þriðjudagur, september 27, 2005

Að leggja...
...orð í belg? Hvernig fer maður að því?

|

mánudagur, september 26, 2005

Réttur dagsins...
...er Parmetier súpa.

3 bollar af púrru , nota hvíta hlutann af stilkunum og þá græna hluta sem eru mjúkir, brytja púrruna niður (gott er að byrja að láta púrrubitana malla smátíma í 3 matskeiðum af smjöri - það er þó ekki í upphaflegu uppskriftinni.)
4 bollar af skræluðum karftöflum í bitum
8 bollar af vatni (ágætt er að nota kjúklingasoð)
1 matskeið af salti
6 matskeiðar af rjóma


Setja svo steinselja eða graslauk út á súpuna áður en hún er borin fram.

Svo er að sjóða kartöflur og púrru í saltvatni þar til allt er vel soðið - svona um 50 mínútur og er að sigta þetta í mauk og krydda að vild. Rétt áður en súpan er borin fram þá er rjómanum bætt út í og stráð steinselju eða graslauk út á.

Maður fær bara vatn í munninn.

|

Bróðir minn kær...
...hann Tryggvi bað mig um að koma þessum skilaboðum áleiðis.
Eins og allir ættu að vita að þá eru kartöflur mér afar hugfangar sem matjurtir. Kartöflur eru ein mesta gæfa sem þessi jörð hefur alið af sér og hið mesta þarfa þing. Ófáar þjóðinnar hafa hagnast á tilvist kartaflanna og mörgum mannslífum verið bjargað vegna hennar. Því hef ég ákveðið að skera upp herör gegn þeirri grimmu meðferð sem þessi matjurt hefur verið misboðið þegar kartöflunni er breytt í kartöfluflögur með skelfilegum hætti. Hættum að versla þessar flögur og sínum kartöflunum þá viðringu sem þær eiga skilið.
virðingafyllst
Tryggvi Rafnsson

Tekið skal fram að þetta eru ekki skoðanir eiganda þessarar síðu.

Hvað varð eiginlega um Antony Karl Gregory?

|

föstudagur, september 23, 2005

Meira af...
...kartöfluupplýsingum frá Tryggva. Eins og allir vita þarf að geyma matvæli vandlega og langaði Tryggva að koma þessu á framfæri um geymslufræði kartöflunnar.

Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-20% raka, fyrstu 1-2 vikurnar. Þá myndast á kartöflunum hlífðarlag er nefnist súberín, sem verndar karöflurnar fyrir hnjaski.Ef ætlunin er að nota kartöflurnar í vinnslu, til dæmis framleiðslu á frönskum kartöflum eða kartöfluflögum er mælt með því að geyma þær við hærra hitastig, eða 15-25°C, í tvær vikur eftir uppskeru. Þetta er gert til þess að lækka styrk afoxandi sykra í kartöflunum, en ef styrkur afoxandi sykra er of hár getur það leitt til þess að flögur/franskar verða of brúnar og einnig geta orðið breytingar í áferð og bragði. Ef geymsla við hærra hitastig varir lengur en tvær vikur spíra kartöflurnar. Við spírunina myndast sólanín, sem er hitastöðugt eitrað efnasamband, sem getur meðal annars valdið meltingaróþægindum. Sólanín getur einnig myndast á kartöflum séu þær geymdar við ljós, þá verður hýðið utan á kartöflunum grænleitt. Það er því alltaf mikilvægt að geyma kartöflur í myrkri.

Takk kærlega fyrir það Tryggvi.

|

miðvikudagur, september 21, 2005

Brósi vill...
...endilega að uppáhaldsmyndin hans af kartöflu komi fram.



|

Upplýsingaveitan hann...
...bróðir minn langaði að koma á fram færi enn meiri fróðleik um garðrækt. Það er eiginlega ekki hægt að neita honum um það enda þekkingaraskja mikil um þau málefni eins og áður hefur komið fram.

Kartöflur- Ræktun kartaflna -Val á garðlandiMarkmiðið er að skapa aðstæður þannig að plantan geti gefið mikla og góða uppskeru án þess að skapa hættu á jarðvegseyðingu.Garðlandið verður að bjóða upp á góð veðurskilyrði, m.a. sem minnsta frosthættu. Mjög óheppilegt er að staðsetja garða í lægðum eða dældum því að kalt loft er þyngra en hlýtt og rennur því eins og vatn undan halla og safnast í lægðir og dældir. Því ber að forðast að velja garðland sem liggur lægra en umhverfið. Frosthætta er minni nálægt sjó en inni í landi en einnig minni við stöðuvötn, ár og læki. Djúpir skurðir geta einnig náð að bægja frosthættu frá. Úðunarkerfi til frostvarnar getur skilið á milli góðrar afkomu og lélegrar. Garðstæði í dálitlum en jöfnum halla gegn suðri eða suðvestri nýtur að öðru jöfnu best sólar en mjög hallandi garðstæði ber að varast. Skjólbelti hækka meðalhitann, draga úr hættu á foki en geta aukið frosthættu eitthvað.
Jarðvegur og jarðvinnslaKjörjarðvegur fyrir kartöflur er jarðvegur sem hefur góð loftskipti (loftríkur) geymir og miðlar næringarefnum og vatni auðveldlega og hlýnar snemma vors. Hrein mýri, hreinn sandur eða hreinn leirjarðvegur henta því illa. Sendinn jarðvegur hlýnar fyrr og því hægt að vinna hann snemma vors. Gallar hans eru fyrst og fremst hvað hann heldur illa á vatni og næringarefnum, auk þess sem hætt er við foki. Íblöndun leirs eða moldefna eykur vatns- og næringarheldni jarðvegsins. Kornrækt í sáðskiptum við kartöflur bindur jarðveginn og gefur lífræn moldefni, auk þess sem stubbarnir binda snjó þannig að frost fer ekki eins langt niður og garðarnir eru tilbúnir til jarðvinnslu fyrr að vori. Notkun húsdýraáburðar gefur einnig lífrænt efni í sandinn og dregur úr fokhættu. Vökvunarkerfi eru mjög gagnleg sérstaklega í sandgörðum, bæði sem frostvörn, vökvun og fokvörn.Mýrajarðvegur, vel framræstur og myldinn og með sýrustig pH 5 – 6, getur verið ágætur til ræktunar á kartöflum. Gallar hans eru að hann hlýnar og þiðnar seint að vori og getur verið erfiður yfirferðar í vætutíð og er honum hætt við að þjappast við umferð, einnig geta moldarkögglar aukið vinnu við upptöku. Mýrajarðvegur geymir vatn og næringarefni ágætlega og er loftríkur. Kostirnir aukast ef jarðvegurinn fær tíma til að brjóta sig og eins ef hann er blandaður sandi eða leir. Leirmóajarðvegur er breytilegur eftir því hve mikill sandur eða leir er blandaður í hann. Ef hlutfall leirs er hátt hlýnar hann seint og erfitt getur verið að vinna hann að vori og upptaka verður erfiðari. Hann heldur vel í sér raka og áburðarefnum en loftskiptin fara eftir leir hlutfallinu. Plæging losar upp jarðveginn og er mjög af hinu góða þar sem frostlyfting er lítil, einnig hemur hún rótarillgresi. Æskilegt er að plægja a.m.k. 20 sm djúpt en dýpra ef mikið er af illgresi og einnig þar sem hætt er á þéttum jarðvegi undir. Síðan er jarðvegurinn tættur.Góð sáðskipti eru mikilvæg hvað varðar byggingu og næringarinnihald jarðvegsins, eyðingu illgresis og sjúkdóma. Í tilraunum í Norður- Svíþjóð (1965 - 1984) gáfu kartöflur í sáðskiptum 300 - 500 kg/daa meiri uppskeru en þar sem þær voru ræktaðar á eftir kartöflum, sá munur hélst þó að kartöflur kæmu á eftir kartöflum í sáðskiptunum tvisvar sinnum. Eftir tuttugu ára einræktun kartaflna skiluðu þær einungis 50% af þeirri uppskeru sem fékkst með sáðskiptum. Hér á landi kemur helst til greina að hafa túnrækt og grænfóður í sáðskiptum í kartöflurækt. Tilraun var gerð með forræktun á einærri og fjölærri lúpínu í Þykkvabæ (Ráðunautafundur 1991, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Bændasamtök Íslands). Forræktun í þrjú ár gaf 139 hkg/ha af kartöflum án aukaáburðar. Sáðskipti draga úr smitþrýstingi af völdum veira, flestra tegunda af kartöflukláða, hnúðbikarsvepps, kranssvepps, rótarflókasvepps, foma og fusarium auk bakteríusjúkdómanna hringrots (lágmark tvö ár) , stöngulsýki og votrotnunar.
Áburðargjöf og kölkunKartöflur nýta vel þá næringu sem er fyrir hendi frá fyrri ræktun en þó þarf ætíð að gefa viðbót og eykst þörfin eftir uppskerumagni því að með uppskerunni er næring fjarlægð úr garðinum, því meiri sem uppskeran er meiri. Ef reiknað er með góðri uppskeru upp á 2300 – 2500 kg á dekar (1000 m2 ) er magn næringarefna, sem eru fjarlægð með kartöflum sem hér segir, sjá 1 . töflu:1. tafla. Næringarefni fjarlægð með uppskeru

Næringarefni
% af þurrefni
Heildarmagn í uppskeru, kg
Köfnunarefni
1,0 – 1,5
6 – 9
Fosfór
0,17 – 0,25
0,9 – 1,4
Kalíum
1,8 – 2,3
10 - 13Að auki er næring bundin í grösum og rótum og talið er að 6 – 12 kg af N bindist í grösunum frá 4 – 5 vikum eftir niðursetningu að uppskeru. Undir lok ræktunartíma og við skort á köfnunarefni, flyst það úr grösunum til hnýðanna.Plönturnar taka næringuna upp allt ræktunarskeiðið og eiga auðvelt með að taka upp næringu sem losnar smátt og smátt úr jarðvegi og frá áburði. Upptakan er ekki jöfn yfir allan vaxtartímann. Í fyrstu er hún lítil en með auknum vexti grasanna eykst hún en mest er hún þegar vöxtur hnýðanna fer af stað. Um 70% af aðalnæringarefnunum eru tekin upp 50 – 80 dögum eftir niðursetningu.
Áhrif einstakra næringarefna á uppskeru og gæði.Köfnunarefni er eitt mikilvægasta næringarefnið og hefur hæfilegt magn áborið jákvæð áhrif á bragðeignileika og gæði almennt en einnig er það undirstaða myndunar næringarríkra eggjahvítuefna. Mikið áborið köfnunarefni eykur grasvöxt og seinkar uppskeru og uppskeruþroska hnýðanna en það leiðir til minni hnýða og meiri skemmda við upptöku. Þurrefni hnýðanna minnkar með aukinni N-gjöf (um 0,1% á kg N/dekar) og meiri hætta er á dökknun eftir skrælingu og suðu. Of mikil áburðargjöf minnkar matgæði hnýðanna og gefur vatnskenndar kartöflur með litlum bragðgæðum. Afbrigði með lága þurrefnis% þurfa því hóflega áburðrgjöf ef gæði eiga að haldast. Einstök afbrigði bregðast mismunandi við aukinni áburðargjöf og þolir Gullauga til dæmis litla aukningu áður en það kemur niður á gæðum á sama tíma og Mandla þolir aukna áburðargjöf án þess að það bitni svo mjög á þurrefni og gæðum.Fosfór hefur mun minni áhrif á uppskeru en köfnunarefni en aukning hefur jákvæð áhrif á þurrefnis% og matgæði og að auki er lítil hætta á að mikið magn leiði til tjóns á uppskeru. Fosfóráburður er hins vegar bæði dýr og takmörkuð auðlind og því ber að gæta hófs í notkun hans. Ef plönturnar hafa góðan aðgang að fosfór minnkar einnig hættan á dökknun við skrælingu eða suðu en einnig virðist aukinn fosfór draga úr neikvæðum áhrifum ríkulegrar köfnunarefnisgjafar á þroska uppskeru. Í Norður-Noregi er hefð fyrir auka fosfórgjöf en ef jarðvegurinn inniheldur nægilegt magn fosfórs er fosfórmagn umfram það, sem er í blönduðum áburði og í húsdýraáburði, talið ónauðsynlegt. Kalí er það næringarefni sem á eftir köfnunarefni gefur mestan uppskeruauka. Að mestu er það vegna stærri hnýða. Nægilegt kalí er mikilsvert með tilliti til gæða því að það dregur úr dökknun og marbláma. Aukið kalí dregur úr þurrefnis% um 1/3 af því sem köfnunarefni gefur þ.e. 0,03% / kg K/dekar. Ef notaður er klórríkur kalí áburður er fallið allt að 0,5 – 1,0% / kg K / dekar. Það er því mikilvægt að notaður sé klórsnauður áburður við ræktun kartöfluafbrigða með lága þurrefnis%.Önnur næringarefni, sem eru mikilvæg, eru magnesíum, kalsíum og brennisteinn auk snefilefna. Magnesíum og kalsíum eru sérstaklega mikilvæg í uppbyggingu frumuveggja og talin geta beint dregið úr skemmdum vegna fusarium og phoma í geymslu. Dólómitkalk gefur bæði kalsíum og magnesíum. Ef húsdýraáburður er notaður er lítil hætta á snefilefnaskorti.
ÁburðarskammtarVið ákvörðun á áburðarskömmtum er margt sem þarf að taka tillit til. Hæfileg áburðargjöf með réttum hlutföllum næringarefna gefur oftast viðunandi uppskeru að magni og gæðum. Meiri áburðargjöf gefur breytilegri uppskeru, oftast minni framlegð og gæðarrýrnun. Á Íslandi eru vaxtarskilyrði erfið og óstöðug og því meiri hætta á því að röng (of mikil) áburðargjöf hafi meiri áhrif á uppskeru og gæði en í öðrum löndum Evrópu.Unnt er að nota allar gerðir húsdýraáburðar en taka þarf tillit til búfjártegundar og geymslu áburðarins. Þar sem áhrif húsdýraáburðar geta verið mjög breytileg er rétt að nýta ávalt með hæfilegu magni hans tilbúinn áburð. Um innihald mismunandi gerða húsdýraáburðar vísast til töflu framar í þessu riti.Ef borið er á að hausti eða plægt niður getur nýting N minnkað um helming frá því sem gefið er upp. Tap á kalí er háð jarðvegi og úrkomu og er mest í sandi samfara mikilli úrkomu og litlu frosti eða stuttum frostaköflum.Það er mikilvægt að vita næringarástand ræktunarjarðvegsins og jarðvegssýnataka því af hinu góða. Til viðbótar þeim upplýsingum sem efnagreiningar á jarðveginum gefa okkur og eins ef þær hafa ekki verið gerðar þarf við ákvörðun áburðarskammta að huga að, sjá 2. töflu:2. tafla. Til athugunar við ákvörðun áburðarskammta.
Næringarefni
Aukin þörf
Minnkuð þörf
Köfnunarefni
Léttur jarðvegur, grófkornaMikil úrkoma, vökvunEngin sáðskiptiMikil uppskera
Lág hitasumma (lágt hitastig, stuttur vaxtartími)Moldríkur jarðvegur (minnka um 2 –3 kg N á dekar)Túnræktun áður (minnka um 2-3 kg N á dekar)Mikill húsdýraáburður í fyrri ræktunNiðurfelling áburðar (minnkun um 1 kg N á dekar)
Fosfór
Nýbrotið land
Fjölþætt skiptiræktunHúsdýraáburður í fyrri ræktun
Kalí
ÚrkomusamtTúnræktun áðurMikil uppskera
Húsdýraáburður í fyrri ræktunLág hitasumma, lítil uppskeraSem staðalskammtar í Norður-Noregi eru gefnir upp eftirfarandi skammtar í hreinum næringarefnum á garðland í góðri rækt:7 - 10 kg N á dekar3 - 5 kg P á dekar8 - 14 kg K á dekar3. tafla. Nokkur dæmi um áburðarskammta:
Magn kg á dekar
Gerð áburðar
Áborið hreint efni
N
P
K
100
Græðir 1 a
12
8,4
15,8
100
Græðir 1 b
12
6,4
14,1
100
Græðir 1
14
7,9
14,9
Húsdýraáburður og tilbúinn áburður
1500
Kúamykja
4,2
1
5,4
60
Græðir 1a
7,2
5,04
9,48
Alls næringarefni
11,4
6,04
14,88Aukagjöf í úrkomusömum árum getur átt rétt á sér. Ef kalíástand jarðvegs er gott er ráðlegt að nota kalksaltpétur og má gera það þegar grösin eru 20 – 25 sm há ef hreykt er að á eftir. Ef kalí gæti skort líka er best að nota blandaðan áburð. Niðurfelling um leið og útsæðið er sett niður er orðið regla hér á landi. Mestu munar það í snemmsprottnum afbrigðum því að plönturnar ná sér betur af stað.
KölkunKartaflan er mjög þolin gagnvart sýrustigi jarðvegs og vex ágætlega við sýrustig frá 4,5 – 7 pH. Uppskeran verður mest við pH um 6 sem þýðir að súran jarðveg ætti að kalka í pH 5,7 – 6,3. Við hærra sýrustig er hætta á kláða og jafnvel manganskorti. Ef setja á niður í súran jarðveg er ásæða til að kalka að vori, helst áður en jarðvinnsla hefst. Magnið verður að ákvarða eftir jarðvegsgerð, efni sem kalka á með (dólómit, gróft eða fínt kalk o.fl.).

|

þriðjudagur, september 20, 2005

Ég tók bróðir...
...minn tali í dag og langaði að forvitnast um sögu kartöflunnar en eins og allir vita er hann gríðarlega fróður maður og botnlaus viskubrunnur um alls kyns garðyrkjutengd mál vegna reynslu sinnar í Skólagörðum Hafnarfjarðar. Hér kemur pistill hans.

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. öld en ekkert var ræktað að ráði fyrr en eftir miðja 18. öld.Elsta heimildin fyrir áhuga Íslendings á kartöflurækt er komin frá Gísla Magnússyni, Vísa-Gísla, sem var sýslumaður í Rangárvallasýslu. Hann var frumkvöðull á sviði garðræktunar á Íslandi á 17. öld og fyrstur manna á Íslandi til að rækta ýmsar tegundir mat- og nytjajurta.Áhuga Vísa-Gísla á garðyrkju og kartöflurækt má áreiðanlega rekja til námsára hans erlendis. Vísi-Gísli gerði víðreist á yngri árum. Hann var við nám í Hollandi frá 1643 til 1646. Einnig dvaldist hann um skeið í Englandi árið 1644 og hafði viðkomu í Kaupmannahöfn um sama leyti. Gísli hefur að öllum líkindum komist í kynni við nytsemi garðyrkju á erlendri grund. Hollendingar stóðu mjög framarlega í matjurtarækt á þessu tímabili, einnig Englendingar og Danir. Vísi-Gísli hafði því tækifæri til að kynnast ræktunaraðferðum þessara þjóða og gera má ráð fyrir að hann hafi bragðað á ýmsum nýstárlegum matjurtategundum, svo sem kartöflum, á ferðalagi sínu.Að námi loknu bjó Vísi-Gísli á hinum fornfræga stað Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þar stundaði hann embættisstörf sín jafnframt náttúrurannsóknum og ræktunartilraunum fram á gamals aldur. Í september árið 1670 óskaði Gísli eftir því í bréfi til Björns sonar síns, sem þá var við nám í Danmörku, að hann sendi sér enskar kartöflur. Ekki fylgir sögunni hvort Björn varð við beiðninni en líkurnar á því eru hverfandi. Danir hófu ekki að rækta kartöflur fyrr en á 18. öld og Björn hefur þess vegna átt í erfiðleikum með að komast yfir útsæði.Það var ekki fyrr en um 90 árum síðar að farið var að rækta kartöflur á Íslandi. Árið 1754 sendi Friðrik V boð til Íslands um að bændur ættu að láta sér annt um að útbúa kálgarða þar sem matjurtir gætu þrifist. Sýslumenn voru beðnir um að fylgja boði konungs eftir. Erfiðlega gekk þó að fá Íslendinga til ræktunarstarfa og konungur ítrekaði því bónina ári síðar og hafði greinilega mikinn áhuga á að efla matjurtarækt meðal þegna sinna á Íslandi. Áhugi konungs var ekki að ástæðulausu. Að meðaltali var fimmta hvert ár á Íslandi á 17. öld hungurfellisár og fjórða hvert á þeirri 18., en dreifingin var þó að sjálfsögðu misjöfn. Kartöflurækt hefði því komið sér vel fyrir hungraða Íslendinga.Árið 1758 uppskar Hastfer barón á Bessastöðum fyrstu "íslensku" kartöflurnar. Tveimur árum síðar ræktaði séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal í Barðastrandasýslu fyrstur Íslendinga jarðepli, eins og kartöflur nefndust þá. Í hvatningarskyni fékk Björn verðlaunapening frá konungi fyrir framtakið. Björn varð, líkt og forveri hans Vísi-Gísli, fyrirmynd Íslendinga á sviði matjurtaræktar á sinni tíð. Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á dögum Napóleonstyrjalda varð breyting á þessu viðhorfi. Þá komu fá kaupskip til Íslands og innflutningur dróst saman. Íslendingar voru enn á ný hvattir til þess að færa sér matjurtaræktina í nyt. Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu úr 270 í 1.194. Árið 1813 voru garðarnir orðnir 1.659 og árið 1817 voru þeir 3.466 talsins. Görðunum fór fjölgandi alla 19. öldina. Helsta hvatning íbúa landsins var án efa skorturinn sem fylgdi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna. Þá þurftu Íslendingar að nýta sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af.

|

fimmtudagur, september 15, 2005

Þá eignaðist...
...hún sonu. Sprelligosarnir Brittney og Kevin hafa fjölgað sér. Mikið svakalega á þetta barn eftir að verða gáfað.

Ég á tv0 bræður. Ísak er 10 árum yngri en ég. Tryggvi er hins vegar einungis einu ári yngri en ég. Ég ætla að kynna ykkur fyrir honum.





















Tryggvi fæddist þann 10. nóvember 1983 á Landspítalanum í Reykjavík. Uppi varð fótur og fit þegar hann kom í heiminn því samkvæmt læknisráði átti hann að fæðast sem stúlkukind. Fyrstu ár ævi sinnar bjó drengurinn í Njarðvík og hefur hann sagt opinberlega að þá hafi hann í raun kynnst því í fyrsta skipti hve erfitt hafi verið að búa í burtu frá Hafnarfirði. Á sínum yngstu árum keppti Tryggvi fyrir sína hönd á skriðleikum æskunnar suður með sjó. Á þessum leikum var hart barist og keppti Tryggvi í 10m sprettskriði. Því miður var hann dæmdur úr leik fyrir að neita að skríða, hann vildi heldur toga sig áfram á rassinum. Tryggvi hét því að taka aldrei aftur þátt á þessum leikum.


Tryggvi þróaði snemma með sér ást á bókmenntum, þá séstaklega á norrænum bókmenntum. Hans eftirlætis bók/bækur voru bækurnar um sænska vitleysinginn Bert og strákapör hans. Lengi vel svaraði Tryggvi ekki fólki ef það kallaði hann ekki Bert og kallaði hann besta vin sinn alltaf Littla Eirík.



























Tryggva hefur alltaf fundist gaman af garðyrkju. Á sínum yngri árum var hann duglegur bóndi á sumrinn og lagði hart af sér við að rækta alls kyns matjurtir í skólagörðum Hafnarfjarðar.
Í dag er Tryggvi með m0ttu. Segir hann að mottan sé stöðutákn um velmegun og reðurstærð. Er undirritaður ekki dómbær á þær skoðanir hans. Hins vegar er hann án allra bringuhára og ekki vexa honum græðlingar á bakinu, þótt hæfileikaríkur garðyrkjumaður eigi í hlut.
Um Tryggva er margt að segja en hef ég í hyggju að láta staðar numið í bili. Í lokinn vill ég benda á að Tryggvi er ekki á lausu, enda gríðarlegur kvennskostur sé þar á ferðinni.

|

laugardagur, september 10, 2005

Ég er Hafnfirðingur...
...ég er svartur og hvítur.
Ég er FH-ingur.

Það er komin samstaða.
Hafnarfjarðarmafía.
Mætir í Kaplakrika.

Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég fíla FH.
Áfram FH.

Ég er Hafnfirðingur.
Ég er svartur og hvítur.
Ég er FH-ingur.

Það er komin samstaða.
Hafnarfjarðarmafía.
Mætir í Kaplakrika.

Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég fíla FH.
Áfram FH.
F H – F H – F H

F H – F H – F H - F H – F H – F H
F H – F H – F H - F H – F H – F H

Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég held með FH.
Áfram FH.

Ég fíla FH.
Berjumst FH.
Ég held með FH.
Áfram FH.
F H – F H – F H – F H

Áfram FH

|

miðvikudagur, september 07, 2005

Nafnið mitt...
...kemur ekki fram í Gísla sögu Súrssonar. Þarf að endurskoða söguna jafnvel að endurskrifa hana.

|

þriðjudagur, september 06, 2005

Nafnið mitt er...
...gamalt nafn sem hefur verið til allan þann tíma sem Ísland hefur verið byggt. Það þýðir að nafnið mitt hefur komið fyrir í Íslendingasögunum sem ætti að vera kúl. Nema í mínu tilfelli, nánast allir Atlar sem koma fram í þessum sögum eru fátæklingar og ræflar. Dæmi úr Gunnlaugssögu 0rmstungu; Þar bjó maður einn [Grenjar] félítill er Atli hét. Hann var landseti Þorsteins [Egilssonar, Skalla-Grímssonar] og beiddi Þorsteinn Atla að hann færi til stafs með þeim og hefði pál og ræku. Hann gerði svo.

Nafni minn var enginn merkilegur gaur. Pottþétt ekki gaur sem börn vilja vera ef þau vilja vera persónur úr Íslendingasögunum. Pant vera Atli frá Grenjum! Held nú síður.

Í Njálu eru nokkrir Atlar. Þeir eru Atli húskarl á Bergþórshvoli (ræfill), Atli (Graut-Atli) Þórisson (Hver er það eiginlega?) Atli Arnviðararson (morðingi og útlagi, kom við sögu á tveimur bls.) , Atli hinn rammi (töff nafn en hann kemur bara einu sinni fram þegar verið er að fara með ættartölu e-s) og þar með er það búið. Ekki merkilegir karakterar á sínum tíma.

Kannski verð ég magnaðri gaur, kannski verð ég sami fátæklingurinn og Atli frá Grenjum? Eins og staðan er í dag er ég sá gaur. Því auglýsi ég enn og aftur eftir maka sem mun hífa mig upp í heldri manna tölu og ríkidæmis. Læknar og lögfræðingar eru vel þegnir.

|

mánudagur, september 05, 2005

Gæti verið að...
...ég eigi mér leynilegan aðdáenda?

Ég var á HSÍ-námskeiði um helgina og fékk fyrirlestra frá afar merkilegum köllum um hvernig staðið skuli að handboltaþjálfun hjá yngri flokkum. Í lokin var svo dómarapróf. Á þessu prófi kom fyrir ansi skemmtileg spurning, leikmaður í liði A verður pirraður og löðrungar samherja sinn á meðan leik stendur. Hvernig á dómari að bregðast við? Thjahh, það er einmitt góð spurning. Ég gat ekki annað en hlegið, ein skemmtilegasta spurning sem ég hef fengið á prófi.

Rimbill.



Þetta finnst mér vera fyndið.


|
eXTReMe Tracker