. Hungursneið og vatnsskortur, lélegt húsnæði, engin klósett né hreinlætis aðstæða, skordýr út um allt og válynd veður. Engum dettur hins vegar í hug að veita hinum raunverulegu þraukurum sem hafa búað við þessar aðstæður allt sitt líf, milljón dollara verðlaun. Spurningin er hvort næsta röð Survivors ætti ekki að fara fram í gettói stórborga Indlands eða meðal götubarna Brasilíu? Shit hvað ég er orðinn pólitískur, kannski er ég ekkert skárri heldur enn nágrannarnir í vestri. Ég horfi alla vegana alltaf spenntur á þættina og kvarta yfir því að eiga ekki bjór og snakk með því.

|

mánudagur, desember 01, 2003

Þá er helgin liðin og desember kominn í hlað. Jólaþorpið opnaði um helgina og ljósin tendruð á danska vinartrénu frá Fredriksberg. Eitthvað er vinátta baunanna farin að dvína því þetta tré er algjör hrísla. Frá þessari stundu lýsi ég frati á Danmörku! Þeir búa samt til góðann bjór, nema Carlsberg hann er viðbjóður.
Ég var að keyra heim frá Reykjavík í gær og við hliðna á bílnum mínum var annar bíll og ökukarllinnn í þeim bíl var dansandi og syngjandi við stýrið. Mjög fyndið að sjá þetta, innlifuninn var svo svakaleg hjá gaurnum að hann átti örugglega í mestu erfileikum með að stýra bílnum. Spurning hvort ekki þurfi að fara að banna dans undir stýri, Don´t dance and drive! Hvenær ætli komi að því að í fréttum fjölmiðlanna birtast fréttir þess efnis að maður hafi látið lífið í umferðaróhappi. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum dans er hann settist undir stýri.

|
eXTReMe Tracker