fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Gullfallegur maður

Jæja er maðurinn ekki gullfallegur, ég vil þakka myndatökumanninum Jóni stóra kærlega fyrir þessa stórkostlegu mynd. Það hafa ekki margir náð svona saklausu augnarbliki af manni.

|

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Dvergakönnunin er búinn og niðurstöðunar koma hér fyrir neðan;

Eru dvergar nettir?

Answers Votes Percent
1. ja 3 23%
2. their eru snillingar 3 23%
3. ekkert annad en sirkusdyr 0 0%
4. mig langar i dverg 7 54%
5. eg er dvergur 0 0%


Ansi athyglisverðar niðurstöður verð ég að segja. 54% landsmanna vilja eignast dverg sem gerir umþað bil 150 þúsund manns. Lögmálið um frambð og eftirspurn mun gera það að verkum að verðið á þeim mun rjúka upp eins og elding því ekki eru margir dvergar til hér á landi. Því er nú ver og miður. Glaður er ég þó með þá niðurstöðu að enginn landsmaður hefur þá ógeðfeldu og úreltu fordóma að dvergar séu ekkert annað en sirkusóféti og sýnir það tvímannalaust þann menningarlega stall sem við Mörlandar erum staddir á. Hins vegar er ég sár yfir því að ekki eru margir dvergar sem skoða síðuna mína af eitthverju ráði. Ef þú ert dvergur og vilt gera bragarbót á því þá endilega skrifaðu inn á Gestabókina mína.

Ég fór út á land í gær, nánar tiltekið til Njarðvíkur, minn gamla heimabæ en þar átti ég heima frá því að ég var eins árs til fimm ára aldurs. Var ég þar í keppnisferð með utandeildarliði mínu FH-b og unnum við sannfærandi sigur 30-21 minnir mig. Kallinn skoraði 1/10 af mörkunum, varði 2 skot í vörninni og gaf 4 eða 5 stoðsendingar á 25 mín. Ég held bara að ég sé besti maðurinn í liðinnu ÁN EFA!!!

Annars er nokkuð lítið að gera hjá mér markvert í einkalífinu nóg að gera í skólanum og svona þannig að ég nenni ekki að skrifa meira í þetta skiptið.


|

mánudagur, febrúar 23, 2004

Fyrirgefðu mér Bergur minn kæri Gunnþórsson að ég skildi ekki hafa sett link á síðuna þína fyrr en núna, ég mun brenna í hreinsunareldinum mikla.
Skrifa meira á morgunn, promiss!!!

|

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

obb bobb bobb, nú er ég sko hissa, segji ekki meir. Opnaði HÍ síðuna, sem maður gerir nú alltaf öðru hvoru, og þar blasti við manni sérkennileg fyrirsögn; Hannes spilar á Fagott! Síðast þegar ég vissi þá þýðir fagott hommi á ensku og þá notað í niðrandi merkingu. Mitt í hneykslun minni kom góðhjartaður og vel upplýstur samnemandi minn og benti mér á það að fagott væri kynfæri, nei ég meinti hljóðfæri (shit maður ég er eiginlega ennþá í sjokki!!!). Ég var búinn að vera að velta því fyrir mér allveg heillengi hvernig í andskotanum maður spilar á homma, datt í hug að þetta væri kannski gjörningur eða eitthvað svoleiðis. Kannski maður ætti að markaðsetja þetta sem spil næstu jól. "nýja frábæra fjölskyldu spilið frá Spilafyrirtækinu, Fagott-spilið, æsi spennandi og kyngimagnað spil það sem hommar eru afhjúpaðir. Ef þú kemur og segjir SPILAÐU FAGOTT færðu brúðu af Páli Óskari eða Skildi í kaupbæti". Ég er viss um að þetta yrði magnað spil og myndi fara langt með að eyða fordómum og hindurvitnum sem við höfum í garð samkynhneygðra.

|

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Só sorrí elskunar mínar, þriðji og síðasti hluti Bósa Sögu Heggrauðs átti að koma inn í gær en þar sem ég komst ekki á netið í gær set ég hana hann bara inn núna í staðinn.


3. Ríðingur. Félagarnir kynnast vinkonu konungsdóttur, og nú er um að gera að pumpa smá upplýsingar úr henni...

Ok látum þá nú búast, en víkjum sögunni aftr til þeira kumpána, at þeir sigla, þangat til at vegir skiljast ok annarr lá til Bjarmalands. Þá bað Bósi Herrauð sigla heim til Gautlands, en hann kvaðst eiga erendi til Bjarmalands.

Herrauðr segist eigi við hann skilja, - "eða hvat er í erendum þínum þangat?"

Hann segir þat mundu síðar sýnast. Smiðr bauð at bíða þeira fimm nætr. Bósi sagði, at þeim mundi þat vel duga, ok fóru þeir nú á bátnum til lands tveir saman ok földu bátinn í leyni nokkuru, en þeir gengu til byggða, þar sem karl bjó ok kerling. Þau áttu dóttur væna. Þar var vel við þeim tekit ok gefit gott vín at drekka um kveldit.

Bögu-Bósi leit hýrliga til bóndadóttur, en hún var mjök tileygð til hans á móti. Litlu síðar fóru menn til svefns. Bósi kom til sængr bóndadóttur. Hún spyrr, hvat hann vill. Hann bað hana hólka stúfa sinn. Hún spyrr, hvar hólkrinn væri. Hann spurði, hvárt hún hefði engan. Hún sagðist engan hafa, þann sem honum væri hæfiligr.

"Ek get rýmt hann, þó at þröngr sé," sagði hann.

"Hvar er stúfinn þinn?" sagði hún. "Ek get nærri, hvat ek má ætla hólkborunni minni."

Hann bað hana taka á millum fóta sér. Hún kippti at sér hendinni ok bað ófagnað eiga stúfa hans.

"Hverju þykkir þér þetta líkt?" sagði hann.

"Pundaraskafti föður míns ok sé brotin aftan af því kringlan."

"Tilfyndin ertu, " sagði Bögu-Bósi; hann dró gull af hendi sér ok gaf henni. Hún spyrr, hvat hann vill á móti hafa.

"Ek vil sponsa traus þína," sagði hann.

"Ekki veit ek, hvernig þat er," segir hún.

"Ligg þú sem breiðast," kvað han.

Hún gerði sem hann bað. Hann ferr nú á millum fótanna á henni ok leggr síðan neðan í kviðinn á henni, svá at allt gekk upp undir bringspölu.

Hún brá við hart ok mælti: "Þú hleyptir inn sponsinu um augat, karlmaðr," kvað hún.

"Ek skal ná því ór aftr," segir hann, "eða hversu varð þér við?"

"Svá dátt sem ek hefði drukkit ferskan mjöð," kvað hún, "ok haf þú sem vakrast í auganu þvegilinn," sagði hún.

Hann sparir nú ekki af, þar til at hana velgdi alla, svá at henni lá við at klígja, ok bað hann þá at hætta. Þau tóku nú hvíld, ok spyrr hún nú, hvat manna hann væri. Hann sagði it sanna ok spyrr, hvárt hún væri nokkut í kærleikum við Eddu konungsdóttur. Hún sagðist oft koma í skemmu konungsdóttur ok vera þar vel tekin.

|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Já, Bósa saga Heggrauðs er merkileg saga að mörgu leiti. Þó svo að sagan virðist vera nútíma skáldskapur og klámfenginn er einungis seinni parturinn sem er réttur þ.e. sagan er eldgömul líklegast skrifuð í Noregi á tímabilinu milli 1300-1450. Flokkast hún því undir að vera handrit, náin ættingi Eglu, Snorra-Eddu og Njálu sem við Íslendingar stærum okkur af. En nóg um bull og þvaður.
Hér kemur annar hluti af sögunni góðu.

2. Ríðingur. Félagarnir koma að öðrum bóndabæ! Nú skal gamnað...

Þeir gengu á land upp Herrauðr ok Bósi. Þeir kómu at húsabæ litlum ok kyrfiligum. Þar bjó karl ok kerling. Þau áttu dóttur væna ok vel kunnandi. Bóndi bauð þeim nætrgreiða; þat þágu þeir. Þar váru góð hýbýli.

Þeim var unninn góðr beini, ok váru tekin upp borð ok gefit mungát at drekka. Bóndi var fálátr ok óspurull. Bóndadóttir var þar mannúðigust, ok skenkti hún gestum. Bósi var glaðkátr ok gerði henni smáglingrur; hún gerði honum ok svá í móti.

Um kveldit var þeim fylgt at sofa, en þegar at ljós var slokit, þá kom Bögu-Bósi þar, sem bóndadóttir lá, ok lyfti klæði af henni. Hún spurði, hvat þar væri, en Bögu-Bósi sagði til sín.

"Hvat viltu hingat?" sagði hún.

"Ek vil brynna fola mínum í vínkeldu þinni," sagði hann.

"Mun þat hægt vera, maðr minn?" sagði hún; "eigi er hann vanr þvílíkum brunnhúsum, sem ek hefi."

"Ek skal leiða hann at fram," sagði hann, "ok hrinda honum á kaf, ef hann vill eigi öðruvísi drekka."

"Hvar er folinn þinn, hjartavinrinn minn?" sagði hún.

"Á millum fóta mér, ástin mín," kvað hann, "ok tak þú á honum ok þó kyrrt, því at hann er mjök styggr."

Hún tók nú um göndulinn á honum ok strauk um ok mælti: "Þetta er fimligr foli ok þó mjök rétt hálsaðr."

"Ekki er vel komit fyrir hann höfðinu," sagði hann, "en hann kringir betr makkanum, þá hann hefir drukkit."

"Sjá nú fyrir öllu," segir hún.

"Ligg þú sem gleiðust," kvað hann, "ok haf sem kyrrast."

Hann brynnir nú folanum heldr ótæpiliga, svá at hann var allr á kafi. Bóndadóttur varð mjök dátt við þetta, svá at hún gat varla talat. "Muntu ekki drekkja folanum?" sagði hún.

"Svá skal hann hafa sem hann þolir mest," sagði hann, "því at hann er mér oft óstýrinn fyrir þat hann fær ekki at drekka sem hann beiðist."

Hann er nú at, sem honum líkar, ok hvílist síðan. Bóndadóttir undrast nú, hvaðan væta sjá mun komin, sem hún hefir í klofinu, því at allr beðrinn lék í einu lauðri undir henni.

Hún mælti: "Mun ekki þat mega vera, at folinn þinn hafi drukkit meira en honum hefir gott gert ok hafi hann ælt upp meira en hann hefir drukkit?"

"Veldr honum nú eitthvat," kvað hann, "því at hann er svá linr sem lunga."

"Hann mun vera ölsjúkr," sagði hún, "sem aðrir drykkjumenn."

"Þat er víst," kvað hann. Þau skemmta sér nú sem þeim líkar, ok var bóndadóttir ýmist ofan á eða undir, ok sagðist hún aldri hafa riðit hæggengara fola en þessum.


Seinnasti hlutinn kemur á morgunn.

|

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Hér kemur fyrsti hluti Bósa sögu.

1. Ríðingur. Forsaga. Bara ofurlítið hvað hefur gerst þegar hér er komið að sögu. Bögu-Bósi og fóstbróðir hans Herrauður eru að leita að merkilegu gammseggi sem konungur vill endilega fá. Á leið sinni koma þeir að að bóndabæ...

Einn dag kómu þeir at húsbæ einum. Þar stóð karl úti ok klauf skíð. Hann heilsar þeim ok spyrr þá at nafni. Þeir sögðu til it sanna ok spurðu, hvat karl hét, en hann kveðst heita Hóketill. Hann sagði þeim til reiðu nætrgreiða, ef þeir vildu, en þeir þágu þat. Karl fylgir þeim til stofu, ok var þar fámennt. Húsfreyja var við aldr. Dóttur áttu þau væna, ok dró hún klæði af gestum, ok váru þeim fengin þurr klæði. Síðan váru handlaugar fram látnar, ok var þeim reist borð ok gefit gott öl at drekka, ok skenkti bóndadóttir. Bósi leit oft hýrliga til hennar ok sté fæti sínum á rist henni, ok þetta bragð lék hún honum.

Um kveldit var þeim fylgt at sofa með góðum umbúningi. Bóndi lá í lokrekkju, en bóndadóttir í miðjum skála, en þeim fóstbræðrum var skipat í stafnsæng við dyrr utar. En er fólk var sofnat, stóð Bósi upp ok gekk til sængr bóndadóttur ok lyfti klæðum af henni. Hún spyrr, hverr þar væri. Bósi sagði til sín.

"Hví ferr þú hingat?" sagði hún.

"Því, at mér var eigi hægt þar, sem um mik var búit," ok kveðst því vilja undir klæðin hjá henni.

"Hvat viltu hér gera?" sagði hún.

"Ek vil herða jarl minn hjá þér," segir Bögu-Bósi.

"Hvat jarli er þat?" sagði hún.

"Hann er ungr ok hefir aldri í aflinn komit fyrri, en ungan skal jarlinn herða."

Hann gaf henni fingrgull ok fór í sængina hjá henni. Hún spyrr nú, hvar jarlinn er. Hann bað hana taka milli fóta sér, en hún kippti hendinni ok bað ófagnað eiga jarl hans ok spurði, hví hann bæri með sér óvæni þetta, svá hart sem tré. Hann kvað hann mýkjast í myrkholunni. Hún bað hann fara með sem hann vildi. Hann setr nú jarlinn á millum fóta henni. Var þar gata eigi mjök rúm, en þó kom hann fram ferðinni. Lágu þau nú um stund, sem þeim líkar, áðr en bóndadóttir spyrr, hvárt jarlinum mundi hafa tekizt herzlan. En hann spyrr, hvárt hún vill herða oftar, en hún kvað sér þat vel líka, ef honum þykkir þurfa.

Greinir þá ekki, hversu oft at þau léku sér á þeiri nótt, en hins getr, at Bósi spyrr, hvárt hún vissi ekki til, - "hvert at leita skyldi at gammseggi því, sem vit fóstbræðr erum eftir sendir ok gullstöfum er ritat utan."



Annar hluti kemur á morgun

|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Á morgun byrjar ballið. Kosningarnar í Háskólanum hefjast á morgun og verður allt lagt undir. Fylkingarnar hafa barist hatramlega um hilli nemanda skólans og er búist við gríðarlegri spennu. Sjálfur ætla ég að leggja mitt af mörkunum og starfa í kjörstjórn í Árnagarði. Ég er nefnilega umsjónamaður þeirrar kjördeildar, djöfull gæti ég hösslað út á það.
Ég, JP Polmasin og Mr. Gaines erum að fara í biografen núna á eftir til að sjá enn eina mússi mússí meistarastykkið "Óvinurinn" eða Le Noamige.
Ég nenni varla að skrifa meira.

|

mánudagur, febrúar 09, 2004

Helgin mín var fín. Ámu-ferðin á föstudaginn var alltílagi svo sem en þeim mun skemmtlilegra á Ölveri eftir á. Þar var ýmislegt broslegt sem gerðist.
Á laugardagskvöldið bauð Sigi sæta mér ásamt einvala liði í mat heim til sín og hennar heittelskaða Dr. Stefán Green, þó ekki Dr. Green úr Bráðavaktinni? Þar var boðið upp á fyrirtaks gúrmei mat og drykk langt fram eftir kvöldi. Þægilegt kvöld.
Ég var að pæla í einu. Oft, reyndar of oft, eru fréttir um hörku árekstra þar sem fólk týnir lífi og limum. En það sem fær fólk til að segja "uss" eða "jesús minn" eða "Guð minn almáttugur" eða "þetta er skelfilegt" eða eitthvað eitthvað í þá áttina er þegar sagt er að bíllinn sé "gjörónýtur". "Hvað segiru eyðilagðist bíllinn!?!" er allt í lagi með fólkið kemur svo á eftir því mikla sjokki sem fólk virðist fá þegar fréttin af bílnum hefur riðið yfir.
Nau sjitt, klukkan er orðin allt of margt, ég þarf að fara drífa mig heim í Naflann.

|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Áman, get ready because here I come. Í kvöld verður tekið á því, við át ení dábt. Ég ásamt hinum ýturvöxnu samnemendum mínum ætlum að kíkja í Ámuna í kvöld og skoða þetta merkilega fyrirtæki og jafnvel þiggja smá veitingar. Svo verður haldið á Ölver og landinn trylltur í Karíókee fram eftir kvöldi. Þar munu bitar og stykki sagnfræðinnar hefja tónlistina inn í nýjar víddir.
Tónlistaunnendur eru hvattir til að leggja leið sína á Ölver í kvöld og verða vitni að heimsviðburði!

|

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

hvað er að gerast í fjósinu?!? Bara búið að reka aðalbóndann hann Viggó Sig. Svona er þetta nú bara eitt sinn elskaður núna hataður. Ekki myndi ég vilja starfa sem handboltþjálfri hjá Ásvalla klíkunni, síður en svo. Það er að komast í tísku hjá þeim að reka þjálfarana sína rétt eftir áramót. Fyrst Mummi og svo Viggó. Skemmtileg og góð auglýsing fyrir félagið sem er kennt er við fuglinn hauk. Ég vill ekki eyða meiri orðum á þetta lið, það hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og mínum.
Fór í bíó í gær með JP Polmasin og Mr. Dodda Gaines. Við lögðum leið okkar á franska daga í Háskólabíó að undilagi Mr. Gaines sem vildi kynna okkur fyrir mússí mússí menningu (frönsk menning). Mr. Gaines fékk að velja myndina og fyrir valinu varð stórmyndin Le Merc du Zuek le Kmehr Rouge sem útlegst víst á hinu ylhýra Drápsvél Rauðu Kmehrana. Athyglisverð mynd svo ekki meira sagt, myndataka sem brýtur blað í kvikmyndasögunni svo ekki sé meira sagt. Yfirleitt vantaði helminginn af andlitum viðmælandanna stóran hluta viðtalanna. Aumingja Mr. Gaines sem ætlaði að fara að dást að mússí mússí mynd fékk í staðinn mynd sem var öll á kambódísku og ekki eitt orð mælt á mússí mússí lensku. Kambódíska er ekki fallegt tungumál, því kynntist ég í gær, þvílík óhljóð. Næst þegar við förum í bíó fæ ég að velja myndina. Ég var að frétta af nýrri finnskri stórmynd sem fjallar um gamla konu sem hefur misst annan fótinn og á erfitt með að ná í póstinn sinn. Mynd þessi þykkir æsispennandi og hefur farið sigurför um Finnaland og vann meðal annars til fyrstu verðlaunna á kvikmyndahátíðinni í Komduhér. Leikstjóri hennar heitir Hakka Kakkalakka og með aðalhlutverk fer stórleikkonann Narta Íhælana. Gamla konann og Pósturinn, stórmynd ársins 2004, ekki spurning.

|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Uss, maðru er búinn að vera án netaðgangs núna í tæpa viku þess vegna hefur maður ekki verið duglegari en þetta að skrifa inn á síðuna.
Ég fór í vísindaferð/partí með stjórmálafræðinni á föstudaginn síðasta. Það var ansi skondið. Samt fínt fólk í þessari deild og gaman að hanga með þeim.
Eyddi svo laugardagskvöldinu með stelpum og svaf með þeim upp í keibúlkræk-stadium of trophies. Því miður voru þetta ekki fullvaxtasnótir sem eyddu tímanum sínum með mér kyntröllinu, heldur stelpunar mínar sem ég er að þjálfa. En þetta var samt ágætt.
Í gær var merkilegur dagur svo ekki sé meira sagt. Hallsteinn Hinriksson, stofnadi FH og faðir handboltans á Fróni, hefði orðið 100 ára í gær ef hann hefði verið á lífi. En hann er dáinn því míður en mörg hundruð FH-ingar lögðu samt leið sína í Keibúlkræk-stadium of trophies til að fagna afmælinu hans. Til hamingju með daginn í gær Hallsteins fjölskylda.
það er komin ný spurning, taka þátt, taka þátt,taka þátt,taka þátt,taka þátt,taka þátt!

|
eXTReMe Tracker