sunnudagur, maí 23, 2004

Olræt. Tryggvi bróðir útskrifaðist í gær loksins frá Flensborgarskóla og var því heljarinnar útskriftarveisla heima í tilefni þess. Þess vegna er ég þunnur í dag.

Ég er með nýja spurningu sem lesendur góðir geta svarað, hún er hérna til hliðar og ætla ég að koma með svarið eftir viku eða svo.

Þetta er nú slakur póstur hjá mér, það verður að segjast. FH tapaði gegn Fylki í gær 1-0, í leik sem var víst herfilega slakur. Þannig að árangurinn á þessu sumri er ekki nema 50% sem er ekki nógu gott til að verða meistarar!

Ég hef eiginlega ekkert meira að segja.

|

sunnudagur, maí 16, 2004

Í gær gerðist ekkert merkilegt í fyrsta leik íslandsmótsins í Füssball. Ekkert óvænt, bara svona seim óld, seim óld því FH vann kr í frostaskjólinu 0-1. Úrslittin eru ekkert merkileg svo sem því þetta er búið að gerast svo oft síðustu ár að þetta er orðin hefð að vinna í Vestabænum. Og þar með líkur umfjöllun minnu um þennan leik. Ég ætla hins vegar að gagnrýna opinberlega ákveðinn "stuðningsmann" FH. Ég ætla ekki að gefa upp nafn hans en ætla að kalla hann Jónas Pálma í staðinn. Jónas þessi er nú meiri kallinn, svo ekki sé meira sagt. Hann kynntist undurfagurri snót í haust og hefur hann fylgt henni og hennar fjölskyldu á körfuboltavöllinn nú í vetur eins og skugginn, sem er ekkert svo merkilegt og raunar bara eðlilegt ef tekið er mið að áhuga þessara fjölskyldu á íþróttinni. Elti hann meira segja liðið, kærustuna, út á land til þess að sjá leikið liðsins í úrslitakeppninni nú í vor. Nú er byrjað knattspyrnutímabilið hér á landi og í gær var fyrsti leikur íslandsmótsins og var það enginn smá leikur sem boðið var upp á, títtnefndur leikur FH og kr. Hvar var Jónas Pálmi? Hann var í sumarbústað fyrir austan fjall og sá sér ekki fært að keyra í bæinn til að sjá leikinn vegna þess að hann fór í golf. Jónas minn, vegalengdin sem þú hefðir þurft að keyra er töluvert styttri en sú sem er á milli Reykjanesbæjar og Stykkishólms og tekur það ekki mikið lengri tíma að keyra hana heldur en það tekur að keyra á milli höfuðborgar suðurnesa og höfuðborgar Íslands, sem þér þykir ekkert tiltökumál að keyra á hverjum degi. Því lýsi ég þig sem lélegann stuðningsmann FH og hafðu það! Í mínum augum ertu það og er ég farinn að hallast að því að það sé komið ný íþrótt sem standi næst þínu hjarta, körfubolti, og nýtt lið sem litar hjarta þitt grænt!
Eurovision! þvílíkt frat. Og say no more...

|

miðvikudagur, maí 12, 2004

Tvífarar eða sami maðurinn?

Gunnar Birgisson

og

Jabba



Nú er bara ykkar að dæma...

|

Afar hressandi og skemmtilegt að fara á ...Google.com og slá inn Oddverjar. Tjékkiði á því og sjáiði hvað kemur fram...

|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Núna er bara eitt próf eftir, mannkynsvallssaga III hjá Inga Sig. og Ömma. Get ekki beðið eftir því að fara í prófið, hvað þá að klára það.
Hver man ekki eftri Americas funniest home videos? Alla vegana man ég vel eftir því, gat ekki hætt að horfa á þennan magnaða þátt, Bob Saget var algjör dýrlingur í mínum augum enda taldi ég hann vera fyndnasta mann í heimi. Hvar er hann í dag? Síðast sást hann í framhaldsmyndinni maögnuðu Dumb and dumberer; when Harry met Lloyd. Hann fæddist árið 1956 í Fíladelfíu borg og var hann skírður Robbit Saget Krunch-Miace. Ömurlegt nafn. Hann er þeim ómennska hæfileika gæddur að hann getur lift hægri augnbrún sinni hærra en góðu hófi gegnir.
Bob Saget En nóg um það. Stórlið FH varð um helgina DEILDARBIKARMEISTARI í Fussball eftir að hafa lagt smálið kr í úrslitaleik sem háður var í Kaplakrika-stadium og trophies. Gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. Svo var stofnaður stuðningsmannaklúbbur FH í gær, þannig að stemmarinn er að byggjast upp fyrir sumarið. Svo má til gamans geta að þá vann UBK frá Kópaholunni sigur í neðrideildarbikarnum. Til hamingju með það Gaui!

|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Ég hef verið svolítið latur að skrifa á bloggið undanfarið. Í gær fóru Ástralarnir heim eftir að hafa verið í heimsókn í 10 daga. Fyrir þá sem ekki vita var fjöskyldan sem ég var hjá í Ástralíu í heimsókn hjá mér. Ég nenni ekki að skrifa um það því enginn hefur áhuga á því.
Próf. Helvíti á jörð. Það leiðinlegasta sem ég geri er að lesa undir próf, ójbjakk. En samt var tekið afar skemmtilegt sdöddí grúbb í Oddanum um daginn þar sem talað var um buxnalausa menn í frönsku byltingunni sem áttu hamstra auk annara æsispennandi hluta.
Núna langar mig svolítið að tala um vin minn og kærleiksbjörninn Ásþór Sævar Ásþórsson, betur þekktur sem Ási eða Bauni.
þetta er hann Ási
Lengi vel Bjó Ási í Danmörku er það megin ástæðan fyrir því að hann er í daglegu tali kallaður Bauni. Ási er hvers manns hugljúfi og vill engum illt, svo mikið er víst. Aldrei hef ég heyrt þennan mann tala illa um annan mann og virðist hann geta sætt mestu óvini bara með því að vera á staðnum. Það er mál manna að hann sé fyrirtaks sáttasemjari og hefur komið fram sú hugmynd að hann yrði sendur til átakasvæða heimsins og leggja sitt af mörkunum í því að búa til betri heim.
peace on earth!

Vandfundi er einnig sá maður sem lítur betur út en hann Ási og er hann mun myndarlegri en fjall. Ótrúlegt þykir að hann sé einhleypur en ástæðan sem hann gaf út um þau mál var sú að hann vildi ekki særa þann gífurlega fjölda kvenna sem bera til hans eilífa ást. Ekki eru það bara kvennsur sem hrífast að þokka hans heldur líka karlmenn og skipar Ási sér á lista yfir 10 heitustu manna í heiminum ásamt mönnum eins og Brad Pitt og fleirum.
Daglegt brauð í lífi Ása

Áhugamál Ása eru margvísleg en helst ber þó að nefna að honum líkar best að slappa af og lesa góða bók. Hann er meistakokkur og er jafnvígur á að matreiða alls kyns tegundir af mat, ítalskan, fiskrétti, sallöt, kjöt, nefndu það bara. Hann hlaut hæstu einkun í matreiðslukeppni Hvide og Röde sem haldin var á Sjálandi árið 2001 og höfðu menn á því að sjaldan eða aldrei hefði komið fram jafn mikið efni í matargerðarlist eins og Ásþór, en hann var einungis 18 ára það árið.
verðlaunaréttur Ása 2001

|
eXTReMe Tracker