sunnudagur, október 30, 2005

Það fer í...
...taugarnar á mér þegar að það hreyrist flautuhljóð í nefinu á mér þegar ég anda. Ég er að reyna að losa mig við flautuhljóðið sem er búið að vera að pirra mig núna í tvo tíma.

|

föstudagur, október 28, 2005

Jean-Jacques...
...Rousseau var franskur heimsspekingur. Hress karl. Hann sagði að þegnar þjóðfélaga væru þrælar þar sem þeir og þær fengu ekki að hafa áhrif á þau lög sem sett væru af þjóðþinginu. Jafnvel þegnar lýðræðisríkja væru þrælar þar sem þeir og þær hafa ekkert um lög og lagasettningar að segja. Í raun væri eini tíminn sem þessir þegnar væru frjálsir væri þegar að gengið væri til almennra konsninga. Þá fengi hver og einn þegna að hafa áhrif og vera frjáls, ekki þræll.
Að vera þræll? Er e-ð til í þessu hjá honum Rousseau? Er ég þræll vegna þess að ég get ekki haft áhrif á lög og lagasetningu í landinu nema þegar að ég kýs til þings? Er ég þræll og undirmálsmaður þar sem að ég styð ekki ríkisstjórnina? Þarf ég að lúta núverandi ríkistjórn þar sem að ég kaus hana ekki og styð hana því síður? Okrar lýðræði á þegnum sínum? Er minnihlutinn þræll meirihlutans? Er til meirihluti þegar að einungis fámenn klíka stjórnar landinu? Hvað er umboð til stjórnarmyndunnar?
Heimsspeki er skemmtilegt fag. Þar lærir maður að velta hlutunum fyrir sér. Það er auðvelt að afbaka sannleikan og staðreyndir með einföldum hætti. Sannleikann? Hvað er það eiginlega. Er eitthvað eitt meira satt heldur enn eitthvað annað? Er ekki sannleikurinn og leitin að honum sem knýr okkur áfram sem fólk. Að læra meira, vita meira. Er leitin að sannleikanum tilgangur lífsins? Ef að sannleikurinn, sá eini rétti, finnst er þá stoðunum undan tilveru okkar kippt í burtu? Ef leitin að sannleikanum er búin þá verða engar framfarir, eða hvað? Efað við höfum náð hinu eina sanna sannleik þá hljótum við að öðlast guðdómleika, fullkomnun. Sannleikurinn og þráin til að vita meira er sá hvati sem kveikir neistann til framfara.

Ha, er Atli orðinn heimsspekingur?

|

fimmtudagur, október 27, 2005

Ég er orðinn...
...23 ára, fyrir nokkru síðan. Samt sem áður held ég áfram að bíta mig í tunguna. Það er ógeðslega vont.

|

miðvikudagur, október 26, 2005

Ég var sjúkdómsgreindur...
...á heimasíðu ákveðinnar snótar nú ekki fyrir svo margt löngu. Ég veit ekki hvort að ég hafi verið sjúkdómsgreindur því að ég er ekki viss um að þetta sé sjúkdómur. En ég vísa þessari greiningu alfarið á bug og jafnvel ennþá lengra í burtu en það. Það er ekkert að mér, nema kannski smá kvef drulla. Ég er ekki RANGEYGÐUR!

|

Það er svolítið...
...fyndið ef maður fer að spá í því að aðal erlendafrétt síðustu daga er sú að páfagaukur hafi látið lífið í Englandi og að dánarorsökin hafi verið flensa.

|

þriðjudagur, október 25, 2005

Men are born...
...and remain free and equal in rights. Þetta var skrifað fyrir 1789. Jafnrétti, bræðralag og frelsi, hugmyndafræði Frönsku byltingarinnar í hnotskurn. Reyndar var þetta skrifað á frönsku ekki ensku en það er aukaatriði. Það eru 216 ár síðan þetta var skrifað. Samt sem áður söfnuðust 50 þúsund manns í gær til að mótmæla mismunun. Hversu langt höfum við náð á rúmum 200 árum? Við höfum fengið aukin borgaraleg réttindi, kosningarétt og fleira í þeim dúr. Samt er launamunur milli karla og kvenna. Það er í raun tímaskekkja að vera að berjast um slík mál í rauninni asnalegt. Við eigum að vera fyrir lifandis löngu að vera búin að eyða þessu vandamáli úr samfélagi okkar, þá fyrst getum við kallast fyrirmyndarsamfélag.

|

sunnudagur, október 23, 2005

Ég er klaufi...
...og klúðra oft málunum vegna þess að ég er oft full fjótfær á mér. Stundum er betra að bíða með að segja hlutina en það er líka stundum erfitt að sitja á sér ef að eitthvað liggur manni á hjarta. Stundum segi ég hluti á röngum tíma á röngum stað, reyndar geri ég það allt of oft. Stundum bíð ég heillengi með að segja hluti og er þolinmóður en þegar ég opna svo loksins munninn og segji það sem mér liggur á hjarta geri ég það á kolvitlausum tíma. Þess vegna er ég klaufi og klúðra málunum.
Ég var klaufi um helgina, sé svolítið mikið eftir því.

|

föstudagur, október 21, 2005

Ég á...
...bestu ömmu í heimi. Mér finnst hún vera æði. Hún er hress, skemmtileg, lifandi og síðan en ekki síst þá er hún ofboðslega kærleiksrík kona. Mér þykir vænt um hana. Undanfarið ár hef ég lært að meta betur það sem ég hef. Ég á fjölskyldu sem stendur við bakið á mér, við stöndum saman í gegnum súrt og sætt. Amma mín hefur verið einn mesti kletturinn í þessari fjölskyldu. Hún er kjarnorkukona, hetja. Ég er ofboðslega stoltur af ömmu minni, þegar ég var lítill fannst mér hún vera ótrúlega kúl, hún spilaði við okkur fótbolta. Hún er frábær, ég er svo glaður að hún skuli vera amma mín.

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Loksins, loksins...
...tókst mér að fatta útaf hvað Minesweeper leikurinn gengur út á og ég klára hann núna alltaf. Metið mitt er 56 sekúndur í beginner borðinu.

|

miðvikudagur, október 19, 2005

Sumir dagar eru...
...betri en aðrir dagar. Í dag er ljómandi góður dagur. Ég er hress og ég er glaður. Mér líður vel.
Takk, Takk, Takk.

|

sunnudagur, október 16, 2005

Smjör ofan...
...á brauð? Hingað til hef ég talið það vera hinn eðlilegasta hlut að strjúka yfir brauðsamlokuna mína dálítilli smjörklípu. Góð kona benti mér hins vegar á það að það væri hreinlega ógeðslegt að smyrja smjör ofan á brauð og í raun tilgangslaust. Ég vísaði því á bug. Smjör er ekki óþarfi á brauð, eða er það kannski? Hvað er smjör er mjólkurafurð sem hefur fylgt landanum um ómunatíð. Það er hins vegar afar fitandi. Er smjör nauðsynlegt á brauð? Er ristað brauð án smjörs það sama og ristað brauð með smjöri? Ég er ringlaður. Á einu litlu augnarbliki var sambandi mínu við smjörið umturnað. Ég hef ekki ákveðið hvort að það sé óþarfi að nota smjör. Samt sem áður er það nánast ómögulegt að hugsa um samloku með osti án þess að smjör fylgi með.

Sum orð eru meira pirrandi en önnur. Ég hata orðið smyrja. Það fer í taugarnar á mér. Líka orðið skúra og þrífa. Það fer líka í taugarnar á mér þegar fólk segir attur og ettir en ekki aftur og eftir.

|

þriðjudagur, október 11, 2005

Ég biðst afsökunnar...
...af þeim ruglingi sem ég kann að hafa valdið. Það var ekki Kavi kavíar sem ég fékk mér á brauðið hér í denn heldur var það KAVLI kavíar.
Það var Norðmaðurinn Olav Kavli sem fyrstu framleiddi fyrir markað smurost á brauð. Það var á þriðja áratug síðustu aldar.

|

Ég krefst þess...
...að íslensk stjórnvöld sendi þeim þjóðum sem hafa lent í náttúruhörmungum síðastliðna daga, myndarlega fjárhæðir til að standa straum að því björgunar- og uppbygginarstarfi sem þjóðir Mið-Ameríku, Indlands og Pakistan standa frami fyrir. Ríkistjórnin síndi gott fordæmi og sendi raunarlegar peningagjafir í Asíu eftir flóðin miklu og einnig til BNA í kjölfar fellibylsins Katrínar. Nú þurfum við sem ein af ríkustu þjóðum heimsins að bretta upp ermarnar og styðja við bakið á fátækustu þjóðum heims sem glíma við þessa stundina hrikaleg efnahagsvandamál vegna náttúruhamfara.
Guð hjálpi þeim sem lifa við hörmungar ástand.

|

Ætli þetta séu...
...álegg





















á brauð?

|

sunnudagur, október 09, 2005

Einu sinni...
...fékk ég mér alltaf kavíar á brauð. Mmmmm... hvað það var gott. Ég elskaði kavíar, þá sérstaklega Kaví kavíar. Kavíar og kavíar er nefnilega ekki það sama. Eins mikið og ég dýrkaði kavíar þá þoldi ég ekki kavíar sem var ekki frá Kaví. En hvað er kavíar? Það eru fiskihrogn. Ég semsagt fékk mér hrogn ofan á brauð. Mér finnst kavíar ekki neitt sérstaklega spes í dag. Í raun hef ég ekki fengið mér kavíar í mörg ár. Ég sakna kavíarsins, málmtúbban sem kavíarinn var í, myllubrauðið og mjólk. En lífið breytist.
Ég ætlaði líka að verða stjörnufræðingur. Nú er ég að læra sagnfræði.
Ég er ekki búinn að raka mig í nokkra daga, er að spá í að halda aðeins áfram að safna skeggi. Skegg, skrítið orð. Að heita Skeggi er líka skrítið. Líklegast kemur það nafn til vegna mikils skeggvaxtar. Einu sinni var ég í Svíþjóð og þar var stúlka sem við kynntumst, ég var á móti, hún var með langa tá. Ég ætla að skíra hana Tá.

Smá fróleikur um appelsínur:

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá Indlandi á miðöldum. Til aðgreiningar voru nýju appelsínurnar, sem bárust til hafna við Norðursjó snemma á 18. öld, kallaðar á lágþýsku Apel de Sina 'epli frá Kína' en um 1700 var Sina hið almenna nafn á Kína á þýsku. Á sama tíma kölluðu Frakkar ávöxtinn pomme de Sine eða Chine (pomme = epli) og Englendingar China orange. Orðið appelsina tóku Norður-Þjóðverjar upp eftir Hollendingum sem nefndu ávöxtinn appelsien.

|

miðvikudagur, október 05, 2005

Það er að...
...koma merkileg heimsókn frá Finnlandi. Finnski veirusérfræðingurinn Hanner Tippavarta kemur og ætlar að halda fyrirlestur um frunsusjúkdóma og aðra útbrotssjúkdóma. Áhugasamir skrái sig á heimasíðu hr. Tippavarta, www.tippavarta.fi/iceland.

|

sunnudagur, október 02, 2005

Bú...
...brá þér?

|
eXTReMe Tracker