sunnudagur, nóvember 30, 2003

Íslensk sjónvarpsstöðvaflóra er hreint ekki upp á marga fiska. Heima hjá mér er hægt að ná þremur stöðvum sem er ekki nú neitt sérstakt umkvörtunarefni nema fyrir þær sakir að í kvöld er verið að sýna sömu leiðindarmyndina á tveimur sjónvarpsstöðvum á sama tíma. Bæði Skjár 2 og RÚV eru að sýna City Hall (hvað er nú það?!?) og á Skjá einum er verið að endursýna "Piparsveinninn 3-ástin sigrar að lokum". Greinilegt er að samkeppnin um áhorf er að spila stórt hlutverk á laugardagskveldi.
Gullbringusýslu-slagurinn sem háður var í gær milli FH-b og Njarðvíkur lauk í gær með öruggum sigri okkar, nánar er hægt að lesa um leikinn á bloggsíðu FH-b. tengillinn er hér til hliðar á síðunni.


|

föstudagur, nóvember 28, 2003

Jæja, síðasta kennsluvikan fyrir próf liðin og nú tekur alvaran við. Helvítis próflesturinn, það er það leiðinlegasta sem ég geri á eftir því kemur tiltekt í herbergi og rakstur. Allavegana þá verður nóg að gera um þessa helgi. Akkúrat þessa stundina er andlegur undirbúningur fyrir stórleik helgarinnar í fullum gangi og nú má ekkert útá bregða fyrir leik FH-b vs. Njarðvík sem háður verður í kvöld í Keibúlkræk, Stadium of trophies kl. 21.00. Búast má við hörkuleik þar sem stálinn stinn (vonandi að það verði ekki eitthvað fleira stinnt í kvöld) munu mætast og verður gíðarleg barátta um sigurinn. Bæði lið hafa fengið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu í utandeildinni og skemmst er að minnast frábærum árangri FH-b sem komst í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ nú á dögunum en varð að láta í minnipokann gegn liði bikarmeistara HK. Í þeim leik urðu mistök dómara sem kostuðu okkur sigurinn eftir að við höfðum leitt 0-1 fyrstu 5 mínúturnar. Ekkert gjald verður rukkað við innganginn og hvet ég því alla sem vettlingi geta valdið að láta sjá sig verða vitni að frábærum handknattleik.
Á morgun hefst geisilega sterkt mót hjá 6.flokk kvenna í handbolta og ætla ég að mæta þar með mitt lið. Stelpurnar hafa æft eins og sjúklingar og hafa verið 2 æfingar á dag undanfarnar vikur og ætti það ásamt lyftingunum að skila eitthverjum árangri. Ég vill enga aumingja í mitt lið.
Svo má náttúrlega ekki gleyma stórmóti íþróttafélagsins Fjarðar í bocchia sem fram mun fara á morgun og hefjast leikar kl. 13.00. Þar munu allir fremstu bocchia spilarar Hafnarfjarðarsvæðinsins og úthverfa berjast um titilinn "Jólameistari 2003". Hvet ég alla þá sem ætla leggja leið sína Víðistaðaskólaíþróttahöllina að mætta snemma því fátt er um sæti fyrir allann þann fjölda sem mun mæta og styðja sinn leikmann.
Þórður Gunnþórsson, a.k.a. JT eða svarti maðurinn, lék með liði sínu.......æ ég man ekki hvað það heitir byrjar á Ha........ lék í gær gegn græna hernum frá Njarðvík í gærkveldi urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir sprækum grænum hermönnum. Til hvers er ég eiginlega að skrifa um körfubolta??? Mér finnst þetta hunleiðinleg íþrótt, en af virðingu minni gagnhvart Herra Viðarvatni mun ég reyna að halda aftur að mér.
Bjarni vinur minn og Balli aðstoðarmaður hans fóru nú í morgun til Danmerkur til að sjá Deep Purple spila fyrir baunverja á tónleikum. Ég hugsa þeim þeygjandi þörfinna því vegna fjárskorts varð ég að vera heima og þjást í kulda og volæði. Ef eitthver þarna úti væri svo vinsamleg/ur að færa mér fé að gjöf væri það vel þegið.

|

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Endilega skrifa eitthvað í gestabókina...

|

Skúbb dagsins.
Það er búið að aðla David Beckham af drottningunni, nú heitir hann Sir David Beckham samkvæmt fréttum útvarps Sögu.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

|

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Þetta heyrðist í skólanum í dag.
Mjög fín ritgerð hjá þér virkilega vel unnin í allastaði. Bara eitt, það var svolítið um málfarsvillur hjá þér. Þú skrifar á einum stað Þegar hann lést varð hann mjög leiður. Er það ekki full erfitt að vera leiður þegar maður er látinn?

|

Sjit hvað það var mikil hálka úti á götum borgarinnar í gær. Ég var næstum lentur í umferðaróhappi þegar ég var á leiðinni í skólann í gærmorgunn. Bíllinn fyrir framan mig hringsnérist allt í einu og varð ég næstum því lentur á honum. Það gerðist hinsvegar ekki en í staðinn varð ég að víkja og lenti á umferðarskilti og braut það. Bíllinn sem snérist og olli þessum vandræðum í byrjun var ekkert að tjékka hvort ég væri nokkuð stórslaðaður eða í sjokki og keyrði bara í burtu. Ég hefði getað verið í lífshættu. bíllinn er hinsvegar óskemmdur sem betur fer en þegar ég ætlaði að fara seinna um daginn að ná í skiltið til minningar um atburðinn var búið að taka það í burtu. Það var leitt því nú kemur vinur minn sykurpúðinn Jón Páll ekki til með að fá neina jólagjöf, nema að ég klessi á annað skilti.

|

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

loksins, loksins er maður kominn í tölu með heldri mönnum samfélagsins svo sem Dr. Gunna, Dj. Dodda Doggystyle og Bjössa Bjarna, þ.e. maður er kominn með blogg. Já bloggið er merkilegt fyrirbæri, svona eiginleg dagbók sem allir geta lesið. Þetta verður dagbókin mín og öllum verður frjálst að lesa hana.

|
eXTReMe Tracker